Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 6
citroen.is Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300 lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt augnablik. KOMDU OG MÁTAÐU CITROËN C3 C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ 2.090.000KR. C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR. Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél • Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi • Brekkuaðstoð • Hliðarvörn • Breið og þægileg sæti • Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn CITROËN C3 Hlaðinn lofi og búnaði Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 CITROËN ÞÆGINDI Viðskipti Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Sam- keppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. Samkeppnis- eftirlitið hefur undanfarið haft sam- runa fyrirtækjanna til rannsóknar á grundvelli samrunatilkynningar sem send var eftirlitinu 31. október síðast- liðinn. Var rannsókn málsins á loka- stigi og er ákvörðunar að vænta í dag. Samdægurs upplýstu forsvars- menn N1 Samkeppniseftirlitið um að félagið hygðist tilkynna aftur um samrunann. Hefur N1 boðað að í nýja málinu muni fyrirtækið leggja fram tillögur að skilyrðum sem ætlað er að eyða þeim samkeppnishindr- unum sem Samkeppniseftirlitið telur að stafað gætu af samrunanum. Hinn 8. mars síðastliðinn drógu Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, til baka sam- runatilkynningu sem hafði verið send Samkeppniseftirlitinu vegna fyrirhugaðrar sameiningar við Olís og fasteignafélagið DGV. Þá var líka tilkynnt að ný samrunatilkynning yrði send innan skamms. Við það tækifæri sagði Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar, að hann byggist við því að ef af þeirri sam- einingu yrði þyrfti nýtt fyrirtæki væntanlega að losa um eignir. Mögu- lega þyrftu Olís og N1 að skipta upp Olíudreifingu. – jhh Bakslag komið í samruna N1 og Festar Eignarhaldsfélagið Festi rekur meðal annars Krónuna. Fréttablaðið/Óli DÓMsMÁL „Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lög- maðurinn Björn Ólafur Hallgríms- son. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu (LRH) vegna verj- endastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótar- reikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skip- aður verjandi eða réttargæslu- maður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjald- skrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn. Fyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikk- aðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli stað- ið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslu- manna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grund- völlur að reglusetningunni með ein- hvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á mál- efnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefna- legan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viður- kenningu á því sjónar miði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lög- mannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að fram- kvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Val- berg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína. joli@frettabladid.is Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum Fyrirkomulag þóknana fyrir störf verjenda og réttargæslumanna hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. Greiðslur fyrir störfin hafa verið nokkuð lægri en gjaldskrá þeirra. Nýr dómur héraðsdóms gæti haft breytingar í för með sér. reikningarnir sem deilt var um voru tilkomnir vegna verjendastarfa á rannsóknarstigi. Fréttablaðið/EYÞÓr Það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun. Björn Ólafur Hallgrímsson lögmaður 1 8 . a p r í L 2 0 1 8 M i ð V i k U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 E -F 4 F 0 1 F 7 E -F 3 B 4 1 F 7 E -F 2 7 8 1 F 7 E -F 1 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.