Fréttablaðið - 18.04.2018, Side 32

Fréttablaðið - 18.04.2018, Side 32
Markaðurinn Miðvikudagur 18. apríl 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | instagram fréttablaðsins @frettabladidfrettabladid.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 16.04.2018 Óraunsæjar stjórn- málahugmyndir og skilningsleysi á samhengi bættra kjara launþega og velgengni atvinnulífsins má ekki grafa um sig á nýjan keik. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Nú er það staðreynd að á Íslandi hefur undanfarin ár ríkt fádæma góðæri. Ýmsu er þar að þakka. Styrkri hagstjórn á árunum eftir hrun, dirfsku og lukku í samningum við erlenda kröfu- hafa, ferðamannaflaumnum og óvæntri mokveiði af makríl. Í því samhengi er athyglisvert að skoða fjármál Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu sem senn er liðið. Sé einungis litið til hins eiginlega reksturs borgarinnar, svokallaðs A-hluta, hefur borgin markvisst safnað skuldum. Árið 2014, þegar núverandi borgarstjóri tók við, námu langtímaskuldir um 38 millj- örðum. Þær hafa síðan aukist jafnt og þétt, um 5% fyrsta árið og nema nú 46 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam ný lántaka um 6,5 milljörðum, eða um 16% af heildarskuldum borgarinnar, og því ljóst að um stórt stökk er að ræða. Hóflega má ætla að fjármagnskostnaður borgarinnar nemi um tveimur milljörðum á ári hverju vegna úti- standandi lána. Þessi skuldasöfnun hefur átt sér stað þrátt fyrir að skatttekjur borgarinnar hafi aukist um hátt í tuttugu milljarða á ári á kjörtímabilinu. Sé litið til langstærstu eignar borgarinnar, Orkuveitunnar, er staðan ekki mikið skárri. Ýmsir hafa haldið því á lofti að rekstur OR hafi skánað mikið frá því sem verst var. Vissulega er það rétt, en sé hins vegar einungis litið til þessa kjörtímabils hafa heildarskuldir Orkuveitunnar lækkað um tæpa 35 milljarða og nema nú næstum 130 milljörðum. Ef betur er að gáð, þá eru skuldir OR að stærstum hluta í erlendri mynt, en evran hefur til að mynda veikst um þriðjung frá því í ársbyrjun 2014. Staðreyndin er því sú að skuldir Orkuveitunnar hafa alls ekkert lækkað á kjörtímabilinu sé tekið tillit til gengisbreytinga. Þetta er þó ekki hið eina sem vekur athygli en starfsmönnum Orkuveitunnar hefur fjölgað um ríflega 20% á kjörtímabilinu. Ekki er því annað að sjá en að aðhaldsstefnu OR sem rekin var í stjórnartíð Jóns Gnarr hafi verið kastað á haugana. Niður- staðan getur varla verið önnur en að Reykjavíkurborg hafi ekki nýtt góðærið til að búa í haginn til mögru áranna. Raunar er engu líkara en að fjármálin hafi verið látin reka á reiðanum. Ljóst er að minnsta kosti að hver svo sem vinnur borgina í vor á ærið verk fyrir höndum við að koma aga á reksturinn. Vítavert áhugaleysi? Hagnaður bifreiðaumboðsins Brimborgar nam 260 milljónum króna á síðasta ári og dróst umtalsvert saman frá fyrra ári þegar hann var 718 milljónir króna. Tekjur félagsins námu 20,7 milljörðum króna á árinu sem er aukning upp á 14,4 prósent á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- liði, EBITDA, nam 1.502 milljónum króna á síðasta ári borið saman við 1.796 milljónir árið 2016. Eignir Brimborgar námu 11,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og hækkuðu um 2,4 milljarða á milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum króna í árslok og var eigin- fjárhlutfall félagsins 19,8 prósent. Stjórn Brimborgar leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 52 milljónir til hluthafa á þessu ári. Stærstu hluthafar félagsins eru Jóhann J. Jóhannsson með 33,1 prósent og Egill Jóhannsson forstjóri með 26,8 prósent. Hagnaður Brimborgar dróst saman Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja Einhverfan mín er bara hluti af mér og verður það alltaf 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 E -F 9 E 0 1 F 7 E -F 8 A 4 1 F 7 E -F 7 6 8 1 F 7 E -F 6 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.