Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 16
Spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla 2018 Ítarlegri grein má lesa á Fréttablaðið.is PePSi deildin 2018 1. ? 2. ? 3. ? 4. ? 5. ? 6. ? 7. ? 8. ? 9. ? 10. ÍBV 11. Fylkir 12. Keflavík Fréttablaðið spáir því að ÍBV hafni í 10. sæti Pepsi-deildar karla. Eyja- menn björguðu sér naumlega frá falli í fyrra en urðu bikarmeistarar. Miklar breytingar hafa orðið á leik- mannahópnum í vetur en í fyrsta sinn síðan 2011 er sami þjálfari við stjórnvölinn og tímabilið á undan. Líklegast er að ÍBV verði í fallbaráttu fimmta árið í röð. ÍBV hafnar í 10. sæti nýju andlitin Fylgstu með þessum Shabab Zahedi Tabar átti skemmti- lega innkomu í Pepsi-deildina í fyrra og skoraði þá fjögur mörk í níu leikjum. Íraninn er skæður fram- herji og gæti sprungið út í sumar. Ignacio Fideleff N. Asunción Alfreð Már Hjaltalín Víkingi Ó. Yvan Erichot Pafos Priestley Griffiths Bishop Auckland Tölfræði frá síðasta sumri Sindri Snær Magnússon átti gott tímabil í fyrra og var besti leikmaður ÍBV ásamt Gunnari Heiðari Þorvalds- syni. Alhliða miðjumaður sem getur einnig leikið í vörninni. Sindri er fyrirliði Eyjaliðsins og þarf að sýna leiðtogahæfileika í sumar, sérstak- lega í ljósi breytinganna sem hafa orðið á leikmannahópi ÍBV. lykilmaðurinn í sumar Sindri Snær Magnússon enkunnaSPjaldið VörnIn HHHHH ❘ sóKnIn HHHHH ❘ ÞjálFArInn HHHHH ❘ BrEIddIn HHHHH ❘ lIðsstYrKInGIn HHHHH ❘ GenGið SÍðuSTu Sex TÍMaBil 2017 9. sæti ❘ 2016 9. sæti ❘ 2015 10. sæti ❘ 2014 10. sæti ❘ 2013 6. sæti ❘ 2012 3. sæti ❘ 1 stigi náði ÍBV í eftir að hafa lent undir. 5 mörk fékk ÍBV á sig í uppbótartíma. FóTBolTi Albert Guðmundsson varð um síðustu helgi hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eind- hoven, en liðið tryggði sér titilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Ajax. PSV náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Ajax þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Albert kom ekki við sögu hjá PSV í leiknum, en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð. „Þetta hefur reynt þó nokkuð á þolinmæðina, þessi leiktíð. Þó svo að ég sé sáttur við mína stöðu þá komu augnablik á tímabilinu þar sem ég hefði viljað fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það er hins vegar mikil krafa um árangur hjá PSV og þess er krafist á hverri leiktíð að liðið berjist um titilinn. Það er því enginn tími fyrir tilraunastarf- semi og því hef ég skilning á minni stöðu,“ sagði Albert um stöðu sína hjá PSV. Albert hefur þó verið að brjóta sér hægt og rólega leið inn í lið hol- lensku meistaranna frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Heeren- veen 18 ára gamall sumarið 2015. Albert var færður upp í æfinga- hóp aðalliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum liðsins á leiktíðinni. Albert hefur í öll skiptin komið inn á sem varamaður. Hann hefur hins vegar farið mikinn með varaliði PSV sem leikur í hollensku B-deildinni. „Ég æfi alla daga með aðalliðinu og mér líður klárlega eins og ég sé hluti af hópnum. Þess vegna finnst mér ég eiga hlut í þessum titli. Það var gaman að vera hluti af liði sem verður landsmeistari og þetta var frábær dagur á sunnudaginn,“ segir Albert. „Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu, þessir leikir með varaliðinu fullnægja ekki mínum vangaveltum um spiltíma. Við munum fara yfir málin í vor og ég sé til hvað ég geri. Fyrsti kostur er að spila reglulega með aðalliði PSV, mér líður mjög vel hérna. Ef það gengur ekki upp verð ég hins vegar að leita annað og fá meiri spiltíma.“ Albert hefur auk þess að freista þess að komast nær aðalliði PSV fengið tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Albert lék til að mynda annan af vináttulandsleikj- unum tveimur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Tæpur mánuður er þar til HM- hópurinn verður valinn. Albert er vongóður um að frammistaða hans hafi heillað þjálfara landsliðsins. „Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera jákvæður og bjartsýnn á það að ég fari með til Rússlands. Mér fannst ég sýna nýja hlið á mér í leiknum gegn Mexíkó; að ég geti haldið skipulagi, sýnt dugnað og fylgt fyrirmælum hvað varðar hlaupaleiðir í varnarleiknum. Ég tel mig einnig hafa ýmislegt fram að færa í sóknarleik liðsins. Nú er bara að bíða og sjá, ég verð allavega klár ef kallið kemur,“ segir Albert. hjorvaro@frettabladid.is Þarf meiri spiltíma á næstunni Albert Guðmundsson varð hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, um síðustu helgi. Albert er sáttur hjá liðinu en telur sig þurfa að spila meira með aðalliðinu til þess að þroskast sem knattspyrnumaður. Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu. Albert Guðmundsson 1 8 . a P r Í l 2 0 1 8 M i ð V i k u d a G u r16 S P o r T ∙ F r É T T a B l a ð i ð sport Valur - Fram 25-22 Valur: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Diana Satkauskaité 5, Kristín Guðmunds- dóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðar- dóttir 1. Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8/2, Hildur Þorgeirsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/1, Karen Knúts- dóttir 2/1, Elísabet Gunnarsdóttir 1. Valur er 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu. Nýjast Olís-deild kvenna, úrslit Vaskar Valskonur unnu fyrsta leikinn Sigri fagnað Valur komst í 1-0 gegn Fram í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna með sigri í fyrsta leik liðanna í gær, 25-22. Deildarmeistararnir leiddu nánast allan leikinn og sigur þeirra var sanngjarn. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með sex mörk en Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram. Liðin mætast öðru sinni á morgun, sumardaginn fyrsta. FréttABlAðIð/VAllI AÐALFUNDUR Geðverndarfélags Íslands Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 17 að Hátúni 10, jarðhæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Að aðalfundarstörfum loknum ávarpar Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, fundinn. Á fundinum mun stjórn félagsins leggja fram til afgreiðslu Stefnu Geðverndarfélags Íslands um geðheilbrigði á Íslandi. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Geðverndarfélags Íslands Halldóra Mogensen KA þrefaldir meistarar í blaki Blak KA varð í gærkvöldi Íslands- meistari í blaki karla eftir sigur á HK í KA-heimilinu í þriðja leik liðanna. KA-menn unnu einvígið 3-0. Akur- eyringar bundu þar með enda á sigurgöngu HK-inga sem voru búnir að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. Það er óhætt segja að tímabilið hafi verið frábært hjá KA en auk þess að vinna Íslandsmeistara- titilinn varð liðið deildar- og bikar- meistari. Þetta er í fimmta sinn sem KA verður Íslandsmeistari (1989, 1991, 2011 og 2018). KA var lengi í gang í leiknum í gær en náði undirtökunum undir lok fyrstu hrinu og vann hana 25-22. KA-menn unnu svo aðra hrinu 25-17 og voru þar með komnir í góða stöðu. Þriðja hrinan var jöfn framan af en svo sigu KA-menn fram úr og unnu hana örugglega, 25-15. – iþs 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 E -E B 1 0 1 F 7 E -E 9 D 4 1 F 7 E -E 8 9 8 1 F 7 E -E 7 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.