Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 30
Undanfarin ár hefur ekki verið mikill stöðugleiki í íslensku efnahags-lífi. Hagkerfið hefur á síðustu 15 árum farið í kröftuga uppsveiflu, erfiðan sam- drátt og síðan aftur hraða uppsveiflu. Þessum stóru efnahagssveiflum hefur fylgt mikill óstöðugleiki í starfsum- hverfi og samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppi- nautum. Hefur það komið niður á félagslegum og efnahagslegum lífs- gæðum landsmanna. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðilsins á mælikvarða launa og verðlags og hið íslenska síðast- liðin 15 ár en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnis- stöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í sam- keppnisstöðu á þessum tíma. Líkt og að búa í harmonikku Frá upphafi þessarar efnahagsupp- sveiflu hefur gengi krónunnar hækkað um nær 50% eftir að hafa lækkað um 55% í aðdraganda efna- hagsáfallsins árið 2008. Í uppsveifl- unni hafa laun hækkað um ríflega 70%, langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í löndum þeirra fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Samkeppnisstaða innlendra fyrir- tækja hefur því verið þanin sundur og saman á þessum tíma og má segja að það að reka fyrirtæki í samkeppni við erlend hafi verið eins og að búa í harmonikku á sveitaballi. Raungengisþróunin getur verið hluti aðlögunar þjóðarbúsins að efna- hagsáföllum og búhnykkjum. Þessi mikla sveifla í raungengi krónunnar hefur á undanförnum árum þann- ig endurspeglað þá stóru efnahags- sveiflu sem íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Í rótum þeirrar sveiflu felast því að stórum hluta að minnsta kosti ástæð- ur þessarar miklu sveiflu í raungengi krónunnar og þar með starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Mikilvægt er að starfsskilyrði Tekjur Netflix hærri utan heimamarkaðarinsSkotsilfur Reid Hastings, forstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, sagði á fjárfestafundi á mánudag að tekjur félagsins utan Bandaríkjanna yrðu að öðru óbreyttu hærri á yfirstandandi ársfjórðungi en tekjurnar í heimalandinu. Það yrði í fyrsta sinn sem það gerðist í sögu Netflix. Afkoma félags- ins reyndist framar vonum á fyrsta ársfjórðungi og fjölgaði áskrifendum hraðar en búist var við. Ruku hlutabréfin upp í verði. Nordicphotos/Getty Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára full- veldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosn- ingaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kven- réttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosninga- réttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafn- réttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórn- völd sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórn- endaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunar- stöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengda- dóttir, vinkonur og nágrannakon- ur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einka- lífi voru áskoranir tengdar atvinnu- öryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með sam- ferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér inn- blástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta sam- félaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð. Stjórnviskulegur búhnykkur – virkjum tengslanetið Anna Þóra Ísfold stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðs- málum Þanin sundur og saman ingólfur Bender hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Munur á hæsta og lægsta gildi raungengis 2003-17 séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að fyrirtæki hér á landi geti gert áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfest í uppbyggingu sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Efnahagslegur stöðugleiki er mikil- vægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Almennur skilningur er á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af megin- vandamálum íslenska hagkerfisins. Með auknum stöðugleika má auka framleiðni og verðmætasköpun. Uppskrift að vandaðri hagstjórn Meiri stöðugleika í starfsskilyrðum fyrir tækja má ná fram með agaðri hagstjórn. Í því sambandi þarf sam- stillta hagstjórn á sviði opinberra fjár- mála og peningamála þar sem bæði ríki og sveitarfélög taka ábyrgð ásamt Seðlabankanum. Aðilar vinnumark- aðarins þurfa einnig að axla ábyrgð. Nýútkomin fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar er áhyggjuefni í þessum efnum. Áætlunin byggir á þjóðhags- spá sem hljóðar upp á stöðugleika á kjörtímabilinu sem á sér vart hlið- stæðu í íslenskri hagsögu. Gott er ef sú spá rætist en í ljósi sögunnar er hún því miður fremur óraunhæf. Áætlunin hefði átt að byggja á raun- hæfara mati á væntanlegri þróun hag- kerfisins og mati á því hvernig ríki og sveitarfélög ætluðu að skapa meiri stöðugleika í efnahagsumhverfi fyrir- tækja og heimila í landinu. Slíkt væri betri uppskrift að vandaðri hagstjórn. Ís l Írl Ás t Le t Ja p N or Ko r Ka n N .S j. Pó l Sí l M ex Ei s Ty r Sl ó Br e Gr i Sv iss Ba nd Un g Is r Té k Ev ru sv Sp á Þý s Sv íþ j Lú x Sl óv Po r H ol D an Íta Fi n Fr a Be l 200% 150% 100% 50% 0% 21 í eftirlitinu Fram kemur í nýlegri ársskýrslu Seðla- bankans að 21 starfsmaður hafi starfað í gjaldeyriseftir- liti bankans í lok síðasta árs. Það er aðeins tveimur starfsmönnum færra en árið áður, jafnvel þótt höftin hafi í millitíðinni verið afnumin nánast að öllu leyti. Sérstaka athygli vekur að fleiri starfa við gjaldeyriseftirlit en á sviði hagfræði og peningastefnu, sem er þó eitt meginverkefni bank- ans, en þar eru starfsmennirnir 19 talsins. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á þessu standi og hvenær búast megi við því að Már Guðmundsson seðla- bankastjóri leggi gjaldeyriseftirlitið niður. Aðstoða Morgan Lex lögmanns- stofa hefur upp á síðkastið unnið að undirbúningi að hlutafjárút- boði og skráningu Arion banka að beiðni bandaríska fjár- festingarbankans Morgan Stanley. Bandaríski stórbankinn hefur á undanförnum árum starfað sem helsti fjármálaráðgjafi Kaupþings við undirbúning að sölu á hlut eignar- haldsfélagsins í Arion banka. Ólafur Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda Lex, er á meðal lög- manna stofunnar sem hafa komið að undirbúningsvinnunni. Kaupþing hyggst sem kunnugt er losa stóran hlut sinn í bankanum í útboðinu síðar á árinu. Biðin lengist Enn lengist biðin eftir því að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftir- litsins, og kollegar hans kveði upp úr- skurð sinn í tveimur veigamiklum samrunamálum sem eftirlitið hefur haft til rannsóknar undanfarna mánuði. Olíufélagið N1, sem hyggst kaupa Festi, tilkynnti í gær – sama dag og von var á úrskurði Samkeppniseftirlitsins – að félagið hefði afturkallað samrunatilkynn- ingu vegna kaupanna og hygðist senda eftirlitinu nýja tilkynningu. Það er einmitt það sama og stjórn- endur Haga ákváðu að gera í mars vegna kaupanna á Olís. 1 8 . a P r í l 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r10 markaðurinn 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 E -F E D 0 1 F 7 E -F D 9 4 1 F 7 E -F C 5 8 1 F 7 E -F B 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.