Fréttablaðið - 28.04.2018, Side 90

Fréttablaðið - 28.04.2018, Side 90
Gyðjutrú er ein þeirra trúar sem liggur þvert á ýmis skipu­lagðari trúarbrögð, en hún stendur líka sjálfstæð utan trúar­ bragða. Félagsráðgjafinn Valgerður Bjarnadóttir segir fólk hafa leitað að gyðjum í álfum, dýrlingum eða jafnvel Grýlu sjálfri eftir að trúar­ brögð urðu karllægari. Hún segir líka gyðju trú fara vaxandi um heim allan, en fyrst og fremst snúist gyðju­ trú um tengsl við náttúruna og sjálfa sig. Valgerður rekur starfsemi undir heitinu Vanadís, þar sem hún kennir meðal annars sjálfsþekkingarnám­ skeið og veitir fólki leiðsögn, ráð­ gjöf og handleiðslu. Hún segist hafa orðið upptekin af gyðjum eftir að þær blönduðust inn í hugmyndir hennar um Guð og Jesú í gegnum Tarzan, Artúrs sögu og fleiri ævin­ týri. „Ég hef í rauninni alla tíð verið trúuð, móðuramma mín var þessi gamaldags, guðhrædda kona sem trúði á Jesú en trúði líka á álfa. Hún hafði leikið sér með álfum þegar hún var lítil stelpa og sagði mér ótal sögur af þeim,“ segir Valgerður og brosir meðan hún rifjar upp þessi fyrstu ár mótunarár trúarlífs síns. „Svo fullorðnast ég og fer að verða leitandi. Ég fer í gegnum tímabil þar sem ég verð mjög upptekin af Maríu mey.“ Á þessum tíma fannst Valgerði því María mey uppfylla þann kven­ leika sem að vissu leyti virðist vanta í kristna trú. „Þetta var náttúrulega það sem ég saknaði þegar ég fór í kirkju eða las um kristni, mér fannst gyðjan vera fjarverandi. Þetta var bara faðir, sonur og heilagur andi, hin heilaga karllæga þrenning og á þessum tíma voru allir prestarnir karlar.“ Í kring um 1990 uppgötvaði Val­ gerður hugmyndafræði sjamanisma, sem er nátengdur gyðjutrú. „Sjaman­ isminn hefur verið til um allan heim og liggur í rótum okkar allra, hann snýst um það að við séum hluti af náttúrunni og jafnvægi milli kven­ og karlafla skiptir máli. Þetta pass­ aði vel inn í hugsjónir mínar,“ segir Valgerður sem segir baráttu sína fyrir jafnrétti kynjanna hafa blandast inn í þessar hugmyndir „Sjamanismi er kannski fyrst og fremst lífsnálgun, eða leið til að lifa lífinu út frá hug­ myndum eða hugsjónum. Út frá þessu óx svo áhugi minn á gyðjum og gyðjunni sem hluta af náttúrunni.“ Nokkrum árum síðar lá leið Val­ gerðar til Bandaríkjanna þar sem hún fór í framhaldsnám í andlegum fræðum kvenna. Hluti af því námi var menningarsaga og trúarheim­ speki út frá femínísku sjónarhorni. „Þar lærði ég ýmislegt sem ég hafði ekki lært í mannkynssögunni. Til dæmis það að karlar hefðu ekki allt­ af verið ráðandi og að það hefði ekki alltaf verið stríð, eða valdamisvægi í heiminum,“ segir Valgerður ákveðin. Valgerður segir gyðjutrú tvímæla­ laust fara vaxandi, bæði hér á landi og úti um allan heim. Valgerður ítrekar þó að ekki sé beint um trúarbrögð að ræða, því gyðju trú á fátt sameiginlegt með skipulögðum trúarbrögðum, heldur leggst þvers og kruss á önnur trúarbrögð. „Áhuginn á gyðjunni vex vegna þess að firr­ ingin er orðin svo mikil og við finn­ um, skynjum og vitum að við erum að stefna fram að brúninni, bæði í umhverfismálum og í allri okkar lífsnálgun.“ En hver er þessi gyðja, eða þessar gyðjur? „Grunnhugmyndin um gyðjuna er að í henni er allt. Hún er skapandi og tortímandi, hún nærir og þroskar á meðan hún eyðir líka,“ segir Valgerður og jánkar spurningu blaðamanns um hvort þessi hug­ mynd sé ekki nátengd hugmynd­ inni um Móðir náttúru, sem svo margir þekkja. „Við erum öll hluti af heild. Ekkert í heiminum eyðist, við umbreytumst bara og það er mín sýn á gyðjuna.“ Erum við þá að ræða um eina gyðju eða margar? „Nei, það er ekki bara ein gyðja,“ útskýrir Val­ gerður og segir hugmyndina vera flóknari en svo. Gyðjan virðist því ekki koma í stað alviturs himnaföð­ ur, heldur er hugmyndin um gyðjuna margslungin, flókin og fjölbreytt. Valgerður segir að ef rýnt sé í sögu mannsins virðist gyðjan hafa verið miðpunktur trúar allstaðar frá upp­ hafi. „Ef við förum nægilega langt aftur, þá finnum við víða um veröld minjar sem sýna átrúnað á kvenver­ una. Stundum eru þessar verur líkar konum, stundum eru þær blanda af konum og dýri, stundum jafnvel kyn­ færi. Legopið, skapaþríhyrningurinn eða brjóst – þessi sköpunarkraftur konunnar.“ Gyðjurnar eru þó misafmarkaðar, eins og dauðagyðjan, ástargyðjan eða jafnvel gyðja plógsins. „Svo eru líka gyðjur eins og Ísis í Egyptalandi sem er nálægt því að vera svokölluð Mikla gyðja,“ útskýrir Valgerður. Þessar gyðjur bera í sér allt og eru í senn tortímandi, skapandi, nærandi og endurlífgandi. „Þær hafa í sér öll náttúruöflin en hafa ekki beinlínis vilja, þær eru bara þetta afl.“ Hvernig birtist þessi vakning hérna heima á gyðjutrú? „Fólk leitar bæði til mín, en það leitar líka víða. Sumir starfa innan kirkjunnar, eða stundar búddisma eða aðra trú. Þetta eru náttúrulega mest konur, sem mér finnst eðlilegt því það er eðlilegt að konur sýni gyðjunni meiri áhuga en karlar,“ segir Valgerður en ítrekar það að það séu líka til karlar sem hallast að gyðjutrú. „Oft gerist þetta þannig að fólki dreymir draum, eins og mig dreymdi draum og drauma þar sem mér fannst ég vera gyðja eða hitta gyðj­ una. Það er alls ekki einsdæmi og það kemur líka fyrir að fólk kemur til mín eftir að því hefur dreymt eitt­ hvað, en það kemur líka eftir að það hefur lent í djúpri kreppu, horfst í augu við dauða eða eigin ófullkom­ leika.“ Meira á frettabladid.is Gyðjan vitjaði Valgerðar í draumi Hér á landi eru skráð hátt í 50 ólík trúfélög, en æ fleiri Íslendingar kjósa líka að standa utan trú- og lífskoðunarfélaga. Trú er heldur alls ekki alltaf bundin við trúfélög. „Áhuginn á gyðjunni vex vegna þess að firringin er orðin svo mikil.“ Fréttablaðið/auðunn Trúarlíf íslendinga Gyðjan Freyja Freyja er ein af þeim gyðjum sem Valgerður tengir við íslenskt trúarlíf. Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði, en hún er sögð hafa ferðast í vagni sem tveir kettir dróu. Kraftar Freyju eru margslungnir, en hún jók frjósemi lands og sjávar, veitti hjálp í hjónabandi og við fæðingar. Hún er sögð hafa átt ótal ástmenn enda náði veldi hennar víða og spannaði bæði líf og dauða. Trúin á gyðj- una Freyju á sér langa sögu hér á landi og sögur af henni lifa enn góðu lífi. Það sést til að mynda í þeim ótal íslensku Freyjum sem bera nafn hennar. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndissilja@frettabladid.is Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 2.maí kl.19:30 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Inngangur númer 7 Fundarefni: 1.Liðveisla , frekari liðveisla og NPA 2. Heimaþjónusta og heimahjúkrun 3. Ferðaþjónusta 4. Sértækar húsnæðisbætur og félagsbústaðir 5. Þjónusta inn í Grunnskólum ( hjálpartæki) og hvernig fjármagni er ráðstafað. Frambjóðendur fyrir borgarstjórnarkosninga 2018 mæta og svara þessum spurningum. Mætum öll Stjórinn Kaffiveitingar 2 8 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r34 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 8 -0 4 -2 0 1 8 0 0 :2 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 9 F -8 3 7 0 1 F 9 F -8 2 3 4 1 F 9 F -8 0 F 8 1 F 9 F -7 F B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.