Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 4
Veður Suðlægar áttir í dag og dálítil él um landið vestanvert. Slydda eða rign- ing austan til en styttir upp í kvöld. Fremur svalt í veðri. sjá síðu 16 Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Flugunni kastað Kosningar Sanna Magdalena Mörtudóttir námsmaður leiðir lista Sósíalistaflokksins í komandi borgar­ stjórnarkosningum. Á eftir henni koma tveir nýkjörnir stjórnarmenn í stéttarfélaginu Eflingu, þau Daníel Örn Arnarsson og Magdalena Kwiat­ kovska. Flokkurinn kynnti framboðslista sína í Reykjavík og Kópavogi í Tjarn­ arbíói í gær. Í Kópavogi mun Arnþór Sigurðs­ son, kjötiðnaðarmaður og stjórnar­ maður í VR, leiða listann, með Maríu Pétursdóttur og Rúnar Einarsson í sætunum þar fyrir neðan. Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, segir listana samanstanda af baráttufólki fyrir hagsmunum láglaunafólks, leigjenda, öryrkja, lífeyrisþega, fátækra og ann­ arra hópa sem haldið hefur verið frá völdum. „Helsta erindi framboðsins er krafa um að hin verr settu fái komist til valda, að borgin byggi húsnæði þar til húsnæðiskreppan er leyst og að Reykjavíkurborg greiði fólki mann­ sæmandi laun.“ – smj Sanna og Arnþór leiða sósíalista Tæ Kn i Facebook heldur áfram að vaxa og í gær til­ kynnti Mark Zucker­ berg, forstjóri og stofnandi, að á næst­ unni myndi fyrir­ tækið setja í loftið stefnumótasíðu fyrir samfélagsmiðilinn og hefur hún fengið nafnið Facebook Dating. Mikill fjöldi stefnumótasíða, sú þekktasta vafalaust Tinder,  er nú þegar á markaði og í ljósi sögunnar má ætla að Zuckerberg ætli sér að sækja grimmt á einhleypa neytendur. Forstjórinn tilkynnti um hina nýju þjónustu á F8 ráðstefnunni, sem þúsundir forritara Facebook sækja, í gær og sagði valfrjálst hvort notendur miðilsins nýttu sér Dating­þjónust­ una. Þá sagði hann að Dating myndi ekki reyna að tengja notendur við fólk sem væri nú þegar á Facebook­ vinalista þeirra. Ekki liggur fyrir hve­ nær Facebook Dating fer í loftið. – þea Kynnti Facebook Dating til leiks Gunnar Smári Egilsson. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari Þessi herramaður kastaði flugu sinni í gríð og erg og reyndi að fá fisk til þess að bíta á þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Ef til vill var veiði- maðurinn nýkominn úr kröfugöngu, enda 1. maí í gær. Vorveiðitímabilið hófst í Elliðaánum í gær og stendur það yfir til 15. júní. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari Kjaramál „Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjár­ magnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ing­ ólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjara­ samningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp sam­ félagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfis­ bundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verka­ lýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for­ maður BHM, tók undir með stytt­ ingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljós­ mæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastétt­ unum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunveru­ legt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöð­ unni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tíma­ bilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu. mikael@frettabladid.is Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast Verkalýðsforingjar um land allt vígreifir í ræðum sínum á alþjóðlegum baráttu- degi verkalýðsins. Formaður VR boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi og verkföll minni hópa í stað allsherjarverkfalla. Formaður BSRB segir þolinmæði gagnvart ofurlaunum á þrotum. Forseti ASÍ varar við byltingasinnum. ragnar Þór ingólfsson, formaður Vr, boðar nýja nálgun og aðferðir í komandi baráttu. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður bHM. 2 . m a í 2 0 1 8 m i ð V i K u D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -6 3 6 4 1 F A 4 -6 2 2 8 1 F A 4 -6 0 E C 1 F A 4 -5 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.