Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 14
 Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar? 7. maí n.k. kl. 17:00 býður Norræna félagið, í samstarfi við Halló Norðurlönd, og EURES evrópsk vinnumiðlun upp á upplýsingafund þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðan- di flutning, atvinnuleit og nám í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð. Fulltrúar frá EURES, Halló Norðurlönd, Ríkisskattstjóra og Rannís verða með kynningu. Fundur er haldinn í húsnæði Vinnumálastofn- unar, Kringlunni 1, 103 Reykjavík í fundarsal á 1. hæð. Gestir eru hvattir til að mæta stund- víslega. Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á fund. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: eures@vmst.is fyrir 4. maí. Halló Norðurlönd Við þekkjum viðskiptalífið Nýjast Selfoss - FH 31-28 Selfoss: Einar Sverrisson 11/2, Haukar Þrastarson 6, Atli Ævar Ingólfsson 5, Hergeir Grímsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Teitur Örn Einarsson 2. FH: Einar Rafn Eiðsson 8/2, Óðinn Þór Rík- harðsson 7, Ágúst Birgisson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Jóhann Karl Reynisson 2. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Selfoss sem getur komist áfram í úrslitin með sigri í leik liðanna í Kaplakrika á laugardaginn. Olís-deild karla, undanúrslit Real Madrid - Bayern M. 2-2 0-1 Joshua Kimmich (3.), 1-1 Karim Ben- zema (11.), 2-1 Karim Benzema (46.), 2-2 James Rodríguez (63.). Einvígi liðanna endaði samanlagt 4-3 fyrir Real Madrid sem leikur þar af leiðandi til úr- slita í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð. Real Madrid sem hefur borið sigur úr býtum í keppninni síðustu tvö keppnistímabil mætir annað hvort Roma eða Liverpool í úrslitum. Meistaradeildin, undanúrslit ÍBV - Einherji 4-2 Reynir S. - Víkingur R. 0-2 Afturelding - KR 1-7 Haukar - KA 1-2 Kári - Höttur 5-2 Þór - HK 3-2 Víðir - Grindavík 2-4 Stjarnan - Fylkir 2-1 Völsungur - Fram 1-2 ÍR - FH 0-5 Hamar - Víkingur Ó. 3-5 Leiknir R. - Breiðablik 1-3 Magni - Fjölnir 1-3 Valur - Keflavík 2-0 Mjólkurbikarinn Fjölmargir leikir fóru fram í Mjólkurbikarnum í gær Glæsilegt mark hjá Færeyingnum Brandur Olsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH þegar hann skrúfaði bolt- ann laglega í netið í góðum sigri liðsins gegn ÍR í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í gær. FRéttABLAðið/StEFán Fótbolti. Liverpool á góðan mögu- leika á að tryggja sér sæti í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í fyrsta skipti frá árinu 2007 þegar liðið mætir Roma í seinni leik liðanna í und- anúrslitum keppninnar í Rómar- borg í kvöld. Liverpool hafði betur, 5-2, þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Sú staðreynd að Roma kom til baka í svipaðri stöðu þegar liðið mætti Barcelona í átta liða úrslitum keppninnar veitir Roma vissulega von fyrir leik liðanna í kvöld. Liverpool og Roma hafa áður mæst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en það var vorið 1984. Úrslit leiksins réðust í vítaspyrnu- keppni, en þar var Bruce Grobb- elaar, markvöður frá Simbabve, hetja Liverpool. Grobbelaar varði tvær vítaspyrnur Roma í víta- spyrnukeppninni og átti ríkan þátt í því að tryggja Liverpool sigur í keppninni. Liverpool tapaði fyrir öðru ítölsku liði, AC Milan, þegar liðið lék síðast til úrslita í Meistaradeild- inni vorið 2007. AC Milan náði þar að hefna fyrir sárgrætilegt tap fyrir Liverpool eftir dramatískan úrslita- leik í keppninni árið 2005. Þar hafði Liverpool betur með sigri í víta- spyrnukeppni, en AC Milan glutraði niður þriggja marka forystu í leikn- um og missti leikinn í framlengingu og síðan vítaspyrnukeppni. Ef litið er til tölfræði úr Meistara- deild Evrópu á þessari leiktíð þá má vænta þess að mörkunum rigni á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Liverpool er það lið sem hefur skorað mest í keppninni á leiktíðinni, eða 38 mörk talsins í 11 leikjum, sem gerir rúmlega þrjú mörk að meðaltali í leik. Þá er Roma á meðal þeirra liða sem fengið hafa flest mörk á sig í keppninni á þess- ari leiktíð. Celtic hefur fengið flest mörk á sig eða 18 mörk, en Roma, Anderlecht og Apoel koma næst þar á eftir með 17 mörk fengin á sig. Leikur Roma og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld, en liðið sem kemst áfram mun mæta ríkjandi meisturum, Real Madrid, í úrslita- leik keppninnar í Kiev laugardag- inn 26. maí. hjorvaro@frettabladid.is Góðar líkur á markaleik í Rómarborg Liverpool gæti komist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í ellefu ár. Roma er í slæmri stöðu en liðið sneri svipuðu tafli við þegar liðið mætti Barcelona í kepninni fyrr á þessari leiktíð. 2 . m a í 2 0 1 8 m i Ð V i K U D a G U R12 S p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð sport 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -5 9 8 4 1 F A 4 -5 8 4 8 1 F A 4 -5 7 0 C 1 F A 4 -5 5 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.