Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 16
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Helgi Hrafnkelsson lést á líknardeild LSH í Kópavogi 17. apríl í faðmi fjölskyldunnar. Útför fer fram í Seljakirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir og þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi. Anna Kristín Gunnlaugsdóttir Jóhannes Unnar Drífa Hrönn Hrafnkell Elísa Ösp Helga Lovísa Þröstur Már og barnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Þórður Árni Björgúlfsson, vél-virki, er fæddur í Eskifirði þann 2. maí 1918 og er því hvorki meira né minna en 100 ára í dag. Þórður er búsettur á Akureyri þangað sem hann kom 17. júní árið 1930, þá tólf ára gamall siglandi á norska skipinu Nova og hann segir að Eyjafjörðurinn þann dag hafi verið það fegursta sem hann hafi litið – og líkir lífi sínu við Eyjafjörðinn eins og hann tók á móti honum þennan dag. „Heilsan er í lagi og ég held að kollurinn sé svona nokkurn veginn í lagi og þá er allt fengið. Það er dásamlegt að vera að fagna nýrri öld!“ segir Þórður þegar hann er spurður að því hvernig aldurinn leggist í hann. Þórður segist vera alveg mátulega mikið afmælisbarn og að hann ætli að sjálfsögðu að halda upp á daginn í dag. Börnin hans þrjú standa fyrir heljarinnar veislu fyrir Þórð í dag í hátíðarsal dvalarheimilisins Hlíðar. Hvað á að gera svona í tilefni dagsins? „Það á bara að dansa og hafa það gott,“ svarar hann en honum leiðast ekki veislur og mannamót þrátt fyrir aldurinn og er duglegur að taka þátt í félagslífinu á öldr- unarheimilinu Hlíð. Hann hefur líka í gegnum árin ferðast mikið – hans uppá- halds staður er Krít, þangað sem hann hefur ferðast nokkrum sinnum og minnir hann á Ísland. Þórður ferðast oft frá Akur- eyri suður til Garðabæjar alla hátíðisdaga þar sem hann dvelur í faðmi fjölskyldunnar hjá fjölskyldunni. Hefur ekki mikið breyst á þínum dögum? Hvað er það sem þér finnst hafa breyst mest? „Já, drottinn minn dýri, hvort það nú er. Verkmenningin hefur að mörgu leyti breyst og fleira, það er erfitt upp að telja því það er svo margt.“ Þórður lætur þó örar breytingar ekki stöðva sig í að fylgjast með því sem á sér stað í heiminum – hann segist hafa gaman að því að fikta í tölvum og tækninni. Hann fylgist með öllum fjölmiðlum á netinu í gegnum tölvuna sína, en hann á einnig spjaldtölvu og snjallsíma. „Það verður að fylgjast með, það þýðir ekki að ana áfram í villu án þess að vita hvert maður fer.“ Þórður fylgist líka grannt með umferð skipa og flugvéla fyrir utan landið. Hann er líka í samskiptum við fjölskyldu sína í gegnum Skype. „Aldurinn hefur alveg fært mig inn í nýja veröld, það má alveg segja það og standa við það, meira að segja,“ segir Þórður og hlær. Þórður segir lífið eins og ægifagran Eyjafjörðinn Í dag heldur Þórður Árni Björgúlfsson upp á hundrað ára afmælið sitt með mikilli veislu. Hann segir margt hafa breyst á sinni tíð og þá aðallega verkmenninguna. Erfitt sé þó að telja allar breytingarnar. Þórði finnst gaman að fikta í tölvum og fylgist vel með á netinu. Þórður ætlar að dansa og hafa það gott í tilefni dagsins. 1670 King James útgáfan af biblíunni er gefin út í Lundúnum. 1919 Ljósmæðrafélag Íslands stofnað. Félagið var fyrsta stéttarfélag fag- lærðra kvenna á landinu. 1970 Búrfellsvirkjun tekin í notkun. 1986 Borgin Chernobyl í Úkraínu er rýmd, sex dögum eftir að kjarna- kljúfur í borginni bræddi úr sér. 1997 Jón Baldvin Hanni- balsson, þáverandi utan- ríkisráðherra, undirritar samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES). 1998 Evrópski seðlabankinn er stofnaður. 2000 GPS, eða Global positioning system, er innleitt fyrir almenna notendur. 2011 Osama bin Laden, hryðjuverkamaður og leiðtogi al- Qaeda, er ráðinn af dögum í Abottobad í Pakistan af banda- rískum sérsveitarmönnum.  Merkisatburðir Á þessum degi fyrir 76 árum náði Listamannadeilan hámarki þegar Jónas Jónasson frá Hriflu lét taka niður háðungarsýningu á verkum íslenskra listamanna. Í staðinn kom hann fyrir verkum sem að hans mati voru til eftir- breytni. Deilan átti rætur að rekja til bréfs sem nokkrir íslenskir listamenn sendu Alþingi vegna kaupa íslenska ríkisins á listaverkum. Þótti þeim miður að ríkið legði áherslu á frásagnarlist með þjóð- legu myndefni en sneiddi hjá verkum samtímalistamanna. Upphófst mikil deila milli listamann- anna ungu og menntamálaráðs, undir forystu Jónasar. Það fór svo að Jónas setti upp háðungarsýningu í búðar- glugga í Aðalstræti í Reykjavík. Þetta voru verk „klessumálara“ eins og hann lýsti þeim. Minnti þetta óneitanlega á sýningu nasista á úrkynjaðri list gyðinga. Hinn 2. maí fyrirskipaði Jónas að sýningin skyldi vera tekin niður og í staðinn voru sett verk eftir Sigurð Guðmundsson, Jóhannes Kjarval og fleiri sem þóttu heppilegri fyrirmyndir í íslenskri myndlist. Þ EttA G E r ð i St 2 . m A Í 1 9 4 2 : Listamannadeilan nær hámarki Þessi sögufræga ljósmynd var tekin þennan dag fyrir 73 árum. Hún sýnir Sovétmennina Meliton Kantaría og Mikhaíl Jegorov flagga fána Sovétríkjanna á þýska þinghúsinu í Berlín. Sigur var unninn í Berlín og seinni heimsstyrjöldin senn á enda, enda hafði Adolf Hitler svipt sig lífi fáeinum dögum fyrr. Nordicphotos/AFp 2 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R14 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð tímamót 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -6 D 4 4 1 F A 4 -6 C 0 8 1 F A 4 -6 A C C 1 F A 4 -6 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.