Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 32
Markaðurinn Miðvikudagur 2. maí 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | instagram fréttablaðsins @frettabladidfrettabladid.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 26.04.2018 Það má færa góð rök fyrir því að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, sé valdamesti maður- inn í íslensku viðskiptalífi. Eggert B. Ólafsson, sérfræð- ingur í samkeppnisrétti www.heimavellir.is Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í öruggri langtímaleigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Heimavellir boða til kynningarfundar í tengslum við almennt útboð á hlutabréfum í félaginu sem fram fer dagana 7. og 8. maí og fyrirhugaðrar töku hlutabréfa í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands. LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI Almennt hlutafjárútboð í Heimavöllum fer fram 7. og 8. maí Opinn kynningarfundur Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30 Grand Hótel Reykjavík. Hlutafjárútboð í Heimavöllum Allir velkomnir. Atli B. Guðmundsson hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans kynnir útboðið, skilmála og fyrirkomulag þess. Arnar Gauti Reynisson fjármálastjóri Heimavalla fer yfir rekstur og rekstraráætlun félagsins. Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimavalla fjallar um markaðinn fyrir leiguíbúðir og segir frá starfsemi félagsins og framtíðarsýn þess. Fundarstjóri er Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans Fjárfestingafélag Einars Arnar Ólafssonar, stjórnarmanns í TM og fyrrverandi for- stjóra Skeljungs, hagnaðist um 163 milljónir króna í fyrra og jókst hagn- aðurinn um átta milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins, Einis, nam ríflega 1,2 milljörðum króna í lok síðasta árs, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi. Félagið keypti eignarhluti fyrir alls 644 milljónir króna á síðasta ári en seldi hluti fyrir um 330 milljónir. Í lok ársins átti Einir verðbréf og eignarhluti í félögum fyrir um 1,4 milljarða króna. Félag Einars Arnar er tíundi stærsti hluthafi TM með 2,9 prósenta hlut sem metinn er á 695 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa tryggingafélagsins. Þá tók félagið auk þess þátt í kaupum fjár- festahóps á ríflega helmingshlut í Stoðum en eignarhaldsfélagið seldi nýverið 8,9 pró- senta hlut sinn í drykkjarframleiðandanum Refresco. – kij Félag Einars arnar hagnast um 163 milljónir Einar Örn Ólafsson Tilkynnt var í liðinni viku að Sam- keppniseftirlitið gæti enn ekki fallist á samrunatilkynningu Haga vegna kaupa félagsins á Olís. Ekki er nema von að meira að segja áhugasömustu greinendur séu orðnir ruglaðir. Hagar lögðu nefnilega fram nýja tilkynn- ingu þann 8. mars sl. eftir að hafa afturkallað þá fyrri. Nú er liðið ríflega ár síðan Hagar tilkynntu að kaup- samningar hefðu verið undirritaður við seljendur. Þetta þýðir þó ekki að samrunanum hafi verið hafnað, og heldur ekki að hann hafi verið samþykktur, heldur aðeins að Hagar fari nú yfir frummat Samkeppniseftirlitsins og komi athugasemdum á framfæri. Þeir tólf mánuðir sem liðnir eru frá undirritun kaupsamnings virðast því ekki hafa dugað Samkeppniseftirlitinu til að gera upp hug sinn. Í því samhengi má nefna að það tók bresk samkeppnisyfirvöld um níu mánuði að veita samruna Tesco og Booker blessun sína. Þó er þar um að ræða samruna stærstu smásölukeðju Bretlands annars vegar og stærsta heildsalans hins vegar. Kaupverðið á Booker var rétt tæpir sex hundruð milljarðar króna, og markaðsvirði samanlagðs félags er um 3.200 millj- arðar króna. Flækjustigið var eftir því en einungis Tesco rekur um sjö þúsund verslanir, aðallega í Bretlandi en einnig í öðrum löndum. Hagar reka tæplega 50 verslanir og Olís rekur tugi bensínstöðva um allt land. Markaðs- virði Haga er um 47 milljarðar, eða innan við 1,5% af markaðsvirði Tesco. Kaupverðið er rúmir níu milljarðar. Þetta er ekki svona flókið. Samkeppniseftirlitið hefur undan- farið þurft að þola gagnrýni vegna framgöngu sinnar. Þekktur forstjóri sakaði eftirlitið um að vilja hlutast til um hvernig atvinnulífið byggist upp frekar en að fylgjast með því að menn færu að lögum. Ein leið fyrir eftirlitið til að hrista af sér slyðruorðið væri að stytta málsmeðferðartímann og gera hann gagnsærri. Stjórnarmaðurinn hefur áður látið þá skoðun í ljós að nauðsynlegt sé að fyrirtæki í innlendri verslun fái að hagræða. Það er lífsspursmál svo hægt sé að mæta samkeppni að utan, hvort sem það er gegnum netið eða með tilkomu nýrra aðila á borð við Costco. Ekki má heldur gleyma því að á undanförnum árum hafa erlendir aðilar fjárfest í auknum mæli á Íslandi. Ein af forsendum þess að sú jákvæða þróun haldi áfram er að traust ríki í garð eftirlitsaðila og að störf þeirra séu gagnsæ. Samkeppniseftirlitið virðist eiga nokkuð í land hvað hvort tveggja varðar. Óþarflega flókið 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 4 -7 C 1 4 1 F A 4 -7 A D 8 1 F A 4 -7 9 9 C 1 F A 4 -7 8 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.