Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 29
Kraftmiklir leiðtogar koma vel fyrir sig orði Viltu vera leiðtogi sem nærð til fólks, endurspeglar öryggi og færð aðra í lið með þér á jákvæðan og faglegan hátt? Hvernig þú tjáir þig getur verið lykillinn að velgengni þinni í starfi. Námskeiðið Áhrifaríkar kynningar (High Impact Presentations) styrkir fagfólk til að miðla af öryggi og trúverðugleika til ólíkra áheyrendahópa. 16. maí og 30. maí • Nánar á dale.is Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. ad_121317_iceland Það sem við förum yfir: • Skapa jákvæð áhrif við fyrstu kynni • Auka trúverðugleika • Framsetning á flóknum upplýsingum • Tjáning á áhrifaríkan hátt • Hvetja aðra til framkvæmda • Bregðast rétt við krefjandi aðstæðum • Fá aðra til að fagna breytingum • Koma fram í fjölmiðlum Breskir þingmenn og grein-endur hafa varað við því að risasamruni bresku matvörukeðjanna Sains-bury og Asda gæti leitt til þess að þúsundir missi vinnuna og tugum verslana verði lokað. Búist er við því að bresk samkeppnisyfir- völd gaumgæfi samrunann ítarlega. Forsvarsmenn Sainsbury, sem er næststærsta matvörukeðja Bret- lands, tilkynntu á mánudag um áform sín um að taka Asda, sem er í eigu bandaríska verslanaris- ans Walmart, yfir. Sameinað félag yrði stærsta matvörukeðja lands- ins með um þriðjungshlutdeild á markaðinum. Markaðsvirði þess, að teknu tilliti til skulda, yrði um 15 milljarðar punda eða sem jafn- gildir um 2.080 milljörðum króna. Walmart fær hluta kaupverðsins, þrjá milljarða punda, greiddan í peningum og hluta með hluta- bréfum, en bandaríska félagið mun eignast 42 prósenta hlut í sam- einuðu félagi. Það hefur hins vegar samþykkt að fara aðeins með 29,9 prósent atkvæðaréttar til þess að þurfa ekki að gera yfirtökutilboð í allt félagið. Fjárfestar tóku tíðindunum fagnandi en til marks um það snar- hækkuðu hlutabréf í Sainsbury um 14,5 prósent í verði eftir að tilkynnt var um kaupin á mánudag. Ýmsir breskir stjórnmálamenn voru ekki eins ánægðir, að því er fram kemur í fréttaskýringu Financial Times, og sögðust efast um að loforð stjórn- enda fyrirtækjanna um að engum verslunum yrði lokað og engum starfsmönnum sagt upp væru trú- anleg. Hillary Benn, þingmaður Verka- mannaflokksins, nefndi til dæmis að búast mætti við uppsögnum í borginni Leeds, þar sem höfuð- stöðvar Asda eru, og þá sagði Rachel Reeves, formaður við- skiptanefndar breska þingsins, að starfsfólk keðjanna væri „ótrúlega áhyggjufullt“ yfir stöðu sinni. Rebecca Long-Bailey, sem fer með viðskiptamál í skuggaráðu- neyti Verkamannaflokksins, sagði það „áríðandi“ að bresk sam- keppnisyfirvöld grandskoðuðu áhrifin sem samruninn gæti haft á birgja. Varaði hún jafnframt við því að sameinað félag gæti skapað sér því sem næst einokunarstöðu á matvörumarkaði. Hvað segir eftirlitið? Þegar fyrst var tilkynnt um kaupin sögðust forsvarsmenn Sainsbury og Asda ekki eiga von á því að þurfa að selja eða loka verslunum yrðu kaup- in að veruleika. Bæði vörumerkin yrðu áfram notuð og höfuðstöðvar Asda yrðu á sínum stað. Lofuðu þeir því jafnframt að verð í verslunum þeirra myndi lækka um allt að tíu prósent. Síðar um daginn viðurkenndu þeir þó að ekki mætti útiloka með öllu að einhverjum verslunum yrði lokað eða fermetrum þeirra fækkað. Það ylti á því hvaða afstöðu sam- keppnisyfirvöld tækju til samrunans. Greinendur telja ekki ósennilegt að yfirvöld  muni setja  samrunanum þau skilyrði að sameinað félag selji tilteknar verslanir og veiki þannig markaðsstöðu sína. Breska samkeppniseftirlitið sagði á mánudag að líklegt væri að það tæki kaupin til skoðunar. Fyrst yrði rætt við forsvarsmenn mat- vörukeðjanna og í kjölfarið hæfist formleg rannsókn. Keðjurnar hafa þegar beðið eftirlitið um að hraða rannsókninni. Eru vonir bundnar við að yfirtakan gangi að fullu í gegn haustið 2019. „Yfirtakan gæti auðveldlega farið út um þúfur ef CMA [breska sam- keppniseftirlitið] heldur sig við sínar gömlu reglur og mælikvarða,“ segir Bruno Monteyne, greinandi hjá eignastýringarfyrirtækinu Bernstein. Samkvæmt útreikningum Patrick O’Brien, rannsóknarstjóra hjá Glo- balData, gæti sameinað félag þurft að selja í það minnsta 75 verslanir. „Ég vona að þeir hafi fengið góða lögfræðilega ráðgjöf,“ segir stór hluthafi í Sainsbury í samtali við Financial Times, og vísar til stjórn- enda félagsins. „Þeir telja greinilega að kaupin fái að ganga í gegn. Maður myndi halda að fyrirtækin hefðu farið rækilega yfir öll samkeppnis- legu álitamálin.“ Stærsti hluthafi Sainsbury, fjár- festingarsjóður Katars, sem fer með 22 prósenta hlut í matvörukeðj- unni, hefur sagst styðja yfirtökuna. Bregðast við breyttu umhverfi Sérfræðingar telja að með kaupunum séu matvörukeðjurnar að leita leiða til þess að bregðast við aukinni sam- keppni, til dæmis frá þýsku lágvöru- verðskeðjunum Aldi og Lidl og ekki síður netverslunum eins og Ama- zon, sem og breyttri kauphegðun neytenda. Nokkrir benda á að bresk samkeppnisyfirvöld hafi hingað til leyft fyrirtækjum á smá- og heild- sölumarkaði að bregðast við breyttu umhverfi með sameiningum. Þann- ig keypti Sainsbury verslanakeðjuna Argos árið 2016 og Tesco, sem er stærsta matvörukeðja Bretlands, festi kaup á heildsalanum Booker í fyrra. Fyrrverandi starfsmaður breska samkeppniseftirlitsins segir hins vegar í samtali við Reuters að for- svarsmenn Sainsbury og Asda megi ekki draga of víðtækar ályktanir af niðurstöðu eftirlitsins í umræddum samrunamálum. Samruni Sainsbury og Asda sé einfaldlega af annarri stærðargráðu. Samkeppnislegu álita- málin sem þau skapi skipti tugum. Sameinað félag verður, eins og áður sagði, stærsta matvörukeðja Bret- lands með meiri markaðshlutdeild en Tesco. David Tyler, stjórnarformaður Sainsbury, mun gegna stjórnarfor- mennsku í sameinuðu félagi og Mike Coupe, forstjóri Sainsbury, mun stýra daglegum rekstri þess. „Þetta er stórt tækifæri til þess að búa til nýtt og sterkt afl í breskri verslun,“ sagði Coupe. „Ég starfaði fyrir Asda áður en ég fór til Sainsbury, þekki menninguna og reksturinn vel og trúi því að fyrirtækin passi vel saman.“ Fraser McKevitt, sérfræðingur hjá greiningarfyrirtækinu Kantar Worldpanel, segir að hægt sé að líta á kaupin sem vendipunkt á breskum matvörumarkaði. Sameinað félag gæti „gjörbreytt“ landslaginu. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins hefur nokkuð hægst á söluvexti Sains- bury og Asda undanfarna mánuði samanborið við vöxt helstu keppi- nauta þeirra. Þannig jókst sala aðeins um 0,2 prósent hjá Sainsbury og 1,4 prósent hjá Asda á síðustu tólf vikum. Til samanburðar var vöxturinn 2,1 prósent hjá Tesco og 2,2 prósent hjá Wm Morrison, fjórðu stærstu mat- vörukeðju Bretlands.  Á sama tíma stórjókst sala þýsku lágvöruverðs- verslananna Aldi og Lidl, sem hafa haslað sér völl í landinu, um allt að níu prósent. Sainsbury gæti þurft að selja verslanir Breskir þingmenn óttast að yfirtaka Sainsbury á keppinautinum Asda muni leiða til uppsagna starfsfólks. Sameinað félag verður stærsta matvörukeðja Bretlands. Samkeppnisyfirvöld gætu sett samrunanum þau skilyrði að sameinað félag selji tilteknar verslanir. Sameinað félag Sainsbury og Asda verður stærsta matvörukeðja Bretlands með um þriðjungshlutdeild. Ekki er búist við því að samkeppnisyfirvöld komi í veg fyrir samrunann en þau gætu sett honum ströng skilyrði. NordicpHotoS/GEtty Samrunar fyrir 120 milljarða dala á mánudag Tilkynnt var um samruna og yfirtökur fyrir meira en 120 milljarða dala, jafnvirði um 12.112 milljarða króna, síðastliðinn mánudag. Samkvæmt gögnum frá Dealogic nemur heildarvirði samruna á árinu um 1.700 milljörðum dala en upphæðin hefur aldrei áður verið hærri á þessum tíma ársins. Í frétt Financial Times segir að aukningin í samrunum og yfirtökum sé drifin áfram af háu hlutabréfaverði, ódýru lánsfé og myndarlegum hagvexti á heimsvísu. Tilkynnt var um óvenjumarga stóra samruna í upphafi vikunnar. Til viðbótar við yfirtöku Sainsbury á Asda samþykkti stjórn bandaríska fjar- skiptarisans T-Mobile að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir 59 milljarða dala, en viðskiptavinir sameinaðs félags verða yfir 127 milljón talsins. Auk þess var tilkynnt um 36 milljarða dala yfirtöku olíuhreinsunar- risans Marathon Petroleum á keppinautinum Andeavor, en kaupin eru þau verðmætustu í olíugeiranum í yfir tvö ár. „Það er meira í vændum,“ segir Lee Le Brun, framkvæmdastjóri hjá Rotschild-bankanum. „Það eina sem gæti komið í veg fyrir frekari sam- runa væri eitthvað utanaðakomandi eða pólitískt áfall. En svo lengi sem tónlistin hljómar mun dansinn duna.“ 15 milljarðar punda verður markaðsvirði sameinaðs félags Sainsbury og Asda. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 5M I Ð V I K U D A G U R 2 . M A í 2 0 1 8 mArkAðurinn 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -7 C 1 4 1 F A 4 -7 A D 8 1 F A 4 -7 9 9 C 1 F A 4 -7 8 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.