Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 30
Olíuverð ekki hærra í fjögur árSkotsilfur Af hverju mannauðsstjórar eigi sæti í framkvæmdastjórn? Aldrei fyrr hefur samkeppnin um vinnuaflið verið meiri en nú og hún á einungis eftir að aukast. Þess vegna þurfa fyrirtæki og stofnanir að skapa vinnuumhverfi fyrir starfsmenn þar sem ríkir traust, þeir hlakka til að mæta í vinnu, finna að gerðar eru kröfur um árangur, fá rétta þjálfun og þróun, hafa sjálfstæði til ákvörðunartöku, njóta stuðnings frá stjórnendum, sýndur er áhugi og borin er virðing fyrir þeim sem manneskjum. Fjölmargar rann- sóknir staðfesta tengslin á milli þess að því hærra sem fyrirtæki skora í þessum þáttum því meiri er fjár- hagslegur ávinningur fyrirtækisins. Það er því til mikils að vinna og í þessum fyrirtækjum er einnig mun lægri starfsmannavelta. Mannauðsstjórar eru ábyrgir fyrir því að fyrirtæki séu með rétt- an mannauð til að ná þeim mark- miðum sem fyrirtæki hafa sett sér. Í leiðandi fyrirtækjum eru það mann- auðsstjórar sem hafa veg og vanda af að byggja upp heildarmenningu fyrirtækisins og skapa þar með fyrir- myndarfyrirtæki sem laðar að, held- ur í og þróar frábæra starfsmenn. Það er á herðum mannauðsstjóra að bera kennsl á og mæla hvaða þættir stuðla að þeirri menningu sem sóst er eftir og skapa um leið þær niður- stöður sem stefnt er að. Allir stjórnendur með mannafor- ráð eru ábyrgir fyrir þremur lykil- þáttum; fjárhag, kjarnastarfsemi og mannauð. Á fyrsta fundi mánaðar kemur framkvæmdastjórn fyrir- tækisins saman og fer yfir lykilmæli- kvarða mánaðarins frá hverju sviði fyrir sig. Þar kynna framkvæmda- stjórar allra sviða sínar tölur, svo sem sölusviðs, framleiðslusviðs, fjármálasviðs og sjá hvernig þær hafa áhrif hver á aðra og hvort áætlun standist. Þá er mikilvægt að fá niðurstöður mannauðssviðs, það er upplifun starfsmanna á mikil- vægustu þáttum í umhverfi þeirra til að bera saman við önnur svið og sjá um leið hvort vinnustaðurinn sé að ná markmiðum sínum með þann mannskap sem þar starfar. Upplifun starfsmanna er mæld til dæmis með HR Monitor mannauðsmælinga- kerfinu sem mælir upplifun starfs- manna og breytir í tölur fyrir fyrir- tækið sem heild, hvert og eitt svið, hverja og eina deild og sýnir um leið hvernig hver og einn einasti stjórn- andi er að standa sig. Þannig er hægt að sjá strax hvar er verið að gera vel og hvar þarf að bregðast við. Með þessar mikilvægu upplýsing- ar eiga mannauðsstjórar sannarlega sæti í framkvæmdastjórn. Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Ceo Huxun, og FKA-félagskona Frá árinu 2016 hafa íslensk stjórnvöld lagt höft á inn-streymi erlends fjármagns til landsins í tengslum við fjár-festingar útlendinga í skulda- bréfum og innstæðum á bankareikn- ingum. Höftin birtast í skyldu þeirra til að binda fyrst 40% af slíkri fjárfestingu á vaxtalausan reikning í heilt ár. Það dettur þeim auðvitað ekki í hug að gera. Höftin skrúfa því í reynd fyrir slíkt inn- streymi frá erlendum fjárfestum. Mismunun af þessu tagi er bönnuð með lögum. Leiðir það af EES-samn- ingnum, sem var lögfestur hér á landi árið 1993. Í 40. grein samningsins segir: „[...] skulu engin höft vera milli samn- ingsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mis- munun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjár- festingar.“ Við tilteknar aðstæður er hægt að víkja frá þessari meginreglu samn- ingsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Þetta gerðu íslensk stjórnvöld í kjöl- far hrunsins árið 2008. Slík frávik eru meðal annars heimil ef aðildarríki stríðir við greiðsluvanda gagnvart útlöndum eða alvarleg hætta er á að slíkur vandi skapist. Sú staða var uppi fyrir áratug, en sömu sjónarmið eiga ekki lengur við. Alvarleg hætta á greiðsluvanda? Íslensk stjórnvöld halda því hins vegar enn fram í samskiptum við eftirlits- stofnun EFTA (ESA), sem annast eftirlit með því að reglum EES-samningsins sé fylgt, að skilyrði fyrir undanþágu frá þessu frelsi séu uppfyllt. Að enn sé alvar- leg hætta á að Ísland lendi í greiðslu- vanda við útlönd verði innflæðishöftum aflétt. Á sama tíma halda íslensk stjórn- völd aftur á móti hinu gagnstæða fram gagnvart öllum öðrum, jafnt inn á við sem á opinberum vettvangi. Eftir reynsluna af hruninu skipuðu íslensk stjórnvöld svonefnt fjármála- stöðuleikaráð og því til ráðgjafar svo- kallaða kerfisáhættunefnd. Í ráðinu sitja fjármálaráðherra, seðlabanka- stjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Frá því innflæðishöftin voru innleidd á árinu 2016 hefur aldrei verið minnst á það í fundargerðum ráðsins, þar sem greinargerðir kerfisáhættunefndar eru til umfjöllunar, að hætta sé á alvar- legum greiðsluvanda gagnvart útlönd- um. Þvert á móti segir til dæmis í slíkri umfjöllun í fundargerð ráðsins af fundi þess 9. október síðastliðinn: „Mat á stöðunni nú gefur ekki tilefni til þess að telja að fjármálastöðugleika sé með einhverjum hætti ógnað.“ Engin ógn, staðan aldrei betri Stjórnvöld hafa undanfarið tekið marg- sinnis djúpt í árinni um góða stöðu efnahagsmála á Íslandi. Hún hafi eigin- lega aldrei verið betri. Þannig sagði til dæmis sérstaklega í tilkynningu fjár- málaráðuneytisins hinn 19. desember 2016, í kjölfar fundar fjármálastöðug- leikaráðs: „Erlend staða þjóðarbúsins er hin hagstæðasta í sögu landsins svo langt sem sambærileg gögn ná og með því hagstæðara sem gerist meðal þróaðra ríkja.“ Staðan hefur lítið versnað síðan þá. Ef marka má viðbrögð erlendis er hún almennt talin góð. Eftir að lánshæfis- mat ríkissjóðs hjá Fitch var hækkað í desember síðastliðnum gaf íslenska ríkið út 500 milljóna evra skuldabréf, sem seðlabankar og fagfjárfestar í Evr- ópu keyptu. Sagði fjármálaráðherra af því tilefni: „Þessi útgáfa markar tíma- mót en ríkissjóður hefur aldrei tekið lán á hagstæðari kjörum.“ Fólki er vorkunn að klóra sér í höfð- inu. Að íslensk stjórnvöld ríghaldi í þá afstöðu gagnvart ESA að innflæðis- höft séu nauðsynleg vegna alvarlegrar hættu á greiðsluvandræðum við útlönd á sama tíma og þau segja við alla aðra, að allt sé í blóma. Ráða má af sjónarmiðum sem for- svarsmenn seðlabankans hafa undan- farið sett fram í ræðu og riti, að ástæðan fyrir þessum tvískinnungi sé sú, að stjórnvöldum þyki þægilegt að geta beitt höftunum – og kallað þau fjár- streymistæki – til að fínstilla stefnu sína í peningamálum. Það er hins vegar andstætt EES-samningnum, hvað sem kann að vera í tísku við stjórn pen- ingamála. Slík höft má bara innleiða ef alvarlegur vandi steðjar að. Í eðlilegu árferði verður að nota önnur tæki við framkvæmd peningastefnu hér á landi. Nema auðvitað íslensk stjórnvöld telji ómögulegt að reka sjálfstæða pen- ingastefnu, jafnvel á tímum þegar staða þjóðarbúsins er eins og hún best getur orðið, án eilífrar undanþágu frá megin- reglum EES-samningsins. Að rekstur eigin peningastefnu á grundvelli íslensku krónunnar skapi á hverjum tíma alvarlega hættu á greiðsluvanda við útlönd. Er það afstaða íslenskra stjórnvalda? Og hver er þá orðin staða og þýðing EES-samningsins? Undrun vekur að ESA hafi ekki brugðist við. Innflæðishöft brjóta gegn EES Verð á Brent-hráolíu fór í síðustu viku yfir 75 dali á fatið og hefur það ekki verið hærra í fjögur ár. Olíuverð hefur hækkað skarpt undanfarið en hækkunin nemur allt að 20 prósentum frá því í febrúar. Hækkunin hefur einkum verið rakin til samkomulags OPEC-ríkjanna um að draga úr fram- boði á olíu en einnig er talið að frekari viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran geti dregið enn frekar úr framboðinu. FréttAblAðið/EPA birgir tjörvi Pétursson lögmaður 70 milljarða virði? Þegar umræðan um sölu ríkisins á hlut sínum í Arion banka stóð sem hæst fyrr á árinu fóru margir stjórnmálamenn mikinn. Misgáfuleg ummæli voru látin falla og mátti um tíma halda að sumir legðu sig sérstak- lega fram um að rugla umræðuna sem mest. Það á til dæmis við um þau orð Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, að Valitor, dótturfélag Arion banka, væri 60 til 70 milljarða virði. Ekki er nokkur leið að skilja hvernig Gunnar Bragi gat reiknað sig til þeirrar niðurstöðu en EBITDA félagsins var neikvæð um 650 milljónir í fyrra. Fari undir 10 prósent Óvíst er hvort og hve- nær kaup Haga á Olís ganga í gegn eftir að Samkeppniseftirlit- ið neitaði að fallast á tillögur Haga, sem Finnur Árnason stýrir, að skilyrðum sem kaupunum yrðu sett. Líklegt er talið að eftirlitið vilji setja kaupunum ströng skilyrði sem felast meðal annars í því að tak- marka atkvæðarétt lífeyrissjóða, sem eru stærstu eigendur félaganna, við val á stjórnarmönnum. Þá er jafnframt sá orðrómur á kreiki að samkeppnisyfir- völd æski þess að lífeyrissjóðirnir LSR, sem á 14 prósent í Högum, og Gildi, sem á 13 prósent, minnki eignarhlut sinn niður fyrir 10 prósentin. Til fjölmiðla- nefndar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi oddviti Viðreisnar í Norð- vesturkjördæmi, hefur verið ráðinn tímabundið sem verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd. Er Gylfa ætlað að afla gagna og leggja mat á tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarek- inna fjölmiðla sem birtar voru í janúar síðastliðnum. Búist er við því að fyrstu hugmyndir fjölmiðlanefndar liggi fyrir í byrjun sumars. Mennta- málaráðuneytið hyggst móta tillögur að bættu rekstrarumhverfi fjölmiðla á grundvelli tillagna nefndarinnar sem og vinnu Gylfa og fjölmiðlanefndar. Nefndin lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsinga- markaði. 2 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R6 markaðurinn 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 4 -8 1 0 4 1 F A 4 -7 F C 8 1 F A 4 -7 E 8 C 1 F A 4 -7 D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.