Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Það er því mikið þjóð- þrifamál að vel takist til og ef svo á að verða þurfum við að vera meðvituð um að tileinka okkur þessa nýjung og styðja vel við framtakið með ráðum og dáð. Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. 569 6900 8–16www.ils.is Hvernig upplifir almenningur leigumarkaðinn? Íbúðalánasjóður stendur fyrir opnum fundi þar sem niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar verða kynntar. Tíu þúsund nýir leigjendur hafa bæst við leigumarkaðinn frá árinu 2011 og er ekkert útlit fyrir að hann minnki á næstunni. Hvernig er hagur leigjenda samanborið við aðra hópa á húsnæðismarkaði? Hvernig virka stofnframlögin sem Íbúðalánasjóður úthlutar? Fundurinn er í dag, miðvikudaginn 2. maí, kl. 12:00-12:45 í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21. Boðið verður upp á léttar veitingar. Það er auðvitað margsinnis búið að gefa út dánarvottorð á íslenskuna fram í tímann. Fullyrða að hún muni visna upp og hverfa inn í söguna á kostnað enskunnar. Falla fyrir hendi upplýsingatækni og afþrey-ingar í sjónvarpi, tölvum og símum. En samt er hún þarna enn, þraukar í munni þeirra sem þrjóskast við, forsenda þess að við skiljum hvert annað, hver við erum og hvaðan við komum. Það er umfram allt hún sem gerir okkur að þjóð. Síðustu ár og áratugir hafa óneitanlega ekki verið þrautalaus. Það er sótt að íslenskunni úr ótal áttum en það eru líka fjölmargir sem koma henni til varnar og auðga hana á hverjum degi. Þar má nefna kvik- myndagerðarfólk, rithöfunda, tónlistarmenn, leikara, bókaútgefendur og fleiri mætti vissulega tiltaka en allt á þetta varnarafl það sameiginlegt að vera skapandi. Að segja sögur og syngja söngva á íslensku, lyfta þann- ig tungumálinu í stöðugt nýjar hæðir og miðla því til allra sem tala og vilja tala íslensku. Það er lykillinn að lífi íslenskunnar og án þessa sköpunarkrafts er hætt við að illa fari. Það er því fagnaðarefni þegar fram koma nýjar leiðir fyrir almenning til þess að meðtaka íslenskuna og allar þær bókmenntir sem eru skapaðar með henni á hverju ári. Fyrir nokkrum vikum hélt innreið sína á íslenskan markað hljóðbókaveitan Storytel, með nokkur hundruð titla á íslensku og reyndar einn- ig yfir 30 þúsund titla á ensku. Í síðustu viku gaf svo bókaútgáfan Forlagið út nýtt hljóðbókar-app sem kemur til með að gera fólki kleift að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra útgefanda í símum og öðrum snjall- tækjum. Í þessu er fólgið gríðarlegt sóknarfæri fyrir bókmenntir í landinu og þar með íslenskuna því með þessum nýjungum opnast neytendum ný leið að því að njóta þess sem okkar færu rithöfundar, þýðendur og lesendur hafa að bjóða. Þessu ber að fagna vegna þess að góðar hljóðbóka- veitur geta komið sem allt að því hrein viðbót inn á bókamarkaðinn og eflt hann til muna á komandi árum. Þessi nýja leið við miðlum bókmennta til fólks á öllum aldri gæti líka orðið til þess að styðja myndar- lega við viðhald, verndun og þroska íslenskunnar. Hér er til að mynda frábært tækifæri til þess að höfða sér- staklega til yngri kynslóðanna þar sem enskan hefur herjað hvað harðast. Það er því mikið þjóðþrifamál að vel takist til og ef svo á að verða þurfum við að vera meðvituð um að tileinka okkur þessa nýjung og styðja vel við framtakið með ráðum og dáð. Til þess að þetta gangi allt saman upp er líka bráð- nauðsynlegt að gæta þess að höfundarréttur sé virtur og að viðkomandi listamenn fái greitt í samræmi við notkun. Að auki þarf að gæta þess að veiturnar geti boðið frambærilegt úrval á íslensku fyrir alla aldurs- hópa, því gott aðgengi að góðum bókum er lykilatriði í því að skapa íslenskunni lífvænlegt umhverfi. Það er því mikilvægt fyrir hið opinbera að bregðast nú fljótt við og sækja fram með bókmenntunum og íslenskunni en ekki ætla að bregðast við þegar allt er komið í óefni. Sóknarfæri Í velferðarmálum ræðum við oft um hvernig eigi að bregðast við vanda sem þegar er til staðar. En getur samfélagið gripið fyrr inn með aðstoð? Erum við að leggja nægilega áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun með sérstakri áherslu á að styrkja fjölskyldur og börn í áhættu? Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. Ráðherrar mála- flokka sem bera ábyrgð á málasviðum sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra, sveitarfélög, grunnskóli, heilbrigðisþjónustan, barnavernd, frjáls félagasamtök o.fl. þurfa að koma að þessari umræðu. Við þurfum að stefna að þverpólitískri nálgun og sátt. Samþætta þarf þjónustu ólíkra aðila og auka samfellu svo hún sé betur sniðin að þörfum barna. Þessi vinna verður formlega sett af stað með ráð- stefnu 8. maí næstkomandi, þar sem hugsunin er að fá sem flesta að borðinu. Yfirskriftin er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Þar verður unnt að hlýða bæði á innlenda og erlenda fyrirlesara auk þess sem ætlunin er að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábend- ingar um forgangsröðun. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is. Í framhaldinu verður skipaður stýrihópur sem fer með það hlutverk að halda utan um vinnuna í þverpólitísku samráði og með aðkomu þeirra sem koma að málefnum barna. Í þeirri vinnu þurfum við að leyfa okkur að hugsa „út fyrir rammann“ horfa til breyttrar nálgunar í veitingu þjónustu, mögulegra kerfisbreytinga, sameininga á þjónustu- tilboðum og leggja enn meiri áherslu á snemm- tæka íhlutun og samfellu í þjónustu. Ég tel mikilvægt, fyrir börnin okkar og sam- félagið í heild, að við náum fram breytingum. Í þeirri vinnu skipta öll sjónarmið miklu máli og þess vegna viljum við fá þig að borðinu 8. maí næstkomandi. Börnin okkar – 8. maí Ásmundur Einar Daðason félags- og jafn- réttismálaráð- herra Vika langur tími í pólitík Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráð- herra, gerði það sem engum ráðherra hefur tekist á síðustu árum í ráðherrastól, að leggja fram frumvarp um lögfestingu NPA fyrir fatlaða einstaklinga, og fá það samþykkt sem lög frá Alþingi. Þennan árangur hefði hann getað nýtt út árið til að auka vinsældir sínar og styrkja stöðu sína innan ríkis- stjórnarinnar og innan Fram- sóknarflokksins. Aftur á móti hefur honum tekist á einhvern undraverðan hátt að láta mál forstjóra Barnaverndarstofu snúast um sjálfan sig og eigin embættisfærslur. Það hlýtur að vera einn mesti afleikur síðari ára í íslenskri pólitík. Hnúturinn hertur Ljósmæður og ríkið virðast seint ætla að ná saman í viðræðum um kaup og kjör stéttarinnar. Þessar konur hafa árangurslaust reynt að fá kjör sín bætt svo mánuðum skiptir. Er nú svo komið að enginn samningur er í gildi um heima- vitjanir ljósmæðra. Heldur voru nú kaldar kveðjurnar frá hinu opinbera í gær þegar ljós- mæðrum barst bréf um að þær hafi ekki val um hvort þær ynnu yfirvinnu eða ekki. Síst verður það til að liðka fyrir samningum ef neyða á stéttina til að vinna yfirvinnu í óþökk hennar. sveinna@frettabladid.is 2 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R10 s K o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 0 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 4 -4 A B 4 1 F A 4 -4 9 7 8 1 F A 4 -4 8 3 C 1 F A 4 -4 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.