Fréttablaðið - 03.05.2018, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 3 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 3 . M A Í 2 0 1 8
K R I N G L U
K A S T
20–50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
3.–7. MAÍ
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Eiríkur Rögnvaldsson
fjallar um stöðu íslenskunnar. 18
SPORT Pepsi-deild kvenna hefst í
kvöld með stórleik. 12
MENNING Listahátíðin List án
landamæra hefst í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag. 30
PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Rekstur Hörpu er
mikið ræddur.
KJARAMÁL Þjónustufulltrúa í Hörpu
ofbauð svo frétt af launahækkun
forstjóra Hörpu í fyrra, sem Frétta-
blaðið greindi frá í gær, að hann fór
rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er
að hann og samstarfsfólk hans tók á
sig verulega launalækkun hjá Hörpu
um áramótin.
„Ég veit ekki til þess að aðrir en
þjónustufulltrúarnir hafi verið
lækkaðir í launum, sem nota bene
eru lægst launuðu starfsmenn húss-
ins,“ segir Örvar Blær Guðmunds-
son, námsmaður og fyrrverandi
þjónustufulltrúi í Hörpu.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að Svanhildur Konráðsdóttir,
forstjóri Hörpu, fékk 20 prósenta
launahækkun síðastliðið sumar.
Svanhildur skrifar grein í Frétta-
blaðið í dag þar sem hún fjallar um
rekstur hússins.
„Við höfum þrátt fyrir áskoranir
náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta
ári. Það tókst með samstilltu átaki
alls starfsfólks sem hefur velt við
hverjum steini í leit að tækifærum,“
segir Svanhildur í greininni.
– smj / sjá síður 4, 16
Stjórinn hækkar
en aðrir lækka
10,1%
20,9%
8,7%
7,4%9,5%
28,9%
11,1%
STJÓRNMÁL Það stefnir í miklar
breytingar á bæjarstjórn Akureyrar,
samkvæmt niðurstöðum nýrrar
könnunar sem Fréttablaðið og
frettabladid.is hafa gert. Meirihluti
Samfylkingarinnar, Framsóknar-
flokksins og L-listans myndi falla ef
kosið væri í dag. .
Samkvæmt niðurstöðunum
yrði Sjálfstæðisflokkurinn stærsti
flokkurinn í bæjarstjórninni. Fylgi
Sjálfstæðisflokksins mælist tæplega
29 prósent. Næstur kemur L-listinn,
sem einnig er myndaður af fólki úr
Viðreisn og Bjartri framtíð. Hann er
með tæplega 21 prósent. VG kemur
síðan með 11 prósent og Fram-
sóknarflokkurinn með 10 prósent.
Þá fengi Samfylkingin tæplega 10
prósenta fylgi, Miðflokkurinn tæp-
lega níu prósent og Píratar rúm sjö.
Útkoma Miðflokksins í könnun-
inni vekur sérstaka athygli, sé horft
til þess að flokkurinn hefur ekki enn
tilkynnt hvort hann muni bjóða
fram lista á Akureyri og þaðan af
síður hvaða menn myndu skipa
listann.
Í bæjarstjórn Akureyrar sitja ell-
efu fulltrúar. Ef niðurstaða kosning-
anna 26. maí yrði í takti við könn-
unina fengi Sjálfstæðisflokkurinn
fjóra kjörna fulltrúa í bæjarstjórn,
L-listinn fengi tvo.
VG, Framsóknarflokkurinn, Sam-
fylkingin, Píratar, og Miðflokkurinn
fengju svo einn mann kjörinn hver.
Þessi niðurstaða myndi þýða
að bæjarstjórnin tæki miklum
breytingum eftir kosningar. Í kosn-
ingunum fyrir fjórum árum fékk
Sjálfstæðisflokkurinn þrjá menn
kjörna, L-listinn fékk tvo menn,
Samfylkingin fékk tvo menn, Fram-
sóknarflokkurinn tvo, VG fékk einn
mann og Björt framtíð, sem þá bauð
fram sérlista, fékk einn mann. Sam-
fylkingin, L-listinn og Framsókn
mynduðu meirihluta
Hringt var í 930 manns með lög-
heimili á Akureyri þar til náðist í
809 samkvæmt lagskiptu úrtaki
2. maí. Svarhlutfallið var 87 pró-
sent. Þátttakendur voru valdir með
slembiúrtaki úr þjóð skrá. Svarendur
skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfalls-
lega eftir aldri. Alls tók 49,1 pró-
sent þeirra sem náðist í afstöðu til
spurningarinnar. Þá voru 13,1 pró-
sent sem sögðust ekki ætla að kjósa
eða ætla að skila auðu, 22,4 prósent
sögðust óákveðin og 15,4 prósent
vildu ekki svara spurningunni.
– jhh / sjá síðu 6
Miklar breytingar eru í
vændum á Akureyri
Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar myndi kolfalla ef sveitarstjórnarkosningar
færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og fretta
bladid.is gerðu. Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna og Llistinn fengi tvo.
✿ Könnun gerð
2. maí 2018
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og frambjóðandi Íslands í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, mætti fyrir velferðarnefnd
Alþingis í gær. Bragi hefur legið undir ásökunum um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill úttekt á störfum sínum. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
0
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
A
7
-E
3
8
C
1
F
A
7
-E
2
5
0
1
F
A
7
-E
1
1
4
1
F
A
7
-D
F
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K