Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 8
AKUREYRI Á Akureyri heyrir til undan tekninga að sami meirihluti haldi velli og starfi í átta ár. Sama verður uppi á teningnum ef úrslit kosninganna í lok maí verða í sam- ræmi við skoðanakönnun Frétta- blaðsins og frettabladid.is. Eiríkur Björn Björgvinsson, sem var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri, hefur enn fremur sagt að hann sækist ekki eftir því að verða bæjarstjóri næstu fjögur árin. Munu Akureyringar því að öllum líkindum fá nýjan meirihluta í vor auk nýs bæjarstjóra. Sókn í atvinnumálum Eyfirðinga skiptir Akureyringa miklu máli og þar hefur oft á tíðum verið mikilvægt að raforkuflutningar verði tryggðir inn á svæðið. Nokkrir oddvitar töluðu um það hversu mikilvægt það væri að rödd Akureyrar heyrðist í umræð- unni og að næsta bæjarstjórn yrði öfl- ugur málsvari atvinnulífs á svæðinu. Dagvistunarmál og málefni eldri borgara eru þau mál sem brenna á oddvitum flokkanna á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á næsta kjörtímabili er mikilvægt að sækja fram á ýmsum sviðum en bæjar- sjóður stendur ágætlega eftir uppgang ŠKODA Octavia G-Tec Listaverð: 3.350.000 kr. Afsláttur: -360.000 kr. Sumarverð: 2.990.000 kr. ŠKODA Fabia Listaverð: 2.230.000 kr. Afsláttur: -240.000 kr. Sumarverð: 1.990.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ŠKODA OCTAVIA OG FABIA Á SNILLDARLEGU SUMARTILBOÐI! Nú bjóðum við takmarkað magn valdra bíla frá ŠKODA á frábæru tilboðsverði. Stundum þarf maður ekki að hugsa sig tvisvar um – gríptu þetta einstaka tækifæri og náðu þér í nýjan ŠKODA á snilldarverði. Hlökkum til að sjá þig! 5 á ra á by rg ð fy lg ir f ól ks bí lu m H E K LU a ð up pf yl lt um á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d Kíktu á hekla.is/skodasu mar og sjáðu öll sumartilboðin ! Šumarverð ŠKODA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Akureyri Framboðslistar á Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn 1. Gunnar Gíslason 2. Eva Hrund Einarsdóttir 3. Þórhallur Jónsson 4. Lára Halldóra Eiríksdóttir Vinstri græn 1. Sóley Björk Stefánsdóttir 2. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir 3. Edward H. Huijbens 4. Inga Elísabet Vésteinsdóttir Framsóknarflokkurinn 1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson 2. Ingibjörg Isaksen 3. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir 4. Tryggvi Már Ingvarsson Samfylkingin 1. Hilda Jana Gísladóttir 2. Dagbjört Pálsdóttir 3. Heimir Haraldsson 4. Unnar Jónsson Píratar 1. Halldór Arason 2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir 3. Hans Jónsson 4. Sævar Þór Halldórsson L-listinn 1. Halla Björk Reynisdóttir 2. Andri Teitsson 3. Hildur Betty Kristjánsdóttir 4. Þorgeir Finnsson Meirihlutinn fallinn á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. Úrslit sveitarstjórnar- kosninga 2014 Framsókn 2 fulltrúar 14,2% Sjálfstæðisflokkur 3 fulltrúar 25,8% L-listinn 2 fulltrúar 21,2% Samfylkingin 2 fulltrúar 17,6% Björt framtíð, 1 fulltrúi 9,4% Íbúar á Akureyri 1. janúar 2014 18.103 1. janúar 2018 18.787 Skuldir á hvern íbúa 1.293.260 kr. Skuldahlutfall nú* 106 % Skuldahlutfall árið 2014 116% *Samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Vinstri græn, 1 fulltrúi 10,5% í íslensku efnahagslífi síðustu árin. Þrír flokkar mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, Samfylkingin, L-listi og Framsóknarflokkurinn, og hefur nokkuð mætt á þeim meiri- hluta. Umræður urðu um vaná- ætlaðar framkvæmdir, svo sem við endurbætur á sundlaugarsvæði Sund- laugar Akureyrar og uppbyggingu við Listasafnið á Akureyri, sem kostuðu að endingu meira en áætlað var í upphafi. Einnig var leikskólaplássum fækkað á kjörtímabilinu á tíma þegar vantaði leikskólapláss sem olli tölu- verðum titringi meðal fjölskyldufólks í bænum. Allir oddvitar til bæjarstjórnar leggja áherslu á leikskólamál og að dagvistunarúrræði barna verði tryggð á Akureyri á næsta kjörtímabili með það að markmiði að brúa bil milli fæðingarorlofs foreldra og dagvist- unar á Akureyri. Fréttir birtust um að foreldrar ætl- uðu sér að flytja úr bæjarfélaginu þar sem þeir fengu ekki pláss fyrir börn sín í leikskólum. Umsóknum vegna barna sem fluttu til bæjarins fjölgaði mjög á skömmum tíma sem olli því að skortur varð á plássum. Leikskólastjórnendur hafa rætt við bæjaryfirvöld um að þétt sé setið í leikskólum bæjarins þar sem reynt var að koma sem flestum börnum að síðasta haust. Flugfélagið Super Break hóf milli- landaflug til Akureyrar síðasta vetur með ágætum árangri og áætla for- svarsmenn fyrirtækisins að halda því áfram næsta vetur. Oddvitar framboðanna til sveitarstjórnar- kosninga eru sammála um að það sé einnig eitt stóru málanna á næsta kjörtímabili að tryggja að Akur- eyrarflugvöllur sé í stakk búinn til að taka við millilandaflugi og þrýsta á hið opinbera að bæta aðstöðuna á vellinum. Aukin ferðaþjónusta á Akureyri kæmi sér vel fyrir bæjar- sjóð og væri einnig þjóðhagslega hagkvæm. 3 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 8 -2 3 B C 1 F A 8 -2 2 8 0 1 F A 8 -2 1 4 4 1 F A 8 -2 0 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.