Fréttablaðið - 03.05.2018, Page 16

Fréttablaðið - 03.05.2018, Page 16
Reykjavík er borg í nábýli við mikla náttúru. Innan borgarinnar eru merkar nátt- úruperlur sem ber að vernda. Við viljum að borgin verði sú grænasta í Evrópu. Til þess að svo megi verða þarf að ná tökum á loftmengun og svifryki. Annað mikilvægt atriði er að verja grænu svæðin í borginni með áþreifanlegum hætti. Við leggj- umst alfarið gegn því að byggð verði stórhýsi í Laugardal eins og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Við viljum standa vörð um Laugar- dalinn sem náttúruperlu og svæði til íþróttaiðkunar. Þess vegna viljum við breyta skipulaginu þannig að ekki verði farið í að byggja í Laugar- dal á grænum reitum. Annað og jafnvel stærra mál er að vernda Ell- iðaárdalinn, en hugmyndir hafa verið uppi um að leyfa byggingar þar. Við viljum að borgin setji sjálfri sér strangar skorður í þessum efnum og Elliðaárdalurinn fái að blómstra sem náttúru- og útivistarperla. Það er alltaf varasamt að leyfa fyrstu byggingarnar. Það er alltaf hætta á að svo komi fleiri á eftir. Þess vegna viljum við setja skýrar línur í þess- um efnum. Byggjum ekki í Elliðaárdal og Laugardal Eins og Central Park í New York hefur fengið að vera í friði viljum við tryggja að Laugardalurinn fái að vera griðastaður útvistar og grænna svæða. Líkt og griðasvæði í evrópskum borgum fá að vera í friði fyrir byggingaráformum viljum við tryggja verndun Elliðaárdalsins fyrir vilyrðum og úthlutunum fyrir nýjar byggingar. Að óbreyttu verða þessi svæði fyrir ágangi nýbygginga. Við viljum breyta þessari stefnu og gefa engan afslátt í þessum efnum. Verndum grænu svæðin í borginni og afstýrum því hægfara en endan- lega lestarslysi sem annars verður. Við höfum fylgst með því hvernig sögulegar byggingar hafa horfið í skuggann eða horfið alfarið í mið- borginni. Látum grænu svæðin njóta vafans og breytum þeirri stefnu sem nú er við stjórn. Breytum þannig borginni til hins betra. Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borginni Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmanna-félag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal ann- arra formála ritsins og hrósaði útgef- endum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeining- anna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppnis eftir litið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnu- lífsins áður. Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppn- iseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstak- lega teknir fyrir. Mál sem Samkeppnis- eftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rök- studdur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangur- inn sé annar en að efla heilbrigða sam- keppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaum- hverfis er skilgreining Samkeppnis- eftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórversl- unum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Sam- keppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um sam- runa matvöruverslananna Asda og Sainsbury’s vekja athygli í þessu sam- hengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðn- andi samkeppni frá alþjóðlegum risa- fyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lág- vöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Sam- keppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi – annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild. Samkeppnismál í ójafnvægi Ásta S. Fjeldsted framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Það er alltaf varasamt að leyfa fyrstu byggingarnar. Það er alltaf hætta á að svo komi fleiri á eftir. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi – annars vinnur það gegn tilgangi sín­ um og skerðir sam keppnis­ hæfni Íslands sem heild. Fólk sem greinist með krabba-mein og fer í krabbameins-meðferð glímir oft við fjöl- þættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félags- legum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingar- þjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veik- indanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikind- anna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæp- lega 1.600 Íslendingar með krabba- mein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabba- mein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálf- sögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvar- legum slysum eða gangast undir hjarta aðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal ann- ars hvað varðar greiningu og með- ferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabba- mein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi. Á síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endur- hæfingarmálum þessa hóps hér- lendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endur- hæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Mark- vissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætl- uninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofn- ana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endur- hæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir. Ávinningur endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda Sigrún Elva Einarsdóttir fræðslufulltrúi Krabbameinsfé- lags Íslands Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmda- stjóri Krafts Á sjö ára afmæli Hörpu tónlist-ar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á ný afstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, við- burðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistar- viðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíð- ir, markaðir, sýningar o.fl. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arki- tektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í sam- félagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferða- þjónustu og samfélags. Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagns- kostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteigna- gjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og end- urgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfsem- innar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síð- asta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkur- borgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðar- innar og með stuðningi hennar. Fram undan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu sam- tali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starf- semi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hafa heimsótt Hörpu – þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sann- kallaðri orkustöð og sterkri tákn- mynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starf- semin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfir- gnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amalegt veganesti inn í framtíðina. Rekstur Hörpu batnar – stefna mótuð til framtíðar Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu Verndum grænu svæðin í Reykjavík 3 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 7 -F 2 5 C 1 F A 7 -F 1 2 0 1 F A 7 -E F E 4 1 F A 7 -E E A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.