Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2018, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.05.2018, Qupperneq 28
Met Gala samkoman, einn allra stærsti tískuviðburður ársins, er haldin á fyrsta mánudegi maímánaðar og fer því fram 7. maí næstkomandi. Á Met Gala fara skærustu stjörnur samtím- ans út fyrir viðteknar venjur í tísku og láta sjá sig í framúrstefnulegum og frumlegum múnderingum sem vekja oft athygli og jafnvel stundum Met Gala 2018 á mánudag Tískuviðburðurinn Met Gala fer fram í New York næsta mánudag. Viðburðurinn vekur mikla athygli á hverju ári, en þar sýna stærstu stjörnur samtímans framúrstefnulega tísku og keppast um athygli. kátínu. Met Gala snýst nefnilega ekki einfaldlega um að líta sem best út, heldur um að fylgja ákveðnu þema á áhugaverðan hátt og nýta tækifærið til að vekja athygli með sérlega frum- legum klæðnaði. Met Gala heitir fullu nafni „The Costume Institute Gala at New York’s Metropolitan Museum of Art“ og er fjáröflunarsamkoma fyrir Metropolitan-listasafnið í New York. Samkoman var fyrst haldin árið 1948, svo hún á 70 ára afmæli í ár. Ásamt því að mæta til að gefa fé fá gestirnir að skoða nýjustu sýningu safnsins, sem er afhjúpuð þetta kvöld. Umsjónarmaður viðburðarins er Anna Wintour, sem hefur stjórnað honum síðan 1995. Henni til halds og trausts þetta árið eru þær Amal Clooney, Rihanna og Donatella Versace. Kaþólskt þema Þema samkomunnar kemur frá viðfangsefni sýningarinnar sem verður opnuð. Sýning ársins heitir „Heavenly Bodies: Fashion and the Catholic Imagination“ og snýst því um tísku sem tengist kaþólsku og kaþólsku kirkjunni gegnum aldirnar. Það er viðbúið að þetta þema verði nokkuð umdeilt og aldrei að vita nema einhverjir nýti tækifærið til einhverra pólitískra yfirlýsinga. Sýningin verður að öllum líkindum mikil veisla fyrir augað, en þar verður meðal annars hægt að sjá yfir 40 flíkur og aukahluti frá 15 ólíkum páfum sem eru í láni frá Vatíkaninu. Þetta er í fyrsta sinn sem Vatíkanið lánar slíka muni. Hver túlkar með sínu nefi Það er svo undir hverjum og einum komið hvernig þemað er túlkað. Það er til dæmis hægt að nota liti sem eru tengdir við kaþólsku kirkjuna, fá innblástur frá þekktum kaþólikkum eða vísa í kaþólsku með því að klæðast fötum sem eru hönnuð af kaþólikkum. Þemað er mjög opið. Met Gala snýst um að vekja athygli og umræðu með klæðnaði sínum, svo það eru margir spenntir að sjá hvernig aðaltískutáknin túlka þemað. Það er kannski mest eftir- vænting eftir að sjá Beyoncé, Lady Gaga og Rihönnu. Beyoncé mætti ekki í fyrra en kemur í ár og það er mikil eftirvænt- ing eftir því að sjá múnderinguna hennar. Lady Gaga hefur áður vakið athygli á Met Gala og það eru margir spenntir að sjá hennar túlkun á þema ársins. Svo er mikill áhugi á að sjá hverju Rihanna klæðist, ekki síst af því að hún er nú einn af skipu- leggjendum viðburðarins og hefur því væntanlega tækifæri til að gera eitthvað mjög sérstakt, en kjóllinn hennar á Met Gala 2017 vakti mikla athygli. Rihanna vakti mikla athygli með kjólnum sem hún klæddist á Met Gala í fyrra. NORDIC PHOTOS/ GETTY SUMARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI SUMARFRAKKAR frá kr. 18.900 - FISLÉTTIR DÚNJAKKAR frá kr. 19.900 Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.isLaugavegi 63 • Skipholt 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Opnum í dag kl. 13 nýja og glæsilega verslun í S ipholti 29b Bernharð Laxdal er umboðsaðili GERRY WEBER á Íslandi (sama verð og á hinum norðurlöndunum) ásamt mörgum öðrum þekktum vörumerkjum s.s. BETTY BARCLAY, CREENSTONE, CINZIA-ROCCA og JUNGE. GERRY WEBER 20-25% afsláttur Ýmis önnur opnunartilboð Glæsileg opnunar- tilboð Verið velkomin Skoð ið laxda l.is/y firhaf nir 20% afslá ttur a f völdu m stö ndum Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 8 -0 1 2 C 1 F A 7 -F F F 0 1 F A 7 -F E B 4 1 F A 7 -F D 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.