Fréttablaðið - 03.05.2018, Page 44

Fréttablaðið - 03.05.2018, Page 44
ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Amadeus borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is lakaðu á eð lö g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, ki pir og spe na g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartslá tur g Kvíði g Streita g Pi ringur Einke i agnesí skorts i t.i Allt fór á annan endann í lok fyrstu seríu Westworld og lítil hætta á að þær manneskjur, sem eru fastar í heimi þar sem byssuglöð vélmenni fara hamförum, eigi eftir að ríða hamingjusamar inn í sólarlagið. 3 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U RM E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð32 BÍÓ KVIKMYNDIR Avengers: Infinity War ★★★★★ Leikstjórar: Anthony Russo, Joe Russo Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Chris Evans, Zoe Saldana Avengers: Infinity War er lang stærsta og tilkomumesta Marvel- myndin til þessa enda er háskinn sem fylgir tryllta títaninum Thanosi slíkur að ekkert minna dugir en að smala saman hverri einustu ofur- hetju myndasögurisans; bæði úr The Avengers-bálkinum og hinum léttleikandi The Guardians of the Galaxy. Offramboðið á hetjunum er slíkt að hætta á ofhleðslu er yfir- þyrmandi en sú pattstaða er leyst haganlega með því að dreifa bar- áttunni á nokkra vígvelli og þeyta áhorfandanum síðan á milli staða með slíkum látum og djöfulgangi að mann sundlar á köflum. Allt gengur þetta næstum fullkomlega upp og við, heittrúað Marvel-fólkið, fáum allt sem við gátum óskað okkur út úr þessari stórveislu. Fyrir utan allt þetta er heilmikill Game of Thrones-fílingur í þessu og engin hetjan er óhult. Maður hefur á tilfinningunni strax frá fyrstu mín- útum að ekki muni þau öll komast lifandi frá þessum hildarleik og í raun eru þau öll bráðfeig. Það er því full ástæða til að hafa þungar áhyggjur af sínum uppá- haldshetjum og endirinn er slíkt rothögg að annað eins hefur ekki sést í mynd af þessu tagi frá upphafi. Biðin eftir seinni hálfleik að ári verður í besta falli óbærileg. – þþ NIÐURSTAÐA: Myndin er löðrandi í Marvel-húmor, notalegri væmni og stór- fenglegum bardagaatriðum. Mögnuð rúmlega tveggja og hálfrar klukku- stundar rússíbanareið um Marvel-heima og -geima. Sturlað stuð í ofurhetjustórveislu Tony Stark er í toppformi og ekki veitir af andspænis Thanosi. Meira á frettabladid.is Kapalsjónvarpsstöðin HBO á heiðurinn af mörgum bestu sjónvarpsþáttum síðustu tveggja áratuga og í raun hratt HBO af stað byltingu í gerð sjónvarps- þátta með The Sopranos 1999. Handrit, tónlist, leikur, klipp- ing og kvikmyndataka standast þegar best lætur, í kjölfar The Sopr- anos, allar kröfur hvíta tjaldsins. Aðdráttar afl þátta af þessu tagi er enda slíkt að HBO leyfir sér ítrekað að gera langt hlé á milli þáttaraða án þess að missa takið á áhorfendum. Westworld hóf göngu sína í október 2016 og skilið var við áhorf- endur á dramatískum hápunkti í desember. Og loksins, einu og hálfu ári síðar, er ballið í hinu vélræna villta vestri byrjað aftur. Westworld-þættirnir byggja á drungalegri framtíðarsýn leikstjór- ans og handritshöfundarins Mich- aels Crichton heitins sem sendi frá sér samnefnda kvikmynd 1973. Westworld sagði frá skemmti- garði sem bauð vel stæðu fólki upp á að upplifa villta vestrið í leik- mynd þar sem mannleg vélmenni voru höfð þeim til skemmtunar. Í boði var til dæmis að myrða þau og nauðga án afleiðinga. Kerfisvilla verður síðan til þess að vélmennin gera uppreisn, ganga af göflunum og slátra kúgurum sínum. Sama er uppi á teningnum í sjón- varpsþáttunum þar sem fyrstu þáttaröð lauk með einmitt þessum ósköpum. Ekkert vantar upp á spennuna og tilþrifin í leik og sögu- þræði en slagkraft sinn sækja þætt- irnir fyrst og fremst í þær knýjandi siðferðisspurningar sem þar eru settar fram. Er allt í lagi að drepa manneskju ef hún er ekki af holdi og blóði? Er bara sjálfsagt mál að sænga hjá vændiskonu ef hún er ekki raun- veruleg manneskja? Er venjuleg manneskja ekki illmenni ef hún fær sig til og nýtur þess að níðast á manneskju sem er ekki manneskja? Hvenær drepur maður mann? Því er ekki auðsvarað þegar Westworld stillir áhorfandanum upp við vegg. En á þeim tæknivæddu sýndarveru- leikatímum sem við lifum hafa allir gott af því að velta þessu fyrir sér á meðan þeir horfa á Westworld. thorarinn@frettabladid.is Meðal róna og véldóna í Arisóna Sýningar eru hafnar á ný á sjónvarpsþáttunum Westworld. Þætt- irnir sækja innblástur til 45 ára kvikmyndar. Bæði eru þeir hörku- spennandi og krefjandi siðferðislegar spurningar gefa þeim dýpt. 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 7 -F C 3 C 1 F A 7 -F B 0 0 1 F A 7 -F 9 C 4 1 F A 7 -F 8 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.