Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2018, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 03.05.2018, Qupperneq 46
3. maí 2018 Tónlist Hvað? Draumurinn – á leið á land- nemaslóðir Hvenær? 20.00 Hvar? Hallgrímskirkja Kammerkórinn Vokal nord frá Tromsö í Noregi syngur m.a. verk eftir: Grieg, Björn Anton Drage, Jan Sandström, Hjálmar H. Ragn- arsson, Jón Ásgeirsson og útsetn- ingar af norrænum þjóðlögum. Hvað? Shades of Greece Hvenær? 21.00 Hvar? Petersen svítan, Ingólfsstræti Í kvöld ætlar gríska hljómsveitin Shades of Greece að halda uppi stemningunni í Petersen svítunni. Grísku tónlistarmennirnir leika vinsæl grísk dægurlög og þjóðlög fyrir gesti svítunnar klukkan 21-23. Hvað? Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni – hádegistónleikar Hvenær? 12.00 Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík Flutt verður tónlist eftir franska tónskáldið Michel Legrand (1932), en hann er helst þekktur fyrir að semja söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Á efnisskránni eru meðal annars eftirtalin lög: What are you doing the rest of your life, úr kvikmyndinni The Happy Ending, You must beleve in spring úr myndinni The Young Girls of Rochefort (1967), The summer knows úr myndinni Summer of ’42 (1971) og I will wait for you úr söngleiknum The Umbrellas of Cherbourg (1965). Flytjendur eru Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson. Viðburðir Hvað? Opnunarhátíð: List án landa- mæra Hvenær? 17.00 Hvar? Tjarnarsalur Ráðhúss Reykja- víkur Opnunarhátíð Listar án landa- mæra verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Borgarstjóri Reykjavíkur mun setja hátíðina en fram koma DJ Aron Kale, listamaður hátíðarinnar í ár, MC Ísbjörn, Hljómsveitin Eva, Tjarnar leikhópurinn, JóiPé og Króli, Embla og Gunnar and the Rest. Kynnar opnunarhátíðar- innar eru Andri Freyr Hilmarsson úr Með okkar augum og leikkonan Steiney Skúladóttir. Einkasýning Arons Kale verður opnuð sam- hliða opnunarhátíðinni í Ráðhús- inu í Reykjavík. Sýningin er opin til 13. maí. Klukkan 19.00, strax á eftir opnunarhátíðinni, verður opnuð einkasýning myndlistar- konunnar Láru Lilju Gunnars- dóttur í Gallerí Port á Laugavegi. Hvað? Lýðræðisumbætur fyrir tíma loftslagsbreytinga með aðstoð forn- kínverskrar og forngrískrar heimspeki Hvenær? 17.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Í erindinu verða færð rök fyrir því að ástæða sé til að tileinka sér nálganir fornkínverskrar jafnt sem forngrískrar heimspeki í við- leitni okkar til að komast að sam- komulagi um viðeigandi pólitísk viðbrögð við loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þessar nálganir opna jafnframt fyrir möguleika á umbótum á vestrænu lýðræði sem fæli í sér aukna áherslu á verðleikaskipan í vestrænum stjórnkerfum að kínverskum hætti og umbótum á kínverskri stjórn- skipan sem legði aukna áherslu á réttarríkið að vestrænum hætti. Þannig getur merkingarbærari samræða um loftslagsmál milli Vesturlanda og Kína stuðlað að breiðara alþjóðlegu samtali sem er einmitt það sem lausn málefnisins krefst. Hvað? Kvöldstund með Viðari Víkingssyni Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Viðar Víkingsson kvikmynda- höfundur ræðir um formsköpuði í kvikmyndalist, Hitchcock, Bresson, Ozu, Lang og fleiri og sýnir dæmi úr merkum kvik- myndum. Þær eru allt frá tímum þöglu kvikmyndanna til okkar daga. Viðar mun leitast við að sýna hvernig heimssýn þessara höfunda skilaði sér í því sem kvik- myndalistin ein fær tjáð. Viðar stundaði nám í í kvikmyndaleik- stjórn í IDHEC, kvikmyndaskóla franska ríkisins. Hann hefur gert fjölda sjónvarpsmynda, bæði leik- inna sem heimildarmynda. Viðar starfar sjálfstætt. Hvað? Erindi um pottaplöntur á Bókasafni Kópavogs Hvenær? 17.00 Hvar? Bókasafn Kópavogs Í dag verður haldið erindi um pottaplöntur og umpottun og umhirðu á þeim. Hafsteinn Haf- liðason er einn þekktasti garð- yrkjumaður landsins og hlaut nýverið heiðursverðlaun garð- yrkjunnar. Hann hefur meira en hálfrar aldar reynslu af því að ráð- leggja og leiðbeina ræktunarfólki um val á og umönnun plantna, úti sem inni. Hann heldur úti hópnum Stofublóm, inniblóm, pottablóm á Facebook og flytur nú erindi um pottaplöntur og svarar fyrirspurnum gesta. Viðburðurinn fer fram á 1. hæð aðalsafns Bóka- safns Kópavogs. Hvað? Burlesquesýning Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn Dömur og herra er burlesque- og kabaretthópur sem varð til á burl- esquenámskeiði hjá Margréti Maack. Þetta er fjórða sýning hópsins sem vinnur að sýningum allan ársins hring og er grasrótar- hreyfing í íslenskri kabarettsenu. Sýningar Hvað? Lokasýning nemenda á list- námsbraut Borgarholtsskóla Hvenær? 17.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Spönginni Nemendur á listnámsbraut Borgar holtsskóla sýna lokaverk- efni sín, en þeir útskrifast í vor eftir þriggja ára nám í grafískri hönnun. Verk þeirra eru fjölbreytt, á sýn- ingunni eru m.a. teikningar, skjá- verk, bækur og margs konar önnur prentverk ásamt ferilmöppum. Hvað? Landslag – Flæði Hvenær? 16.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3. maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur. Marilyn Herdís Mellk er íslensk/amerísk, fædd 1961 og hefur búið á Íslandi síðan 1981. Hún stundaði listnám við California College of Arts and Crafts (núna California College of the Arts) og Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist 1987 úr grafíkdeild. Hvað? Sýningaropnun Þuríðar Sigurðardóttur í SÍM salnum Hvenær? 10.00 Hvar? Salur Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti Þuríður Sigurðardóttir opnar sýn- ingu sína Fyrirmyndir í sal Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, í dag. Það eru hádegistónleikar á dagskránni í Fríkirkjunni þennan fimmtudag. Fréttablaðið/gva Hafsteinn Hafliðason heldur erindi um pottaplöntur á bókasafni Kópavogs í dag. nordicpHotos/getty Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur Hvar@frettabladid.is 3 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R34 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a ð I ð 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 8 -0 F F C 1 F A 8 -0 E C 0 1 F A 8 -0 D 8 4 1 F A 8 -0 C 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.