Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2018, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 03.05.2018, Qupperneq 50
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á aldrinum 2-5 ára og eru aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafell. Auglýst eru laus eftrfarandi störf: • Staða leikskólakennara í deildarstjórn. Hæfnikröfur: - Leikskólakennaramenntun - Góð hæfni í mannlegum samskiptum - Jákvæðni og metnaður - Lausnamiðuð hugsun og færni til að koma hugmyndum í framkvæmd • Staða matráðs (75% - 100% starf ) Hæfnikröfur: - Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs. - Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun. - Færni sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti Laun eru greidd í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2014. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri störf skulu berast á netfangið hulduberg@mos.is. Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans www.hulduberg.is. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Þuríður Stefáns- dóttir og aðstoðarleikskólastjóri Guðrún Viktorsdóttir síma 5868170 og 8670727. Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um störfin. Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á aldrinum 2-5 ára og eru aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafell. Auglýst eru laus eftrfarandi störf: • Staða leikskólakennara í deildarstjórn. Hæfnikröfur: - Leikskólakennaramenntun - Góð hæfni í mannlegum samskiptum - Jákvæðni og metnaður - Lausnamiðuð hugsun og færni til að koma hugmyndum í framkvæmd • Staða matráðs (75% - 100% starf ) Hæfnikröfur: - Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs. - Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun. - Færni sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti Laun eru greidd í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2014. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri störf skulu berast á netfangið hulduberg@mos.is. Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans www.hulduberg.is. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Þuríður Stefáns- dóttir og aðstoðarleikskólastjóri Guðrún Viktorsdóttir síma 5868170 og 8670727. Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um störfin. Tilkynning frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Laugardaginn 5. maí 2018 rennur út frestur til að skila framboðs- listum vegna bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fara þann 26. maí 2018. Yfirkjörstjórn mun þá taka við framboðslistum á sk ifstofu Mosfellsbæjar að Þverholti 2, 2. hæð, kl. 10.00-12.00. Yfirkjörstjórn boðar til fundar þann 5. maí, kl. 14.00, á sama stað þar sem hún úrskurðar um framkomna framboðslista að vi stöddum umboðsmönnum listanna. Þegar yfirkjörstjórn hefur úrskurðað um framboðin mun hún auglýsa framboðslista, bókstaf listanna og nöfn frambjóðanda á hverjum lista. Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Mosfellsbæ 27. a ríl 2018 Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður Haraldur Sigurðsson Valur Oddsson Hljóðfæraframleið-andinn Gibson fór á hausinn á dög-unum og í kjölfarið hafa margir spáð því að rafmagns- gítarinn eða jafnvel bara rokktón- list í heild sinni sé á hverfanda hveli, jafnvel bara löngu dáin. Vandamálið er líka stærra en bara Gibson því að Fender er líka í eldrauðum tölum, fyrirtækið er stórskuldugt og hangir á bláþræði. Guitar Center, stærsta keðja hljóðfæraverslana í Banda- ríkjunum, er líka á barmi gjaldþrots. Og þetta verður bara verra fyrir rokkhausa – kassagítarar seljast margfalt betur en rafmagnsgítarar enda eru menn eins og Ed Sheeran vinsælustu tónlistarmenn heimsins í dag. Forstjóri Fender segir svo að ukelele seljist sem aldrei fyrr – en það er engin leið að útskýra það. Jimmy Page var einu sinni mesti töffari í heimi, núna er það ein- hver unglingur á Instagram. NORDICPHOTOS/ GETTY Hvernig á að gera barnið að rokk- stjörnu í dag? Kaupa kassagítar og flónelskyrtu Ef barnið þitt er farið að skrifa vandræðaleg unglingaljóð og pósta þeim á tumblr-síðuna sína er kominn tími til að kaupa kassagítar (eða ukulele) handa því og fá það til að syngja ljóðin með væminni röddu yfir lauf létt kassagítarspil íklætt flónel skyrtu. Ed Sheeran er til að mynda svo vinsæll að hann sjálfur er farinn að eiga í vand- ræðum með eigin frægð. Kaupa syntha, trommu maskínu og flytja til Svíþjóðar Fyrsta skrefið er að flytja til Sví- þjóðar þaðan sem allir helstu popp-pródúserar heimsins koma. Næstu skref eru svo að kaupa nokkra syntha og trommu maskínur, jafnvel DJ græjur, og áður en þú veist af verður barnið þitt farið að trylla kafdópaða Breta á Ibiza. Kaupa tölvuleik og You- Tube-rás Nýjustu rokkstjörnurnar í heim- inum er fólk sem talar með grín- röddu í myndavél á meðan það spilar tölvuleiki og setur það svo á YouTube. Tónlist er ekki lengur kúl því að allir geta gert hana í tölvunni heima hjá sér og þá er bara um að gera að láta barnið byrja snemma að spila Minecraft eða hvað sem það er sem börnin spila í dag og tala um það á You- Tube. Kaupa snjallsíma Ef allt klikkar þá er alltaf hægt að gera barnið að áhrifavaldi á samfélagsmiðlum og það eina sem þarf að kaupa er snjallsími. Þú færð bara alla sem þú þekkir til að setja eitt „follow“ á krakk- ann, ferð svo í Mylluna eða eitt- hvert fyrirtæki og biður um eitt „hashtag ad“ og boltinn er farinn að rúlla. stefanthor@frettabladid.is Nokkrir sögufrægir Gibson Les Paul-leikarar Slash Verðandi Íslandsvinurinn Slash gerði Les Paul aftur kúl þegar Guns N' Roses komu fyrst fram á sjónar- sviðið. Menn voru farnir að færa sig meira út í aðra gítara í hárokk- senunni sem var í bullandi gangi snemma á níunda áratugnum. Jimmy Page Jimmy Page úr Led Zeppelin er í huga margra táknmynd fyrir Les Paul þó að hann hafi upphaflega spilað á Fender. Frægasti gítar Jimmy Page var ’59 Les Paul sem hann kallaði Number One. Billy Gibbons Talandi um ’59 Les Paul þá er Pearly Gates, gítar Billy Gibbons úr ZZ Top, gríðarlega sögufrægur gítar sem sagan segir að hann hafi keypt fyrir ágóðann af bíl sem bandið seldi og að áður en hann keypti þennan fræga gítar hafi hann legið undir rúmi hjá fyrrverandi eiganda sem var löngu dáinn. Bob Marley Bob Marley var kannski ekki besti gítarleikari í heiminum en hann sigraði heiminn á sínum tíma með reggí-tónlist og hélt á Gibson Les Paul gítar á meðan. Les Paul Les Paul sjálfur þarf að vera á svona lista – en hann var gítarleikarinn sem vann með Gibson að fram- leiðslu fyrsta Les Paul gítarsins eins og nafnið gefur til kynna. Hljóðfærafram- leiðandinn Gibson tilkynnti á dögunum að fyrirtækið væri gjaldþrota. Sömu- leiðis er hinn risinn í rafmagnsgíturum, Fender, í vandræð- um. Kassagítarar selj- ast þó í bílförmum og sömuleiðis ukulele. Rafmagnsgítarinn stendu höllum fæti VaNdaMáLið er LíKa STærra eN Bara GiBSoN þVí að FeNder er LíKa í eLdrauðuM TöLuM, FYrirTæKið er STór- SKuLduGT oG HaNGir á BLáþræði. 3 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R38 l í F I ð ∙ F R É T T a B l a ð I ð Lífið 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 8 -1 E C C 1 F A 8 -1 D 9 0 1 F A 8 -1 C 5 4 1 F A 8 -1 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.