Feykir


Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 6
20126 María starfaði sem hjúkrunar- fræðingur í Bretlandseyjum í hálfa öld þar sem hún upp- lifði m.a. sprengjuárásir Þjóð- verja á tímum seinni heims- styrjaldarinnar (sjá viðtal í 39. tbl. Feykis). Á Bretlandi segist hún hafa hitt palestínska stúlku sem var í háskólanámi í London. „Hún sagði mér svo hræðilegar sögur af meðferð Ísraela á Palestínumönnum. Þeir væru bara hraknir úr húsum sínum og þau tekin af þeim. Þau eru réttindalaus,“ sagði María. María kynnist nokkrum gyðingum á meðan hún bjó í London en þeirra á meðal var ein sem varð góð vinkona hennar. Sjálf hafði hún verið flóttamaður frá Þýskalandi í stríðinu og foreldrar hennar létust í útrýmingarbúðum nasista. „Ég gleymi því aldrei hvað hún var með sérstakt viðhorft til Palestínumanna, sem mér fannst ótrúlegt af menntaðri manneskju að vera. Hún sagði: „Ég veit ekki hvað þau eru að kvarta, þau fá vinnu og mat og nóg að gera - þeim líður bara vel!“ útskýrði María með hneykslunartón. María segir frá því þegar þessi vinkona hennar bauð henni að heimsækja ættingja hennar í Ísrael en María afþakkaði boðið þar sem hún hafði ekki geð til þess. Vinkona hennar hafði verið vel stæð og þegar hún lést arfleiddi hún Maríu að 1000 pundum. Þá hafði hún samband við Svein Rúnar Hauksson, formann félagsins Íslands-Palestínu, og vildi gefa þennan pening, sem hún sagði að þá hafa verið um 2-300 þúsund krónur. „Ég hugsaði með mér að þetta væri bara smá friðþæging frá henni og frá gyðingunum. Ég er viss um að vinkona mín myndi snúa sér við í gröfinni ef hún vissi þetta,“ sagði hún og hló. Síðar hringdi Sveinn Rúnar í Maríu, þá staddur í Palestínu, og sagði henni að hann vildi stofna sjóð í hennar nafni, svokallaðan Maríusjóð. „Þá talaði ég við nokkrar palestínskar konur í símann og þær voru svo glaðar og þakklátar, ekki einungis fyrir peningana heldur var það tilhugsunin að einhver þarna úti í heimi væri umhugað um þau,“ sagði María. Sjóðurinn var stofnaður á afmælisdag Maríu þann 10. október 2010 (10.10.10) sem einnig er Alþjóða geð- heilbrigðisdagurinn. Sjóður- inn segir Sveinn Rúnar hafi í upphafi tengst AISHA, miðstöð fyrir konur og Umhugað um Palestínumenn VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Sælla að gefa en að þiggja María M. Magnúsdóttir frá Blönduósi er dyggur stuðningsaðili málstaðs Palestínumanna og hefur m.a. verið stofnaður sjóður í hennar nafni sem kallast Maríusjóður. Sjóðnum er ætlað að styðja við bakið á konum og börnum á Gazasvæðinu. María sagði blaðamanni Feykis frá því hvernig það kom til að hún ákvað að leggja Palestínumönnum lið og frá stofnun sjóðsins. börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. AISHA, sem þýðir sú sem lifir af, er einskonar samsuða af Stígamótum og Kvennaráðgjöfinni. Féð sem rennur í Maríu- sjóðinn fer líka í að styðja aðra sem vinna að vernd kvenna og barna, þar á meðal hefur kvennaathvarf í Gaza- borg fengið stuðning til að búa betur að börnum sem koma í athvarfið. „Maríu- sjóðurinn hefur líka mikla siðferðislega þýðingu með því að viðurkenna þennan stóra vanda sem ofbeldi gegn konum og börnum er, en þessi vandi er oft falinn og ekki viðurkenndur. Það á ekki síður við um á Gaza en annars staðar í heiminum,“ sagði Sveinn Rúnar í samtali við Feyki. Hann tekur fram að María hefur verið langörlátasti stuðningsmaður Neyðarsöfn- unar Félagsins Íslands- Palestínu sem veitir fé í Maríusjóðinn. Bankaupp- lýsingar söfnunarinnar eru 542-26-6990 kt. 520188-1349 og framlög merkt Maríusjóði segir Sveinn Rúnar vera vel þegin. „Tekið skal fram að hver króna fer óskert í hjálparstarfið og ekkert í kostnað hérlendis,“ segir Sveinn Rúnar í lokin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.