Feykir


Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 29

Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 29
2012 2 9 Feykir heimsækir Grunnskóla Húnaþings vestra Uppáhalds jólaskrautið UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Litið var inn á kennarastofu Grunnskóla Húnaþings vestra á dögunum þegar kennslu dagsins var lokið. Nokkrir kennarar skólans deildu með Feyki hvert uppáhalds jólaskrautið þeirra er og hvað gerir það svo einstakt í þeirra augum. 70 ára gömul ættardjásn Þetta er uppáhaldsdúkur sem ég gerði sjálf í barnaskóla, þá var ég 10 ára gömul í heimavistaskóla á Hall- ormsstað. Hann er löber á píanóið. Jólasveinarnir eru frá bernskujólum mínum, mamma var að minnka skrautið hjá sér og fékk ég það hjá henni, þetta minnir mig á jólin heima. Langamma mín gaf þetta í jólagjöf til fjölskyldunnar og meira að segja mamma mín man eftir þessu skrauti frá því hún var lítil. Það gæti verið um 70 ára gamalt, allavega frá 1943 eða 1944. Þetta er Jólakötturinn eftir Brian Pilkington. Mér finnst þetta svo flott að ég byrjaði að safna þessu 2004, þegar fyrsta barnið mitt fæddist og hef keypt eina til tvær styttur á ári síðan. Ég á þær ekki allar ennþá, mig vantar ennþá tvo jólaveina. Hægt er að fá grýlu, leppalúða og alla jólasveinana. Mér finnst skemmtilegra að eiga veglegt og eigulegt jólaskraut, svo hafa krakkarnir rosalega gaman af þessu. Vampíruengill á náttborðið Hér er ég með þrjú uppáhalds jólaskraut. Krukkujólasveinn sem var búinn til undir sælgæti og var það eitt af börnum mínum sem bjó hann til fyrir rúmum 20 árum síðan. Hann er alltaf fyrstur tekinn upp á aðventunni og þá sett í hann sælgæti. Fyrst setti ég bara Kóngabrjóstsykur eða Bismark í hann. Svo er það vampíruengill- inn með vígtenn- urnar. Sonur minn bjó þennan flotta engil til þegar ég var 6 ára. Hann er alltaf við hliðina á rúminu okkar á náttborðinu. Loks er það jólasveinn undir servíettur. Vinkona mín gaf mér hann fyrir 40 árum síðan. Ekki búin að skreyta fyrr en þeir fara upp Ég fékk þessa handgerðu jóla- sveina senda frá Ameríku fyrir 35-40 árum síðan, frá konu sem ég skrifaðist á við upp á gamla mátann. Þeir er búnir að fylgja mér alla tíð og ég set þá alltaf á vissan stað, mér finnst ég ekki búin að skreyta fyrr en þeir eru komnir upp á píanóið. Ein jól ætlaði ég að sleppa því að setja þá upp en þegar börnin komu heim um jólin úr framhaldsskóla þá spurðu þau eftir þeim. Sigrún Einarsdóttir Pálína Fanney Skúladóttir Lára Helga Jónsdóttir Jólakrossgáta Feykis Verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn gátunnar sem felst í setningu sem nú- meruðu reitirnir mynda. Lausnarorðið skal sendast á netfangið palli@feykir.is eða á Feykir fréttablað, Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki, ekki síðar en föstudag- inn 14. desember nk. Einn heppinn hlýtur að launum sælkera- körfu frá Mjólkursamlagi KS. Ef lesendum þykir jólakrossgátan í minna lagi að þessu sinni þá er hægt að sækja krossgátuna á Feykir.is, hlaða henni niður og prenta út. Eða kíkja í Nýprent og fá hana útprentaða. Kaupir eina til tvær í safnið á ári Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir 18 311 7 6 1316 51049 2 8 14 19 12 17 15 1

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.