Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 23
Jóhann Bjarnason
er kvæntur Laufeyju
Guðmundsdóttur og eiga
þau þrjú börn: Bjarna
Dag, Guðmund Elí og Írisi
Lilju. Jóhann starfar sem
skólastjóri Grunnskólans
austan Vatna en hefur
dómorganistastöðuna sem
hlutastarf.
Hvernig upplifðir þú músík-
lífið á æskuheimilinu? -Ég
man svo sem ekki mikið eftir
því að það hafi verið söngur
eða tónlistarflutningur svona
að jafnaði á æskuheimilinu
en þó, pabbi og mamma
sungu í kirkjukórnum og
Hörpunni, blönduðum kór
sem var starfandi á Hofsósi.
Ég man óljóst eftir nokkrum
raddæfingum heima en aðallega
voru það við systkinin sem
vorum að æfa fyrir tónlistar-
skólann. Í kirkjukórnum sungu
líka afi og amma, báðar systur
mömmu og við systkinin
sungum svo öll með um leið og
við höfðum aldur til.
Var stefnan tekin snemma að
læra á hljóðfæri? -Ég byrjaði
að mig minnir um átta ára
aldurinn, þá á blokkflautu
en fór fljótlega yfir á hljóm-
borðshljóðfæri. Það var til
harmoníumorgel heima og
það heillaði mig meira en
blokkflautan. Píanó kom svo
á heimilið þegar ég var um 13
ára gamall, en það tók þá alveg
við af orgelinu um skeið.
Lékuð þið bræður saman á
einhver hljóðfæri? -Já og nei...
strax og Jón fór að standa held
ég, hafði hann mest gaman
af því að standa við píanóið
þegar ég var að æfa mig og var
fljótur að finna réttu tökin á að
spila laglínuna með mér svona
eins og tveimur áttundum
ofar með einum fingri.
Mér þótti þetta auðvitað
bara gaman og nýtti mér
seinna þegar ég fór að læra á
pedalorgel. Ég þakka mér það
auðvitað að Jón aðlagaðist
hljóðfærinu snemma og fékk
gott start, enda varð hann
fljótur að ná mér í tækni og
hefur nú töluvert forskot í
faginu… og hefur það fram
yfir mig í dag að hafa orgelleik
sem aðalstarf.
Hvernig kom það til að þú
gerðist dómkirkjuorganisti?
-Leiðin lá í Kennaraháskólann
og ég skráði mig jafnframt
í nám í Tónskóla Þjóðkirkj-
unnar. Valfag í Kennaraháskól-
anum var að sjálfsögðu tón-
mennt, en þannig skaraðist
námið að nokkru leiti þannig
að ég fékk nokkur fög metin
inn í Tónskólann. Síðar bauðst
mér starf við Grunnskólann
að Hólum í 60% starfshlutfall.
Dómorganistastaðan var þá
líka laus og jafnframt bauðst
mér að kenna við Tónlistarskóla
Skagafjarðarsýslu og sinna þeim
nemendum sem voru á Hólum.
Þarna voru komin saman þrjú
hlutastörf sem kristölluðust
í þeirri menntun sem ég var
búinn að afla mér.
Hafðir þú stefnt á að fá þetta
embætti? -Það hvarflaði ekki
að mér að það ætti fyrir mér að
liggja að spila í dómkirkjunni
á Hólum. Mér fannst þó sjálf-
sagt að starfa eitthvað við
organistastarf enda er það
mjög gefandi og skemmtilegt
í alla staði. Það má heita
tilviljun að kennarastaða og
orgelstaða á Hólum væru í
boði á sama tíma, en ég efast
um að annað hvort þessara
starfa hefði dregið mig að,
enda um hlutastörf að ræða í
báðum tilfellum. Já, tilviljun –
maður spyr sig.
Hvað er skemmtilegast við
starfið? -Það er fátt skemmti-
legra, enda reyni ég enn í
lengstu lög að sinna organista-
starfinu þó ég sé kominn í
það stórt embætti hjá Grunn-
skólanum að það má lítið út
af bregða. Þegar maður hefur
minni tíma til að æfa sig og
halda sér þannig við, verður
sífellt erfiðara að njóta þess sem
organistastarfið gefur manni.
Er eitthvað sem hægt er að
kalla erfiðast við að spila á
kirkjuorgel? -Erfiðast reyndist
mér að lesa þrjá nótnastrengi í
einu. Orgelnótur eru skrifaðar
þannig að það er einn strengur
skrifaður fyrir hægri hendi,
annar fyrir þá vinstri og þriðji
fyrir fótspilið. Svo geta auðvitað
verið nokkrar nótur (hljómar)
á hverjum streng. Ég las
einhversstaðar að mesta virkni
sem mælst hafi í mannsheila
hafi verið hjá organista sem
var að frumlesa tónverk fyrir
tvö hljómborð og pedal. Ég á
ekkert erfitt með að trúa því að
það sé dagsatt.
Hvert er uppáhaldstónverkið
sem þú hefur leikið í kirkj-
unni? -Ég á mjög erfitt með
að svara því. Mörg verk eru
mér mjög kær og ég gæti talið
2012 2 3
Jón Bjarnason
er kvæntur Bergþóru
Ragnarsdóttur frá
Akurnesi í Hornafirði
og eignuðust þau litla
dóttur þann 16. október sl.
Aðalstarf Jóns er organisti í
Skálholtsdómkirkju.
Hvernig upplifðir þú músík-
lífið á æskuheimilinu? -Eldri
systkini mín þrjú voru öll að
læra á hljóðfæri og þar sem
ég er yngstur fékk ég að njóta
þess að fylgjast með þeim.
Svo var ég alltaf að sniglast
í kringum söngæfingar hjá
kirkjukórnum á Hofsósi
frá því ég man eftir mér. Í
honum söng meira og minna
öll fjölskyldan.
Var stefnan tekin snemma
að læra á hljóðfæri? -Já,
það var aldrei spurning.
Man vel eftir því þegar Jón
afi minn kenndi mér að
spila Gamla Nóa á píanó
með bassa í vinstri hendi,
þá var ég fjögurra ára. Ég
byrjaði síðan að læra á
píanó í Tónlistarskóla Skaga-
fjarðarsýslu 7 ára gamall.
Lékuð þið bræður saman á
einhver hljóðfæri? -Já. Mig
minnir að við höfum meira
að segja spilað saman á tón-
leikum þar sem Jóhann var
að leika verk fyrir orgel í
Miðgarði. Hann spilaði á
flygilinn þar sem að það er
ekki pípuorgel í Miðgarði
(ennþá). Ég spilaði með
honum bassalínuna sem
hann hefði annars spilað
með fótunum.
Hvernig kom það til að þú
gerðist dómkirkjuorganisti?
-Ég var organisti í Seljakirkju
í Reykjavík frá 2003-2009.
Það var alltaf stefnan að
flytja út á land. Þegar auglýst
var laust starf í Skálholts-
dómkirkju var ekki spurning
að prófa að sækja um það.
Hafðir þú stefnt á að fá þetta
embætti? -Ég get nú ekki
sagt það.
Hvað er skemmtilegast við
starfið? -Starfið er mjög fjöl-
breytt. Ég er að vinna með
mörgu fólki, stjórna kórum.
Það eru forréttindi að starfa
við það sem manni finnst
skemmtilegast, þ.e.a.s. vinna
við tónlist.
Er eitthvað sem hægt er
að kalla erfiðast við að
spila á kirkjuorgel? -Það er
örugglega mjög einstaklings-
bundið. Sumum finnst erfitt
að spila með fótunum.
Öðrum finnst erfitt að gera
margt í einu, spila með
höndum og fótum og lesa
nótur á meðan. Þetta er
frekar magnað hljóðfæri.
Hvert er uppáhalds tónverk-
ið sem þú hefur leikið í
kirkjunni? Það er erfitt að
svara því. Preludía í og fúga í
a-moll eftir Bach hefur alltaf
verið í miklu uppáhaldi hjá
mér.
Er eitthvert tónverk sem þig
langar til að leika en hefur
ekki gert enn? -Það er alveg
ógrynni af frábærri tónlist
sem mig langar til að flytja.
Það er það skemmtilega við
þetta starf að til er svo mikið
af dásamlegri tónlist sem
gaman væri að flytja.
Er einhver jólasálmur í
uppáhaldi? Já margir. Sjá
himins opnast hlið er alveg
ómissandi jólasálmur og
sérstaklega orgelútgáfa J. S.
Bachs úr Orgelbuchlein af
honum. Ómissandi hluti af
jólunum.
Hefur þú samið einhver lög
eða tónverk? -Afskaplega
lítið gert af því. Samdi
eitt lag fyrir kór við texta
eftir Jón Arason sem var
frumflutt í Skálholti 2010
af Skálholtskórnum ásamt
Kammerkór Akraness, sem
kollegi minn og sveitungi
Sveinn Arnar Sæmundsson
stjórnar.
Bræður við sitthvort
dómkirkjuorgelið
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Jón og Jóhann Bjarnasynir sjá um tónlistarflutning biskupsstólanna í Skálholti og á Hólum
Á Íslandi eru tveir biskupsstólar utan Reykjavíkur, annar á Hólum í
Hjaltadal en hinn í Skálholti í Biskupstungum og geyma þá fallegar
höfuðkirkjur biskupsdæmanna. Organistar þessara kirkna eru
bræðurnir Jón og Jóhann Bjarnasynir frá Víðilundi í Hofshreppi hinum forna en varla
getur það talist altítt í Íslandssögunni að bræður sinni verkum sem þessum á sama tíma.
Feykir sendi spurningar á þá bræður og fékk þá til að svara nokkrum spurningum.
t.d. mörg verk eftir meistara
Johann Sebastian Bach, en
einnig mörg önnur tónverk.
Ætli mér finnist ekki oftast
skemmtilegast það sem ég er
að vinna í það skiptið.
Er eitthvert tónverk sem þig
langar til að leika en hefur
ekki gert enn? -Já mörg, og
ég á vonandi eftir að spila
þau öll. Ég á til dæmis alltaf
eftir að klára fúguna frægu í
d-moll sem Jón spilaði með
mér í Varmahlíð um árið, ég
hef oft spilað tokkötuna en
aldrei gefið mér tíma til að
klára fúguna.
Er einhver jólasálmur í uppá-
haldi? -Jólasálmarnir eru alveg
einstakir, gefa hátíðleikann og
jólaskapið, þú getur allt eins
spurt hvort eitthvert sérstakt
hangikjötslæri sé í uppáhaldi.
Heims um ból kemur kannski
fyrst upp í hugann, ekki að það
sé endilega skemmtilegasta
lagið sem slíkt en það er ein-
hver einstök stemning sem
fylgir þeim sálmi.
Hefur þú samið einhver lög
eða tónverk? -Nei, ég hef alveg
látið vera að semja tónlist,
nema einstaka æfingar sem
tengdust náminu sem aldrei
heyrast utan kennslustofa.
Jón, til vinstri, og Jóhann Bjarnasynir.