Feykir


Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 21

Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 21
4 eggjahvítur 150 g sykur einn poki súkkulaðiperlur (frá Nóa) 1 ½ dl kókosmjöl 100 g hvítt súkkulaði, brytjað smátt Aðferð: Eggjahvítur og sykur þeytt vel saman. Kókosmjöli, súkkulaðiperlum og hvítu súkkulaði bætt varlega samanvið. Sett í toppa á ofnskúffu og bakað í 30 mín. við 130°C eða þangað til topparnir eru orðnir stökkir og þurrir. 1 pk Vilko marengs 2 pokar lakkrískurl Aðferð: Þeytið eftir marengs eftir leiðbeiningum. Bætið tveimur pokum af lakkrískurli úti og bakið samkvæmt leiðbeiningum á Vilko umbúðum. Marengstoppar með súkkulaðiperlum að hætti Kristínar Óskar Lakkrístoppar að hætti Guðrúnar Bjarkar Stóra Sara að hætti Sunnu Botn: 6 eggjahvítur 400 g flórsykur 400 g möndlur Aðferð: Þeytið eggjahvítur með flórsykri þar til þær eru vel stífar. Blandið möluðum möndlum varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í tvö form 25 sm í þvermál og bakið í miðjum ofni við 150°C í 1 klst. Kælið. Krem: 2 ¼ dl sykur 1 ½ dl vatn 6 eggjarauður 390 g ósaltað smjör 2 ½ msk kakóduft Aðferð: Sjóðið saman sykur og vatn í potti þar til blandan er orðin þykk. Þeytið eggjarauðurnar vel og hellið sykurblöndunni saman við í mjórri bunu. Þeytið þetta vel og látið kólna aðeins. Hrærið linu smjörinu saman við smátt og smátt. Blandið síðan kakódufti saman við. Smyrjið á botnana bæði á milli og ofan á (eins er hægt að hafa hana einfalda og láta þá krem ofan á og svo súkkulaðið). Hjúpur: 250 g suðusúkkulaði, saxað ¾ bolli rjómi 3 msk síróp Aðferð: Hitið rjóma og síróp að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið. Látið kökuna á grind og hellið hjúpnum yfir hana. Kælið. 1-2 dl Hör,- sesam,- graskers - og sólblómafræ 5 dl heilhveiti 3 dl hveiti 1 pk þurrger 1 tsk salt 3 tsk sykur 4½ dl volgt vatn ¾ dl matarolía (gott að nota olíuna af fetaostinum) 1 krukka af fetaosti í kryddlegi Aðferð: Mælið vatn, olíu, þurrger og sykur og hrærið saman, látið bíða í 10 mín. Bætið þurrefnum út í og hnoðið í hrærivél. Látið deigið hefast í 10-15 mín. (má auðvitað hefast lengur ef það er tími til þess). Hnoðið deigið vel saman í hrærivél og setjið á ofnplötu, á að vera blautt og deiginu hellt á plötuna. Fetaostinum er dreift yfir deigið (má sleppa eða nota rifinn ost). Bakið brauðið í 15 - 25 mín. við 200°C eða þar til brauðið hefur fengið fallegan gullin lit. Pestó Kristínar Óskar 1 krukka sólþurrkaðir tómatar ásamt olíunni 1 krukka svartar ólívur, vökvanum hellt af 1 poki furuhnetur 3-4 hvítlauksrif Aðferð: Allt sett í mat- vinnsluvél og maukað. Frönsk súkkulaðikaka að hætti Kristínar Óskar Botn: 2 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði 1 dl hveiti 4 stk egg Aðferð: Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mín. Súkkulaðibráð: 150 g suðusúkkulaði 70 g smjör 2-3 msk síróp Daim ostakaka að hætti Gretu 250 g makkarónur 75 g smjör 400 g rjómaostur 200 g flórsykur ½ l þeyttur rjómi 2 tsk vanillusykur 1 poki Daim kúlur Krem: 200 g suðusúkkulaði 1 msk rjómi (tekið af ½ líternum sem er í kökunni) 1 dós sýrður rjómi 18 % Aðferð: Smjörið er brætt í potti og kexið mulið út í, gott að frysta í smástund í fatinu áður en blandan er sett ofan á. Rjómaostur hrærður og flórsykri og vanillusykri bætt útí. Rjóminn er þeyttur sér og svo settur saman við rjómaostablönduna og nammið eftir það. Kakan er svo fryst í allavega 3 klst. Þegar kakan er tekin úr frysti er kremið búið til. Bræða súkkulaði yfir vatnsbaði og rjómanum og sýrða rjómanum bætt við, síðan sett á kökuna. Aðferð: Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðaberjum, hindberjum eða bláberjum. Kryddbrauð með fetaosti að hætti Kristínar Óskar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.