Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 10
20121 0
-Nú erum við í Hofshreppi
hinum gamla og er áætlunin að
sú bók komi út árið 2014. Þar
fjöllum við um Óslandshlíð,
dalina og Höfðaströndina, segir
Hjalti, en það svæði verður efni
næsta bindis, númer sjö. -Það
er alveg sama hvaða svæði ég
hef verið á, þau eru alltaf jafn
áhugaverð og ég geri ekki upp
á milli þeirra. Í Hofshreppi
eru margir áhugaverðir staðir
og stórbýli sem munu taka
nokkurt rými í bókinni. Nefna
má t.d. Bæ, Hof, Gröf og Höfða.
Þetta voru allt stórar jarðir og
taka sitt pláss og tíma.
Í svona stuttu spjalli er
kannski rétt að halda sig við
einn stað og getum við tekið
Bæ á Höfðaströnd. Ég hef
unnið mikið við Bæ í haust
og er kominn langur tími í
umfjöllun þeirrar jarðar enda er
Bær óvenjulegur staður, stórbýli
með mikla sérstöðu hvað
varðar landbúskap og sjósókn
um aldaraðir. Í landi Bæjar risu
á 19. öld tveir byggðakjarnar.
Annars vegar var Kotabyggðin,
nokkur smábýli sem byggð
voru við Höfðavatnið, fyrir
botni svokallaðrar Kotabótar,
breiðrar víkur er gengur suður
úr vatninu. Upphaflega reistu
þar tveir bræður sitthvort býlið
árið 1842, Ós og Vatnsenda. Í
framhaldi af því risu fleiri býli
og voru þarna a.m.k. sex hús
eða bæir um tíma. Hjalti segir
að þessi byggð hafi farið í eyði
á 5. áratug síðustu aldar en
síðustu íbúarnir fóru þaðan í
Hofsós árið 1950. Þarna voru
timburhús og torfbæir og fólkið
hélt fáeinar kindur eða kannski
kú og svo var lifað á sjófangi.
Karlarnir reru frá Bæjarklettum
en svo var silungurinn úr
vatninu. Í Höfðavatni var
yfirleitt gnægð silungs og brást
aldrei veiði í því. Menn lögðu
net á sumrin og undir ís á
veturna.
-Það var svolítið sérstakt
að Kotabyggðin var eiginlega
í landi tveggja jarða. Þessir
sex bæir voru í hvirfingu og
landamerkin milli Mann-
skaðahóls og Bæjar lágu yfir
brunninn sem var í miðju
þorpinu. Tvö býlanna voru
í landi Bæjar en hin í landi
Mannskaðahóls. Það skipti þó
litlu því að sami eigandi var að
jörðunum báðum.
Svo var annað þéttbýli í landi
Bæjar, svokallaðir Bæjarklettar,
raunar stórmerkilegur staður.
Niðri við sjó, neðan við Bæ, eru
sérkennileg náttúrufyrirbæri,
þrír stuðlabergsklettar sem
ganga fram í sjóinn, kallaðir
Ystiklettur, Miðklettur og
Syðstiklettur. Norðan við
Ystaklett var Bæjarvíkin sem
gekk inn í landið og myndaði
góða legu og lendingu, skjól
fyrir öllum áttum nema vestan
og norðvestanátt. Útræði var
þarna örugglega stundað um
aldaraðir þó við höfum svo
sem engar sagnir af því fyrr
en á 18. eða 19. öld. Þarna
risu að minnsta kosti fjögur
þurrabúðarbýli þar sem fólk
bjó, hafði engar skepnur en
lifði eingöngu á sjósókn og
vinnu við aflann. Bæjarmenn
áttu aðalskipin en karlarnir
reru hjá þeim og konur sinntu
fiskverkun. Bæjarklettar eru
stórmerkilegur útgerðarstaður,
ekki síst vegna þess að þarna
er fyrsta vélbáta- eða að
minnsta kosti dekkbátaútgerð
við Skagafjörð. Þarna var
árið 1905 stofnað hlutafélag,
Mótorbátafélagið Bæjarklettur.
Því miður hafa ekki varðveist
nein skjalgögn um þetta félag og
ég hef ekki getað komist að því
fyrir víst hvort útgerðin byrjaði
1905 eða 1906. En fyrsti bátur
félgsins hét Óskar, mun hafa
verið gamall sexæringur sem á
var smíðað dekk og í hann sett
vél, segir Hjalti en þetta mun
hafa verið fyrsti dekkbátur í
Skagafirði. Annar dekkbátur,
Valurinn, kom 1907, en Óskar
sökk undan Þórðarhöfða í
óveðri 1909. Þá lét hlutafélagið
Bæjarklettur smíða annan
dekkbát í hans stað. Hann var
skírður Trausti og smíðaður
á Bæjarklettum þannig að
þar var skipasmíðastöð líka.
Hlutafélagið gerði sem sagt
löngum út tvo báta samtímis og
á Klettunum var umsvifamikil
útgerð. Flutningaskip og póst-
bátar komu upp á Bæjarvíkina
og var þar landað m.a. salti og
kolum en einnig tekinn fiskur.
Þetta kemur fram í dagbókum
Björns í Bæ sem eru merkilegar
heimildir um þessi umsvif
og búskaparhætti í Bæ á 20.
öld. Mótorbátafélagið starfaði
þarna í u.þ.b. 20 ár þangað til
dekkbátarnir voru seldir en
útgerð hélt áfram á opnum
trillubátum og var mjög veru-
leg að sögn Hjalta fram yfir
1940. Auk bátaútgerðar, segir
Hjalti, var stofnað Íshúsfélag
Bæjarkletta og reist íshús árið
1897. Það var til að geta geymt
beituna. -Í dagbókum Björns
eru aflabrögðin jafnan tíunduð
og þráfaldlega kemur fram
baslið við að ná í beituna, sem
yfirleitt var síld, veidd í net eða
fengin úr skipum á firðinum í
skiptum fyrir kjötskrokk eða
peninga eða jafnvel ekki neitt.
Oft var beita sótt til Siglufjarðar.
-Ég er búinn að grufla mikið
og leita fanga um þessa
starfsemi og hef sérstaklega
lagt mig fram um að skrifa um
Bæjarkletta og Kotabyggðina
vegna þess að um þessa staði
er nánast ekkert til á prenti.
Helstu heimildirnar er að finna
í skrifum og dagbókum Björns
í Bæ, segir Hjalti.
Nú er af sem áður var. Þar
sem áður bjuggu tugir manna
með iðandi athafnalíf, ríkir nú
auðnin ein. Kotabygðin er svo
gjörsamlega horfin af yfirborði
jarðar að ekkert sést eftir
Útgerðarstöðin
Bæjarklettar
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Byggðasaga Skagafjarðar
Byggðasaga Skagafjarðar telur nú
sex bindi og hefur verið kærkomin
í jólapakkann undanfarin ár enda
öll hin vandaðasta. Fróðleiksfúsir aðdáendur fá þó ekki
sjöundu bókina í þeirri ritröð um þessi jól en unnið er að
efnisöflun og ritun. Feykir hafði samband við Hjalta Pálsson
ritstjóra verksins og forvitnaðist um stöðuna og fékk hann
til að segja frá merkilegum stöðum og minjum sem hann
hefur verið að vinna við.
nema einn kjallaragrunnur og
vatnsbrunnur byggðarinnar.
Allt var sléttað með jarðýtu.
Á Bæjarklettum má enn
greina allnokkrar tóftir og
húsgrunna, aðrar hafa verið
sléttaðar vegna túnræktar og
fjárrétt var síðar byggð í tóftum
íshússins. Hjalti segir að þarna
hafi verið verslun um tíma og
fiskgeymsluhús, lausabryggja
og naust, dráttarspil og fisk-
tökuskúrar þar sem gert var
að fiski og hann saltaður eða
hertur í hjöllum.
-Bær var að verulegu leyti
sjávarjörð en landbúnaðurinn
hafði minna vægi. Í dagbókum
Björns koma m.a. fram um
nokkurra ára skeið upplýsingar
um heyskap og sauðfjárhald
Bæjarmanna í Drangey á þriðja
áratug aldarinnar. Þeir höfðu þá
eyjuna á leigu og heyjuðu þar
60-80 hestburði ef grasbrestur
varð heima. Einnig höfðu þeir
kindur sem þeir létu ganga
sjálfala í eynni mánuðum
saman. Stundum urðu afföll ef
þeir misstu þær niður í bjarg,
segir Hjalti, og vel er hægt að
ímynda sér örðugleikana við
að flytja fé og hey úr eynni,
velta niður heyböggum eða láta
kindur síga niður í bát marga
tugi metra.
Ýmislegt fleira nefndi
Hjalti í spjallinu, svo sem
Höfðavatnsævintýrið þegar átti
að byggja höfn inni í vatninu
um 1920 en er of langt mál að
fara útí þá sálma hér.
Hjalti segist vera búinn að
leita dyrum og dyngjum að
ljósmyndum frá Kotunum og
Bæjarklettum og biður þess
lengstra orða ef nokkur veit
af ljósmyndum frá þessum
stöðum að láta hann vita þar
sem hann hefur einungis
komist yfir eina fjarlæga
yfirlitsmynd frá gömlum
tíma. Nafn hans má finna í
símaskránni.
Jóhannes Pálsson á kjallaratóftum Garðhúsa. Hann ólst upp í einu húsanna,
Móhúsi, sem er rétt hjá. Mynd: HP
Bæjarklettar, Bæjarvíkin, Bæjarmölin,
Höfðavatn og Þórðarhöfði.
Mynd: HP