Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 19
2012 1 9
Um hvað snýst hátíðin mín...
Flestir ríkisborgarar Makedóníu eru
orþodox, eða rétttrúaðir, en sam-
kvæmt kirkjudagatalinu eru jólin
haldin hátíðleg í þrjá daga. Í Makedóníu
höldum við aðfangadagskvöld þann
6. janúar og jóladag þann 7. janúar.
Ólíkt því sem tíðkast á Íslandi þá
gefum við ekki jólagjafir. Við höldum
upp á jólin andlega og fara allir
fjölskyldumeðlimir, utan þeirra sem
eru gamlir eða veikir, í kirkju til að
hlusta á prestinn, kveikja á kerti og
biðja fyrir heilbrigði og hamingju
fjölskyldunnar. Þegar fólk hittist yfir
jólin þá heilsar það hvort öðru með
því að segja: „Kristur var fæddur!
Sannarlega fæddur!“
Það er til gamalt orðatiltæki sem
tengist jólunum: „Fyrir jól eða eftir
jól, hvar sem þú ert, ættir þú að koma
heim!“ Það hefur tvöfalda meiningu:
jólaveislan á að fara fram innan fjöl-
skyldunnar og þar átt þú að fagna fæð-
ingu frelsarans, einnig minnir þetta á að
heima er best á kaldasta tímabili ársins.
Sérstakar hefðir...
Jólahefðir í Makedóníu er misjafnar
á milli svæða og jafnvel á milli þorpa
en þó er eitt sem er allsstaðar eins og
það er jólamaturinn, jólabrennan og
jólalögin.
Jólamaturinn er alltaf fasta, sem
þýðir að hann má ekki innihalda kjöt,
egg, mjólk eða nokkuð annað sem
kemur frá dýrum, nema fisk. En það
þýðir ekki að hann sér fátæklegur
síður en svo, t.d. er borinn fram
fiskur, kartöflur, allskonar grænmeti,
sérstakt brauð með fyllingu sem
kallast „Zelnik“, hvítkál með fyllingu
og fullt af öðrum réttum. Áður en
kvöldmáltíðin hefst þakkar elsti
meðlimur fjölskyldunnar Guði fyrir
matinn og býður honum til borðs
með eftirfarandi orðum: „Þér eruð
velkomnir himneski faðir að snæða
með okkur“. Maturinn er ekki
tekinn af borðinu eftir kvöldverðinn
heldur er hann látinn vera á borðinu
alla nóttina. Þetta er gert í þeirri
trú að Guð komi að borða. Einn
helgisiður er framkvæmdur áður
en málsverðurinn hefst. Bakað er
sérstakt brauð og í það er settur
silfurpeningur. Þegar elsti fjölskyldu-
meðlimurinn blessar matinn hlutar
hann brauðið niður í eins marga
hluta og fjölskyldumeðlimirnir
eru, auk eins hlutar fyrir Guð og
annan fyrir heimilið. Allir leita
silfurpeningsins og næsta árið mun
mikil hamingja, gleði og velgengni
falla í skaut þess sem finnur hann.
Fjöldi annarra hefða tíðkast á
aðfangadagskvöld og jóladegi. Utan-
dyra safnast fólk saman umhverfis
bál og syngur jólalög. Daginn fyrir
jólin fara börn á milli húsa snemma
morguns, syngja lög, hrópa og fagna
komu hátíðarinnar miklu: „Jólin eru
að koma, jólin eru á morgun“. Þá fá
þau litlar gjafir, t.d. epli, appelsínu
eða smápening.
Á jólunum fer fólk í kirkju
og gengur til altaris, þar fá þau
blessað brauð og vín sem táknar
líkama og blóð Jesú Krists. Eftir
þennan gjörning leyfist fólki að
neyta kjöts og aðrar dýraafurðir.
Hádegisverðurinn er afar veglegur
og nánast hver fjölskylda er með
svínakjöt í matinn. Í gamla daga
tíðkaðist að fólk safnaðist saman
í miðbænum eftir kirkjuna og þar
sungu þau, dönsuðu og fögnuðu í
sameiningu.
Skemmtilegast varðandi
hátíðina mína...
Það sem mér finnst skemmtilegast
varðandi hátíðina mína er að sama
hve ungt barn er, þó það sé rétt
byrjað að tala, þá veit það hvað
jólin eru. Einnig hvernig sá dagur
er haldinn hátíðlegur andlega.
Hvernig allir eru hamingjusamir og
að sú hamingja tengist ekki gjöfum
á nokkurn hátt eða nokkurs annars
veraldlegs eðlis. Hvernig allir eru
góðir hvert við annað og hvernig
yngra fólk metur þau sem eldri
eru mikils og hvernig þau reyna að
gleðja þau og láta þeim líða vel. Það
er einfaldlega dásamlegt.
Vicki með börnum sínum og mökum þeirra á Kirkjutorginu á Sauðárkróki síðustu jól.
Liljana Milenkoska
frá Makedóníu, búsett í Húnaþingi vestra
Vicki O´Shea
frá Ástralíu, búsett á Sauðárkróki
Um hvað snýst hátíðin mín...
Hátíðin mín snýst fyrst og fremst um
fjölskylduna. Tækifæri til að hittast og
eiga saman góðar samverustundir.
Sérstakar hefðir...
Í Ástralíu höldum við jólin hátíðleg á
jóladag þann 25. desember og þann
dag opnum við gjafirnar. Fjölskyldur
eyða venjulega deginum saman og
snæða saman sérstaka hádegis- eða
kvöldmáltíð. Þegar börnin mín voru
lítil naut ég þess að gera heimatilbúið
jólaskraut til að hengja á jólatréð en því
eldri sem börnin urðu því minna gerði
ég af því. En nú þegar ég hef eignast
barnabarn þá hlakka ég til þess að gera
jólaskraut á ný.
Skemmtilegast varðandi
hátíðina mína...
Það mikilvægasta við hátíðarnar er
að hitta fjölskylduna. Við lifum öll
annasömu lífi og það er gott að eyða
einni til tveimur vikum saman, slaka
á og njóta samvista hvort við annað.
Börnin mín og makar þeirra heimsóttu
mig hingað á Sauðárkrók í fyrra
og eyddum við saman jólunum og
áramótum. Hér upplifðu þau sín fyrstu
hvítu jól og var það í fyrsta sinn sem við
héldum jól líkt og sjá má á jólakortum
en var alltaf svo fjarri okkur í Ástralíu,
en þar fór hitastigið oft upp í 38°-40°C
á jóladag. Þetta árið ætla systur mínar
tvær og þeirra fjölskyldur að heimsækja
mig yfir jólin og áramótin og verða
þetta einnig þeirra fyrstu hvítu jól.
Þó svo að jóladagur í vesturhluta
Ástralíu getur orðið mjög heitur þá
hefur mér alltaf þótt betra að hafa heita
jólakvöldmáltíð. Margar fjölskyldur
nú til dags kjósa fremur að bera fram
kalt kjöt og salat á jóladag eða jafnvel
að fara í lautarferð á ströndina. Ég kýs
hins vegar að fara hefðbundnari leið
og hef alltaf heitan mat. Í forrétt er ég
vanalega með sjávarrétt, í aðalrétt hef
ég einhverskonar steikt kjöt ásamt
grænmeti (t.d. svínahnakka) en í
eftirrétt geri ég alltaf hefðbundinn
jólabúðing. Sem barn man ég vel eftir
því þegar amma mín gerði þennan
búðing og faldi í honum smápening
áður en hún bar hann fram.
Hamingjan tengist ekki gjöfum
Upplifðu hvít jól í fyrsta sinn
Jólabúðingur
1 bolli hveiti / smá salt
1 tsk blandað krydd / 1/2 tsk kanill, mulinn
¼ tsk múskat
2 bollar brauðmylsna, fersk
¾ bolli púðursykur / 125 g smjör
1 bolli ljósar rúsínur
1 1/2 bolli dökkar rúsínur
1/3 bolli sæt blönduð hýði
(e. candied mixed peel)
1 epli / 1/3 bolli sveskjur
2 tsk gullið síróp, upphitað
fínlega rifinn börkur
og safi úr einni smárri sítrónu
2 egg, þeytt / ¼ bolli viskí
Ofan á:
flórsykur, til að strá yfir / 2 msk viskí
Aðferð: Þessi uppskrift er af krydduðum búðingi
með ávaxtabragði og er dökkur á lit. Hægt er að
nota brandí eða romm í stað viskí ef vill.
Sigtið hveiti, salti, kryddi, kanil og múskati í
stóra skál. Blandið brauðmylsnu og sykri út í.
Nuddið smjörið. Bætið rúsínum og hýði út í.
Afhýðið epli, rífið það eða saxið að kjarnanum og
bætið út í. Rúllið sveskjunum á milli fingra ykkar
til að mýkja þær, klippið þær frá steininum
með skærum og bætið þeim svo út í og hrærið
vel. Hrærið út í sírópið, sítrónubörkinn og –
safann, eggin, viskíið og blandið vel. Ýmist er
hægt að hafa búðinginn eins og hann er eða
skipta honum í tvær skálar. Breiðið yfir og
látið gufusjóða í sex klst. þar til búðingurinn
verður dökkbrúnn á lit. Kælið. Endurhitið með
gufusuðu í 1 ½ - 2 klst. eftir stærð áður en borið
fram. Stráið loks yfir flórsykur og 2 msk. af volgu
viskíi og kveikið í. Þegar logarnir hafa slokknað
er hann borinn fram með rjóma eða ís.
My Holiday
Hátíðin mín
UMSJÓN
Berglind Þorsteinsdóttir
Á þessum árstíma heldur stór hluti jarðarbúa hátíð
með mismunandi hefðum og áherslum, sem eru
mismunandi eftir trúarbrögðum og heimshlutum.
Eitt eiga þessar hátíðir sameiginlegt og það er að fjölskyldan er í fyrirrúmi
þar sem meðlimir hennar njóta góðra stunda saman.
Vanilluhorn
200 g hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g sykur
2 tsk vanillusykur
1 egg
125 g smjör, mjúkt
100 g möndlur, muldar
Aðferð: Útbúðu deig úr fyrrgreindum hráefnum.
Skiptu deiginu upp í nokkra hluta og rúllaðu
þeim upp í þunnar rúllur. Skerðu það í hluta,
4-5 sm stóra. Rúllaðu varlega endunum og
beygðu þá til að móta horn. Raðaðu þeim á
bökunarpappír og bakaðu þau í ofni við 180°C í
u.þ.b. 8-10 mín.
Stráðu yfir þau blöndu af flórsykri og
vanillusykri á meðan þau eru enn heit.