Feykir


Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 12
20121 2 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er minn góði vinur og ágæti hagyrðingur Jón Karlsson bóndi í Gýgjarhólskoti sem yrkir svo sanna vísu á haustdögum. Tíminn ekki gefur grið gengur jöfnum hraða. Sína kveðju sumarið sendir litaglaða. Næstu vísu Jóns fékk ég senda á jólakorti. Ég í huga norður næ nú er óskin valin. Vona að jólin blíðan blæ beri í Svartárdalinn. Á öðru jólakorti fékk ég þessa fallegu vísu frá þeim hjónum í kotinu. Burtu nóttin brunar svört bráðum hækkar sólin. Heimili þitt hitti björt hamingja um jólin. Næsta vísa er höfundarlaus en mun hafa verið skrifuð á jólakort. Bráðum ef að birtast jólin og börnin gleðja kertin fín. Vona ég að sendi sólin sína geisla inn til þín. Sá snjalli hagyrðingur Þor- móður Pálsson frá Njáls- stöðum mun hafa ort þessar skammdegisvísur. Sá ekki óvanur að með- höndla hringhenduna. Dvelur njóla, fellur fjúk fölskvar sólarvanga. Felur jólamjöllin mjúk móa, hóla, dranga. Hrannir æða, fannir fjúka foldar næðir bleika kinn, fjöllin klæðir mjöllin mjúka myrkrið flæðir til mín inn. Minnir að það hafi verið Þóra Jónsdóttir frá Kirkju- bæ sem orti svo fallega á jólanótt. Nú þaggar alkyrr ótta ysinn fjær og nær. Fellur að moldar feldi flosmjúkur jólasnær. Í umhleypingum í svarta- skammdegi yrkir Steindór Sigurðsson á Akureyri svo. Allt vort líf er stormastríð stöðug áraun þorsins. Við að þrauka hret og hríð og hjara fram til vorsins. Þó að blikni blóm á hól og bráðum frjósi í spori, ég mun geta ort um jól aftur á næsta vori. Það mun hafa verið grín- skáldið Kristján N. Júlíus sem skrifaði í vasabók sína er jólin nálguðust eftirfar- andi vísu. Prestinn mig fýsir að finna fara ég ætla til messu, mundu nú eftir að minna mig á, að gleyma ekki þessu. Sá snjalli Friðrik Hansen á Sauðárkróki mun vera höfundur að þessari. Jólakveðjan kallar í kirkju óska sinna. Lifðu yndið upp á ný æskujóla þinna. María Bjarnadóttir yrkir svo um áramót. Þetta líkt sem önnur ár augum hverfur mínum. Flytur bæði bros og tár burt á vængjum sínum. Mér er lífið tíma tap á tækifærin gleymin. Stundin eins og stjörnuhrap strikar út í geiminn. Það mun hafa verið Bjarni frá Gröf sem orti þessa fallegu jólavísur. Ungur var ég upp í sveit átti jólin heima. Mér þá dýrð ég mesta veit minningarnar geyma. Heima vistlegt var og hlýtt við það tækifæri. Allir fengu eitthvað nýtt oft þó lítið væri. Til að finna fegra líf flest var reynt að gera. Laufabrauð með litlum hníf lék ég mér að skera. Einhvern veginn færast fjær fann ég hversdags braginn. Hátíðlegur helgiblær hjúpaði gamla bæinn. Húnvetningurinn Rögn- valdur Rögnvaldsson yrkir svo einhverju sinni um áramót. Enn eru komin áramót enn má stokka spilin. Enn má gera yfirbót enn má bæta skilin. Björn Pétursson bóndi á Sléttu í Fljótum var, eins og kannski þeir sem eldri eru kannast við, snjall hagyrð- ingur. Vel skilur undirritað- ur gleðina í þessari vísu hans. Ekki er fokið öll í skjól eins og sakir standa. Gaf mér drottinn gleðileg jól og Grímur á Tjörnum landa. Gaman að enda þennan þátt í Jólablaði Feykis árið 2012 með þessari fallegu vísu Torfa Sveinssonar frá Hóli. Drottinn á dýrlegum stól dáður vitur og hár. Gefi þér gleðileg jól gæfuríkt komandi ár. Veriði þar með sæl að sinni. G.V. Vísur tengdar jólum Vísnaþáttur 583 Jóladagskráin í Menningarhúsinu Miðgarði Laugardagur 1. desember kl: 16:00 Jólatónleikar Gospelkórs Akureyrar ásamt gestasöngvaranum Rúnari Eff og hljómsveit. Föstudagur 14. desember Leiksýning eldri nemenda Varmahlíðarskóla. Þriðjudagur 18. des kl: 20:30 Notalegir jólatónleikar með tónlistarkonunum Kristínu Höllu og Jóhönnu Marín. Miðvikudagur 19. desember Jólaball Varmahlíðarskóla og leikskólans Birkilundar. Laugardagur 5. janúar Þrettándaskemmtun Karlakórsins Heimis. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða UMSJÓN Guðmundur Valtýsson glettur Úr Skagfirskum skemmtisögum 2 Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Bókaútgáfunni Hólum og Birni Jóhanni Björnssyni sem tók saman fjörefnið í Skagfirskar skemmtisögur til að birta nokkrar laufléttar sögur úr bókinni og eru þær á víð og dreif um Jólablað Feykis. Framsóknarmenn í Skagafirði hafa jafnan fengið góða heiðursgesti til sín á árlegt héraðsmót. Eitt árið mætti Steingrímur Hermannsson, þá formaður flokksins. Eftir héraðsmótið kom Guttormur í bókabúðina til Brynjars og bóksalinn byrjaði að sjálfsögðu á því að spyrja hvernig samkoman hefði verið. „Hún var stórkostleg,“ sagði Guttormur. „Og flutti Steingrímur góða ræðu?“ spurði Binni. „Þetta var ekki ræða, Brynjar, þetta var listaverk!“ HA HAHA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.