Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 16
20121 6
Ásgeir Trausti tekur á móti
blaðamanni í anddyri skólans
við lok kennslustundar. Nem-
endur skólans þyrpast að
Ásgeiri og gantast við hann
en þeim leiðist augljóslega
ekki hækkandi frægðarsól
kennara síns. „Er þetta ekki
gamli skólinn þinn?“ spyr
blaðamaður. „Jú, ég var hérna
í skólanum fyrir fjórum eða
fimm árum síðan,“ svarar
Ásgeir og sest í sófa á tón-
listarganginum. Hann byrjar
að segja frá því þegar hann
flutti á Laugarbakka þegar
hann var 11 ára gamall. „Við
fluttum hingað úr Garð-
inum á Reykjanesi þar sem
við bjuggum í eitt ár en fyrir
það bjuggum við á Reykjum
í Hrútafirði. Pabbi var skóla-
stjóri í Reykjaskóla og mamma
var kennari þar,“ útskýrir
Ásgeir en foreldrar hans heita
Einar Georg Einarsson frá
Húsavík og Pálína Fanney
Skúladóttir frá Skriðdal,
austur á Héraði.
„Við systir mín, Bergþóra
Fanney, söknuðum sveitarinn-
ar svo mikið að við suðuðum í
foreldrum okkar að flytja aftur
hingað norður, loks létu þau
undan,“ segir hann brosandi.
Þar áður segir Ásgeir þau hafa
búið á Húsavík og í Hrísey
en hafi nú verið búsett á
Laugarbakka sl. 10 ár. Ásgeir
lætur vel af Laugarbakka og
segir þorpið vera rólegt og
gott. „Hvammstangi var þó
meira bærinn, þar voru allir
vinirnir og meira um að vera,
maður kom eiginlega bara
heim til að sofa,“ segir hann
og gat þá reynt ansi mikið á
foreldra hans að skutla honum
og systur hans fram og til
baka. „Þetta var vandamál
um tíma en stundum gat þetta
verið upp í fjórar ferðir á dag
en þau létu sig hafa það,“ segir
hann og brosir.
Ásgeir var mikið í íþróttum
og segist hafa vel getað hugsað
sér að einbeita sér að því áður
en tónlistarframinn barði á
dyr. „Það er bara lífstíllinn
hérna, hér eru allir mikið í
íþróttum. Ég var mest í frjáls-
um og einbeitti mér mikið að
spjótkasti og á enn Íslandsmet
í nokkrum aldursflokkum.
Svo meiddist ég og gat ekki
kastað lengur, þá snéri ég mér
að kraftlyftingum og var í
raun kominn í mitt besta form
Fer í fjárhúsin um jólin
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
Spjallað við Ásgeir Trausta um frægðina, fjölskylduna og að sjálfsögðu jólin
Nafn Ásgeirs Trausta hefur verið á
allra vörum síðastliðna mánuði en
þessi ungi maður frá Laugarbakka
í Miðfirði öðlaðist landsfrægð á örskömmum tíma. Í
fyrstu var það fyrir tvo sumarsmelli sem hljóma iðulega
í útvörpum landsins. En svo stimplaði hann sig rækilega
inn með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn, sem kom út í
september síðastliðnum og hefur hún fengið einróma lof
gagnrýnenda. Blaðamaður Feykis hitti tónlistarmanninn í
Grunnskólanum á Laugarbakka þar sem hann starfar
sem tónlistarkennari og spurði hann út í frægðina,
fjölskylduna og að sjálfsögðu jólin.
þegar tónlistin fór af stað,“
segir Ásgeir.
Kúrði með gítarinn
Tónlistin hefur alla tíð skipað
stóran sess í lífi Ásgeirs Trausta
en foreldrar hans eru einnig
mikið tónlistarfólk. „Mamma
er kórstjóri í kirkjukór og hefur
mikið verið í orgelleik en hún
hefur lært söng og á píanó.
Pabbi er líka mikið að leika
sér, hann spilar á harmonikku
og syngur stundum í kórnum
hjá mömmu. Svo er systir
mín líka mikið í tónlist. Hún
syngur og hefur æft og spilað
á fiðlu í mörg ár,“ segir Ásgeir
um fjölskyldu sína. Hálfbróðir
hans, Þorsteinn Einarsson,
hefur einnig gert það gott
í tónlistarheiminum og er
söngvari hljómsveitarinnar
Hjálma.
Sjálfur eignaðist Ásgeir
sinn fyrsta gítar þegar hann
var þriggja ára gamall og var
hann í miklu uppáhaldi. „Það
var bara svona leikfangagítar
sem ég var alltaf með, líka
þegar ég svaf,“ segir Ásgeir
glettnislega. „Ég byrjaði að æfa
á gítar þegar ég bjó á Reykjum
um 6 eða 7 ára gamall, það
var einmitt hann Gummi sem
kenndi mér,“ segir Ásgeir en
í þeim töluðu orðum gengur
Guðmundur Hólmar Jóns-
son tónlistarkennari fram
hjá okkur, hann brosir og
kinkar kolli. „Hann kenndi
mér þar til ég var búinn að
Vinirnir Ásgeir og Gummi eru tónlistarkennarar í Tónlistarskóla V-Húnavatnssýslu en Gummi
var sá sem kenndi Ásgeiri fyrst á gítar.