Fréttablaðið - 17.05.2018, Side 6

Fréttablaðið - 17.05.2018, Side 6
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norð- austurlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en mark- miðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plast- mengun innan OSPAR sem er samn- ingur um verndun hafrýmis Norð- austur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rann- sóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Þeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðu- lega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðu- maður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samn- ingnum við NNA er að virkja sjó- menn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða fest- ist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“ gj@frettabladid.is Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin Fýlar afla sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar og gleypa því oft plast. Fréttablaðið/Ernir VIðSkIptI Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur í dag staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnis- lögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljóna króna sekt hæfilega. Í maí 2015 komst Samkeppnis- eftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppn- islögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Var um að ræða samráð um verð á bygg- ingavörum. Málið hófst þegar Múr- búðin sneri sér til Samkeppniseftir- litsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 millj- óna króna sekt á Norvik, móður- félag Byko. Norvik og Byko kærðu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála. Í október 2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-samningsins hefðu verið brotin. Einnig taldi nefndin að brot Byko væru ekki jafn alvar- leg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko úr 650 milljónum króna í 65 milljónir. Samkeppniseftirlitið höfðaði mál fyrir héraðsdómi þar sem eftir- litið byggði á því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði túlkað EES- samninginn með röngum hætti. Einnig hefði nefndin ekki lagt rétt mat á alvarleika brota Byko og sekt nefndarinnar gæti ekki tryggt full- nægjandi varnaðaráhrif. Slík áhrif eru mikilvæg til að stuðla að því að fyrirtæki raski ekki samkeppni, neytendum til tjóns. Samkeppnis- eftirlitið krafðist þess að sekt Byko yrði hækkuð. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sekt áfrýjunar- nefndar væri of lág. Engum vafa sé undirorpið að um sé að ræða sam- ráð í skilningi samkeppnisréttar. Einnig féllst dómurinn á að ákvæði EES-samningsins hafi verið brotin. – jhh Héraðsdómur hækkar sekt á Byko úr 65 milljónum í 400 milljónir byko þarf að greiða mun hærri sekt eftir dóm Héraðsdóms reykjavíkur. Fréttablaðið/ Ernir LögREgLUMÁL Til átaka kom milli bílstjóra og farþega um borð í Strætó í Borgarnesi í gærmorgun. Vagninn var kominn á leiðarenda frá Reykja- vík til Borgarness þegar atvikið varð. Vagnstjóri ýtti þá við sofandi far- þega sem greitt hafði fyrir far upp í Borgarnes, og vildi að hann yfirgæfi vagninn áður en hann héldi af stað suður á nýjan leik. Farþeginn sem mun hafa verið í annarlegu ástandi, brást hinn versti við og lét að sögn höggin dynja á vagnstjóranum. Maðurinn var í kjölfarið hand- tekinn og er í fangelsi í Borgarnesi, að sögn Guðmundar Heiðars Helga- sonar, upplýsingafulltrúa Strætó. – bg Farþegi réðst á bílstjóra SkagaFjöRðUR Öll tímalaun í Vinnuskóla Skagafjarðar hafa verið hækkuð um 120 krónur. Hækkunin er  hlutfallslega mest á tímakaupi  nemenda í sjöunda bekk sem fer úr 417 krónum í 517 krónur. Launin fara síðan stighækk- andi eftir aldri og verða 830 krónur á tímann fyrir nemendur úr tíunda bekk. Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar segir launin hækkuð til að bregðast við ábendingum íbúa og þannig að launin standist vel samanburð við önnur sveitarfélög án þess að stytta vinnutímabilið – sem sé lengra heldur en að meðaltali í vinnuskólum landsins. – gar Launin hækka í vinnuskólanum 830 krónur fá nemendur úr 10. bekk í laun á tímann Hluti af samningn- um við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum Katrín Sóley Bjarna- dóttir, sérfræðing- ur hjá Umhverfis- stofnun Aukið fjármagn veitt til rannsókna sem tengjast plastmengun. Rannsókn á fýlum er þekkt í Norð- ursjó en stunduð í fyrsta sinn á Íslandi. Niður- stöður munu liggja fyrir í lok árs. Vöktun verður haldið áfram í lengri tíma 1 7 . M a í 2 0 1 8 F I M M t U D a g U R6 F R é t t I R ∙ F R é t t a B L a ð I ð 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -6 2 0 C 1 F C D -6 0 D 0 1 F C D -5 F 9 4 1 F C D -5 E 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.