Fréttablaðið - 17.05.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 17.05.2018, Síða 28
Vandamálalausir fætur gera gott sumarfrí enn betra. Flestir vita að fætur geta auðveldlega smitast af fótsveppum á almennings­ svæðum en talið er að í Svíþjóð hafi þrír af hverjum fjórum fengið einhvers konar vandamál tengd fótum, hvort sem það er þurr húð, sigg, líkþorn, sveppasýking, vörtur eða jafnvel vírusar. Vandamálið er svipað hér á landi. Fótsveppir þrífast vel í raka og hita, til dæmis þegar maður svitnar mikið í lokuðum skóm. Þess vegna er oft mælt með að fólk gangi um í sér­ stökum baðskóm þegar það fer í líkamsrækt eða sund til að verjast því að smitast af öðrum eða smita sjálfir. Ef fólk fær sveppasýkingu í táneglur ætti það að bregðast við og leita aðstoðar hjá fagfólki. Það getur verið erfitt að vinna bug á sýkingunni og yfirleitt þarf að fá lyf frá lækni til að drepa nagla­ svepp. Neglurnar þykkna og dökkna ef þær eru með sveppa­ sýkingu en lyf við henni þarf að taka í þrjá mánuði til að ná árangri. Sumir hafa sveppasýkingu án þess að vita um það. Ekki bera naglalakk á neglur með sveppa­ sýkingu því þá getur sveppurinn vaxið enn meira undir því. Til að forðast sýkingar er rétt að þvo sér vel um fætur og bera síðan á þær feitt krem svo húðin mýkist. Bent er á að smyrja fæturna vel, ekkert vera að spara kremið. Sveppasýking í húð getur orðið að mjög slæmu vandamáli. Blöðrur og sár myndast á húðina og fólk getur tæplega gengið þegar þannig er komið. Þess vegna er best að leita strax til læknis þegar húðin fer að líta út eins og að exem sé að breiðast út í kringum tær og undir iljar. Góðir skór gera gæfumuninn. Ef skórnir eru lokaðir og þéttir er meiri hætta á fótavandamálum. Vondir sandalar eru ekki heldur neitt sérstaklega góðir fyrir fæt­ urna. Þeir geta orsakað sprungna og þurra hæla. Ef fólk fær einhvers konar vandamál á fætur, til dæmis líkþorn, ætti að leita til fóta­ aðgerðafræðings og fá aðstoð. Hægt er að prófa líkþornaplástur sem fæst í apótekum en best er að leita til fagaðila sem greina fótarmeinið. Þeir geta fjarlægt lík­ þornið auk þess að laga inngrónar neglur, sprungna húð og sigg á fótum. Athugið að fótsnyrting og fótaaðgerð er ekki það sama. Í fótsnyrtingu fær fólk dekurnudd og snyrtingu á fótum og táneglur eru lakkaðar en hjá fótaaðgerða­ fræðingum er unnið á meinunum. Fótaaðgerðafræðingar hafa sér­ staka löggildingu frá heilbrigðis­ ráðuneytinu og geta gefið góð ráð við ýmsum fótarmeinum og unnið á margvíslegum vandamálum. Góð fótaumhirða er afar mikil­ væg fyrir alla, jafnt konur og karla. Heilbrigðir fætur í sumar Sumarið er tíminn, það er fyrir opna skó. Það er hins vegar ekkert skemmtilegt að ganga um berfættur í opnum skóm ef fæturnir líta illa út. Þess vegna er gott að huga að fótsnyrtingu fyrir sumarið. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Að ganga berfættur á sumrin eða í opnum skóm er ótrúlega notalegt. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart sumarföt, fyrir smart konur S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Skoðið laxdal.is/pink passion AFSLÁTTADAGAR 15%-30% (TIL 19. MAÍ) 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . m A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C D -5 3 3 C 1 F C D -5 2 0 0 1 F C D -5 0 C 4 1 F C D -4 F 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.