Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Bókaútgáfan Hólar var stofnuð fyrir þrjátíu árum og hefur verið starfrækt á sömu kennitölu alla tíð. Guðjón Ingi Eiríksson er eigandi hennar og höfundur margra bóka útgáfunnar. „Við höfum sérhæft okkur í að gefa út bækur með gamansögum af því það er svo skemmtilegt að safna þeim saman og svo gefum við líka út íþróttabækur, ævi- sögur og fræðibækur af ýmsu tagi,“ segir Guðjón Ingi sem hefur verið útgáfustjóri frá upphafi en rekið útgáfuna einn undanfarin tólf ár. „Ég hef skrifað margar af þessum bókum sjálfur og það var eigin- lega þess vegna sem ég vildi stofna bókaútgáfu á sínum tíma, langaði að ráða sjálfur hvað ég skrifaði og hvernig útgáfunni væri háttað.“ Hólar senda frá sér svona tíu til fimmtán titla á ári. „Viðtökurnar eru yfirleitt góðar, allavega er maður ennþá að,“ segir Guðjón brosandi. „Nýjustu bækurnar er hægt að fá í bókabúðum en annars getur fólk bara haft samband við mig. Þær heita 104 „sannar“ þing- eyskar lygasögur, sem Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri á Húsavík, hefur safnað og Laggó! Gamansög- ur af íslenskum sjómönnum en þar er að finna sögur af þekktum sjó- mönnum eins og Lása kokki, Oddi spekingi, Jóni Berg og fleirum.“ Guðjón hefur safnað sögunum víða um land og lagt þannig sitt af mörkum til að geyma þessa tegund sagnaarfsins. „Þessar sögur eru bæði af tenntum mönnum og tannlausum en það eru nokkrar sögur í bókinni sem tengjast gervi- tönnum,“ segir Guðjón og hlær. Hér má sjá nokkur sýnishorn úr bókunum tveimur: Úr bókinni 104 „sannar“ þingeyskar lygasögur Albert Arnarson, starfsmaður Landsbankans á Húsavík um árabil, lagði gjörva hönd á margan plóginn. M.a. starfaði hann um skeið hjá Húsvískri fjölmiðlun, gaf út auglýsingapésann Pésann og um tíma höndlaði hann með líkams- ræktartól margvísleg og samhliða því seldi hann auðvitað fæðu- bótarefni. Einn viðskiptavinur Abba var sjómaðurinn Þorgeir Baldursson, gjarnan nefndur Nebbi af ein- hverjum ástæðum og taldist á þeim árum tæplega fylla flokk kraftakarla, a.m.k. ekki í þunga- vigtargeiranum. Abbi taldi Nebba trú um að á því mætti ráða bót með fæðubótarefnum og tókst að pranga inn á hann heljarmikilli krukku af þessháttar stöffi. Þrem dögum seinna kom Þorgeir nokkuð svona koll- húfulegur til Abba, sem spurði strax hvort hann væri ekki þegar farinn að finna aukinn kraft, þrótt og vöðvavöxt? „Ammm,“ sagði Þorgeir og dróg svo óupp- tekna fæðubótar- krukkuna upp úr plastpoka, skellti á afgreiðslu- borðið og bætti við: „Hérna, Abbi, heldurðu að þú getir nokkuð skrúfað lokið af helvítis krukkunni fyrir mig.“ * Vilhjálmur Pálsson var ára- tugum saman vinsæll og virtur íþróttakennari á Húsavík. Hann hafði alltaf góða stjórn á nem- endum og þurfti aldrei að beita hörðu til að halda uppi aga, menn voru einfaldlega ekki með neitt múður við Villa Páls, það var ekki flóknara. En lengi er von á einum og Sigur- jón Pálsson, einn af gömlu nem- endum Villa, kvaðst einu sinni hafa séð kappann verða orðlausan í leik- fimitíma þegar einn nemandi svaraði honum fullum hálsi. „Og þar átti í hlut Krist- ján heitinn Hákonarson, mikið ljúfmenni sem aldrei var með uppsteit af nokkru tagi þannig að þetta kom úr óvæntustu átt. Við vorum að koma úr kristinfræðitíma og þegar Kristján, með biblíusögurnar ferskar í kolli, var beðinn að sækja dýnu inn í geymslu þá kvað hann fast að og sagði: „Vilhjálmur, tak sæng þína og gakk!“ Þegar Villi fékk málið á ný bað hann næsta mann að sækja dýnuna.“ Úr Laggó! Gaman- sögum af íslenskum sjómönnum Hinn eini og sanni Lási kokkur keypti eitt sinn mikið af sígarettum áður en hann hélt til sjós og var spurður hvað hann ætlaði eigin- lega að gera við öll þessi ósköp af tóbaki. „Það er ekki víst að við komum í höfn bráðlega,“ svaraði Lási, „svo mér þótti vissara að hafa vaðið fyrir ofan mig.“ * Gísli Bergs, útgerðarmaður í Neskaupstað, var einn þeirra sem notuðu aldrei númer þegar þeir hringdu innan- bæjar. Hann þurfti auðvitað stundum að hringja heim til sín og sagði þá gjarnan við tal- símastúlkuna: „Heyrðu, gæskan, viltu gefa mér sam- band við sjálfan mig – heima hjá mér.“ * Nokkrir sjóar- ar á Sauðárkróki sátu um árið og sögðu sögur í beituskúrnum á gömlu tré- bryggjunni sem stóð sunnan við Skjöld, eða Verið í dag. Þar á meðal voru Agnar Sveinsson og Hörður Guðmundsson. Skömmu áður hafði Agnar veitt risaþorsk úti á firði sem vó heil 24 kíló, en það var með því mesta sem veiðst hafði á þessum slóðum. Hörður hafði hins vegar verið á snurvoð og flækt netin í Willys-jeppa frá bænum Hellulandi. Farartækið hafði flotið út á sjó eftir að hafa stöðvast úti í miðjum Héraðsvötnum nokkrum árum áður og má kannski telja það undarlegt að jeppinn skyldi ekki hafa verið dreginn á þurrt á meðan þess var einhver kostur. Sagnastundin hófst á því að Agnar sagðist hafa fengið þennan svakalega þorsk á færi. „Hann var 36 kíló á þyngd,“ sagði Agnar og baðaði út öllum öngum til að sýna stærð skepnunnar. „Þetta er nú ekki merkilegt,“ sagði Hörður. „Ég fékk Willysinn frá Hellulandi í snurvoð um daginn og þegar ég sá hann dreginn að bátnum var engu líkara en hann kæmi keyrandi upp úr hafinu og um borð. Og það merkilega var að ljósin voru enn kveikt á honum.“ „Nei, nú ýkirðu,“ sagði Agnar, „ljósin hafa nú varla verið kveikt á honum!“ Þá svarar Hörður að bragði: „Ja, ef þú tekur 10 kíló af þorsk- inum þá skal ég slökkva ljósin á bílnum.“ * Sjómennskan var Ísfirðingnum Pétri J. Haraldssyni í blóð borin og aldrei kom annað til greina en hann yrði vélstjóri eins og faðir hans, afi og föðurbræður allir. Hann var vélstjóri á fiski- og far- skipum, en einnig um tíma á Djúp- bátnum Fagranesinu, sem var með áætlunarferðir í Ísafjarðardjúpi. Pétur var eitt sinn að kaupa vara- hluti í versluninni Rörverki. Að lokinni afgreiðslu bað hann um að fá reikning fyrir vörunum og það sundurliðaðan. „Hvernig sundurliðaðan?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Þið, þessir helvítis glæpamenn, eruð stórhættulegir,“ svaraði Pétur þá. „Ég vil fá að vita hvað er eðlilegt verð og hvað er hreinn þjófnaður.“ * Þeir mágar, Óskar Matt á Leó VE 400 og Sveinbjörn Snæbjörnsson, oftast kallaður Bjössi Snæ, voru miklir mátar. Þeir fóru stundum á skak á trillu sem Óskar átti. Í einum slíkum túr vildi ekki betur til en svo að Bjössi, sem var með falskar tennur, missti út úr sér efri tanngarðinn, beint í sjóinn og sökk hann til botns. Bölvaði hann þessu óhappi að sjálfsögðu í sand og ösku. Óskar, sem einnig var með falskar, sá sér nú leik á borði að atast svolítið í mági sínum. Hann tók út úr sér efri tanngarðinn svo lítið bar á , festi hann við færið hjá sér og renndi færinu út. Dró það svo upp eftir stutta stund og kallaði til Bjössa: „Nei, sérðu hvað er á hjá mér, tennurnar þínar!“ Bækurnar fást í bókaverslunum, en einnig er hægt að panta þær hjá Bókaútgáfunni Hólum á netfanginu holar@holabok.is og s. 692-8508. Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri á Húsavík, hefur safnað saman 104 „sönnum“ þingeyskum lygasögum Hann tók út úr sér efri tanngarðinn svo lítið bar á, festi hann við færið hjá sér og renndi færinu út. Dró það svo upp eftir stutta stund og kallaði til Bjössa: „Nei, sérðu hvað er á hjá mér, tennurnar þínar! Úr Laggó! Gamansögum af íslenskum sjómönnum 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . m A Í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E E -E 4 F 4 1 F E E -E 3 B 8 1 F E E -E 2 7 C 1 F E E -E 1 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.