Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 41
Við leggjum mjög mikið upp úr því að bjóða góða þjónustu þegar fólk þarf á henni að halda. Fyrirtækið Klettur sérhæfir sig í sölu á vörubílum og vinnu-vélum og þjónustu við tækin. Klettur er umboðsaðili fyrir vinsæl og leiðandi vörumerki og leggur mikla áherslu á að bjóða góða þjónustu, hvenær sem hennar er þörf. „Klettur var stofnað árið 2010, þegar fyrirtækið tók yfir rekstur- inn á vélasviði Heklu, en sagan á rætur að rekja til 1947, þegar Hekla varð umboðsaðili Caterpillar á Íslandi,“ segir Bjarni Arnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs. „Við erum umboðsaðilar fyrir allar Caterpillar vörur, vinnuvélar, báta- vélar, rafstöðvar og lyftara, Scania vörubíla og rútur, Goodyear og Dunlop dekk og Ingersoll Rand loftpressur. Það er meginkjarninn í okkar starfsemi. Höfuðstöðvarnar okkar eru í Klettagörðum, þar sem við höfum 4.300 fermetra aðstöðu sem er sú besta sem völ er á,“ segir Bjarni. „Hjá fyrirtækinu starfa 96 starfs- menn og stærsti hluti þeirra sinnir þjónustu, þar sem við leggjum mikið upp úr henni.“ „Við skilgreinum okkur í raun sem þjónustumiðað fyrirtæki og nálgumst sölu út frá þeirri hug- mynd að veita góða þjónustu,“ segir Snorri Árnason, sölustjóri vinnuvéla. „Við höfum fulltrúa á lands- byggðinni, á Akureyri, Egils- stöðum, Ísafirði, Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum,“ segir Bjarni. „Við rekum líka dekkjaþjónustu í Klettagörðum, sem er bæði fyrir fólksbíla, vörubíla og vinnuvélar og höfum útibú í Hátúni í Reykja- vík og Suðurhrauni í Garðabæ.“ Fyrsta flokks þjónusta með nýjustu tækni „Það er eitt að kaupa tæki af okkur til vinnu, en ef þú færð ekki þjónustu gagnast tækið þér lítið og fjárfestingin skilar sér ekki. Tækja- flotinn þarf að ganga þegar mikið liggur við,“ segir Bjarni. „Þess vegna erum við alltaf til staðar ef eitthvað kemur upp á og getum brugðist skjótt við. Við leggjum mjög mikið upp úr því að bjóða góða þjónustu þegar fólk þarf á henni að halda. Að öllu jöfnu höfum við menn á bakvakt allan sólarhringinn, 365 daga á ári, bæði í varahlutum, hjól- barðaþjónustu og viðgerðum. Við erum líka með mjög langan opn- unartíma. Á vörubílaverkstæðinu erum við til dæmis með opið frá klukkan 7.45 á morgnana til 23.30 á kvöldin. Við erum með öfluga varahluta- þjónustu og ef við eigum ekki hlutinn til fáum við hann sendan til okkur á skömmum tíma. Oftast er það sem er pantað fyrir hádegi einn daginn komið fyrir hádegi þann næsta,“ segir Bjarni. „Svo pössum við vel upp á að uppfylla allar kröfur birgjanna okkar hvað varðar starfsfólkið, sem þýðir að það er mikil áhersla á endur- menntun og að allir fylgist með tækniframförum. Talandi um tækniframfarir, þá erum við með ný kerfi frá bæði Caterpillar og Scania sem gera okkur kleift að fylgjast með tækj- um, sjá ástand á þeim og greina hugsanleg vandamál í gegnum gervihnött,“ segir Bjarni. „Ef það er eitthvað sem þarf að endursetja getum við jafnvel gert það líka án þess að tækið komi til okkar, sem er frábært, sérstaklega fyrir fyrir- tæki með stóra bílaflota.“ Meiri sjálfvirkni eykur afköst og öryggi „Við höldum ákveðinn lager af minni og meira alhliða vinnu- tækjum, en það er líka hægt að sér- panta hjá okkur ýmis sérhæfðari tæki,“ segir Snorri. „Við erum til dæmis nýbyrjaðir að selja nýja kynslóð af beltagröfum frá Cater- pillar, fyrstu vélarnar af þessari gerð eru komnar til landsins, þær eru af gerðinni 320 og 323.“ „Það sem er kannski helst nýtt í þessum gröfum er að það er komið innbyggt GPS vélstýringarkerfi í þær sem sýnir gröfustjóranum gröfuarminn og allt annað í þrí- vídd út frá teikningunum sem er verið að vinna eftir,“ segir Bjarni. „Þannig að gröfustjórinn sér til dæmis stöðuna á skóflunni, dýptina sem hann er búinn að grafa og annað slíkt á skjá. Þetta gefur stjórnandanum miklu betri yfirsýn yfir verkið en venjulega og minnkar þörfina á utanaðkomandi mælingavinnu. Það er líka innbyggð vigt, þannig að tækjastjóri getur séð þyngdina á efninu sem hann hefur í skóflunni og ef hann er til dæmis að moka á vörubíl getur hann stillt inn hámarksþyngd svo hann yfirhlaði bílinn ekki,“ segir Bjarni. „Þetta kerfi gerir það líka að verkum ef menn eru að taka skurð með vatnshalla út af lögnum eða slíku, þá er hægt að stilla það inn í kerfið svo vélin taki þennan halla sjálfkrafa,“ segir Snorri. „Það er líka hægt takmarka hversu mikið vélin snýst, þannig að ef það er til dæmis verið að vinna nálægt umferð er hægt að búa til svokallaða rafræna girðingu, þannig að það sé ekki hægt að snúa vélinni þannig að hún fari út í umferðina.“ „Það er alls kyns svona búnaður í þessum vélum, sem bæði snýr að öryggi og hjálpar stjórnandanum að vinna vinnuna sína,“ segir Bjarni. „Þetta GPS-kerfi er líka orðið staðalbúnaður í öllum jarðýtum frá CAT,“ segir Snorri. „CAT hefur gert tækin sjálfvirk- ari, þannig að það er auðveldara fyrir lítið reynda tækjastjóra að ná sömu afköstum og mjög reyndir,“ segir Bjarni. „Þessi nýju tæki eru líka með snertiskjá í mælaborðinu, þannig að það er auðvelt að nota hann og hann hentar ungum og upprennandi tækjastjórum vel. Það hafa orðið mjög hraðar fram- farir í þessum tækjum með tölvu- væðingunni.“ Öflug þjónusta og ný tækni Klettur selur hágæða vörubíla og vinnuvélar og veitir góða og alhliða þjónustu. Þar er hægt að fá nýjustu tækin frá Caterpillar, sem auka afköst og öryggi með aukinni tölvuvæðingu og sjálfvirkni. Snorri Árnason, sölustjóri vinnuvéla, og Hjálmar Örn Arnarson, sölumaður vinnuvéla, á nýju Caterpillar gröfunni. MYNDIR/EYÞÓR Klettur byrjaði nýlega að að selja nýja kynslóð af beltagröfum frá Caterpillar, en þær eru af gerðinni 320 og 323. KYNNINGARBLAÐ 27 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 . m a í 2 0 1 8 vINNUvéLAR oG vÖRUBíLAR 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E E -E 0 0 4 1 F E E -D E C 8 1 F E E -D D 8 C 1 F E E -D C 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.