Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 34
Guðmundur tók bílpróf árið 1929 og keypti sér vörubíl ári síðar. Árið 1931 keypti hann svokallað alþingishátíðarboddí. Þetta var kassi sem var settur á vörubíl og flutti fólk og varning. Það voru oft um 9-12 manns fluttir í svona bíl auk varnings. Þannig byrjuðu þessir farþegaflutningar hjá honum og þarna var grunnur lagður að fyrirtækinu,“ segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Guðmundar Jónassonar ehf. Þriðja kynslóðin „Nú er þriðja kynslóð að stýra skipinu,“ segir Stefán en hann er barnabarn Guðmundar. „Ég fékk að ferðast mikið með afa um fjöll og firnindi þegar ég var barn og unglingur. Ég þekki nánast hvern krók og kima á landinu og mikið af örnefnum. Ég þekki fólk víða um landið frá þessum ferðum hér áður fyrr með afa mínum. Ég lærði margt af ferðunum, m.a. hvernig á að bera sig að í svona ferðum um hálendið og hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir landinu og náttúrunni,“ segir Stefán. Hann rifjar upp að Guðmundur hafi síðan unnið fyrir Landssímann og Orkustofnun og séð um fólks- og vöruflutninga fyrir báðar stofnanir sem og fleiri aðila sem á þurftu að halda. Árið 1947 gaus Hekla og Guðmundur hafði nóg að gera við að keyra ferðamenn fram og til baka til að skoða Heklugosið. Brautryðjendastarf „Guðmundur vann mikið braut- ryðjendastarf á sviði ferðaþjónustu fyrir erlenda ferðamenn með hálendisferðum sínum í árdaga ferðamennsku á Íslandi. Ófáar sögur eru til af Guðmundi, hvernig hann brást við hinu óvænta sem nánast var í hvert sinn í hálendisferðum þess tíma. Slóðar á hálendinu voru verri í þá daga og fóru illa með farartæki. Þurfti þá oft verulega útsjónarsemi til að ljúka ferðum og hana hafði Guð- mundur í ríkum mæli. Guðmundur fann m.a. bílfært vað yfir Tungnaá sem heitir Hófsvað og opnaði bíl- færa leið inn á hálendið til Veiði- vatna og áfram yfir Sprengisand og norður yfir hálendið,“ segir Stefán. Fjölskyldufyrirtækið hefur vaxið og dafnað síðan og tekur árlega við miklum fjölda erlendra ferðamanna. Árið 1961 keypti Fyrirtækið vex og dafnar Upphafsmaður og stofnandi fyrirtækisins Guðmundur Jónasson var goðsögn í lifanda lífi vegna frumkvöðlastarfs í óbyggðaferðum og ferðaþjónustu. Nú er þriðja kynslóðin tekin við. Stefán Gunnarsson, forstjóri Guðmundar Jónassonar, stendur hér við gömlu rútuna. MYND/SIGTRYGGUR ARI fyrirtækið fyrsta Mercedes-Benz hópferðabílinn af Ræsi, þáverandi umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Þess má til gamans geta að þessi bíll er enn í eigu Guðmundar Jónassonar ehf. en hann var gerður upp að af miklum myndarskap fyrir nokkrum árum. Bílafloti fyrirtækisins í dag samanstendur af tæplega 30 Mercedes-Benz bifreiðum. „Við erum að færa fyrir- tækið inn í nútímann og höfum endurnýjað bílaflotann mjög mikið. Við höfum einungis keypt Mercedes-Benz bifreiðar síðan árið 1961,“ segir Stefán. Fyrirtækið hefur keypt alls 157 Mercedes- Benz bifreiðar á þessum 58 árum. Nýjasti bíllinn í flotanum er glænýr Mercedes-Benz Tourismo sem kom í ársbyrjun. Það var uppfærsla á honum nýverið og við fengum fyrsta eintakið af nýrri kynslóð bílsins. Meðalaldur bílaflotans er nú um fjögur ár. Allir bílar okkar eru með salerni og þráðlausu neti, vel búnir, nýir eða nýlegir og fara vel með farþega og starfsmenn.“ Samkeppnin er mikil Stefán segir að eftir að ferðaþjón- ustan varð heilsárs atvinnugrein sé alltaf nóg að gera. „Samkeppnin er mikil. Bílstjórar okkar fara á námskeið erlendis og þurfa að fara í gegnum endurmenntun atvinnu- bílstjóra sem þarf að klárast fyrir september í haust.“ Stefán segir að fyrirtækið hafi verið frumkvöðull að því að keyra hringferðir í kringum landið í hverri viku, allan ársins hring. „Við erum að gera okkar í því að koma ferðamönnum sem víðast og breiðast um landið en ekki láta þá bara hanga hérna á suðvestur- horninu,“ segir hann. Ferðaþjónustufyrirtækið býður einnig upp á fjölþættar ferðir fyrir Íslendinga erlendis að sögn Stef- áns. „Auk þeirra ferða sem finna má á heimasíðu fyrirtækisins þá hefur það getið sér gott orð fyrir skipulagningu ferða fyrir hina ýmsu sérhópa, s.s. starfsmanna- félög, húsmæðraorlof, kvenfélög, námsferðir og útskriftarhópa.“ Um 60 manns starfa hjá fyrirtækinu. Þá er fjöldi fólks sem vinnur í hlutastörfum. Höfuð- stöðvar fyrirtækisins fluttu árið 2016 frá Borgartúni út á Kársnesið en þær höfðu verið í Borgartúninu frá árinu 1961. Yfirbreiðslur - Segl - Net - Margar útgáfur 555-8000 : velanaust.is Aukið öryggi Allra hagur 20 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RvINNUvéLAR oG vöRUBíLAR 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E F -1 B 4 4 1 F E F -1 A 0 8 1 F E F -1 8 C C 1 F E F -1 7 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.