Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 43
LOKSINS KOMNAR VINSÆLU SUMARYFIRHAFNIRNAR Regnkápur- Frakkar - Vatt jakkar Fæst í apótekum og heilsuverslunum, Hagkaup, Melabúðinni Fræinu, Fjarðarkaupum auk valdra útsölustaða um land allt. Síðasta miðvikudag hélt lýðheilsufræðingurinn og kennarinn Ólöf Kristín Sívertsen fyrirlesturinn Gerir hreyfing okkur hamingjusöm? sem haldinn var á vegum Félags um jákvæða sálfræði. Ólöf hefur starfað um margra ára skeið við heilsueflingu í skólasamfélaginu og er m.a. verkefnastjóri Heilsu- eflandi samfélags í Mosfellsbæ sem var fyrst sveitarfélaga til að taka þátt í því samstarfi við Embætti landlæknis. „Það eru orðin mörg ár síðan ég fór að velta fyrir mér hvaða þættir það væru sem hefðu áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar og hvernig við gætum nýtt þá vitneskju til góðs. Hreyfing er einn af þessum þáttum sem flestir tengja beint við líkamlega heilsu en kannski ekki endilega við hamingju. Nýlegar rannsóknarniðurstöður benda því miður til þess að kvíði og þung- lyndi sé að aukast í samfélaginu og því er svo spennandi ef við náum að nýta hreyfinguna á markvissan hátt til að auka hamingju og draga þar með úr þunglyndi og kvíða.“ Jafnvægi, sátt og frelsi En hver skyldi niðurstaða Ólafar vera, gerir hreyfing okkur hamingju- söm? „Það eru til margar skilgreiningar á hamingju en segja má að hún felist í ákveðnu jafnvægi, sátt og frelsi. Hamingja snýst ekki um það að vera í sjöunda himni öllum stundum heldur frekar um viðhorf okkar til þeirra áskorana sem við mætum í daglegu lífi og hvernig við tökumst á við þær. Talað er um að þeir sem eru hamingjusamir séu heilbrigðari og lifi lengur, eigi í betri félagslegum samskiptum og séu afkastameiri.“ Hún bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að við hreyfingu fari af stað líffræðileg atburðarás þar sem aukið blóðflæði skilar auknu súrefni og næringarefnum til bæði vöðva og heilafruma sem eykur starfsemi þeirra. „Það svæði heilans sem kallast dreki (e. hippocampus) er minna hjá þeim sem þjást af þunglyndi en það svæði tengist m.a. skapi, hugsun og tilfinn- ingum. Hreyfing styður við vöxt og tengingar taugafruma í drekanum en slíkt bætir heilastarfsemi og líðan og dregur úr þunglyndi. Sýnt hefur verið fram á að hreyfing geti í sumum tilfellum verið jafn áhrifa- rík og jafnvel áhrifaríkari en lyf.“ Finna hreyfingu við hæfi Ekki nóg með það heldur eykst flæði á vellíðunarefninu endorfíni við hreyfingu að sögn Ólafar; hún getur verið vörn gegn hjartasjúk- dómum og sykursýki, dregið úr háþrýstingi, haft góð áhrif á gigt og stuðlað að betri svefni. „Þess utan getur hreyfing stuðlað að bættu sjálfstrausti, aukið félagslega virkni okkar og verið okkur verkfæri til að takast meðvitað á við líðan okkar. Síðast en ekki síst gegnir hún jafn- framt mikilvægu hlutverki til að viðhalda góðri andlegri heilsu og hamingju.“ Það er því óhætt að segja að hreinlega allt mæli með daglegri hreyfingu enda eiga börn að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir í a.m.k. 30 mínútur sam- kvæmt opinberum ráðleggingum frá Embætti landlæknis, segir Ólöf. „Mikilvægt er að hver og einn finni sína uppáhaldshreyfingu því þar eru einmitt mestu verðmætin fólgin, í skemmtilegri hreyfingu sem við gerum að reglulegum og órjúfanlegum hluta af okkar dag- lega lífi.“ Skólar í lykilhlutverki Hver og einn einstaklingur ber að sjálfsögðu ákveðna ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan en það er svo óendanlega margt sem samfélagið getur gert til að auðvelda okkur að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, segir Ólöf. „Þar eru skólarnir okkar lykilaðilar því þar erum við að leggja grunn að hefðum og venjum komandi kyn- slóða. Við þurfum að auka áherslu á hreyfingu í skólasamfélaginu á öllum skólastigum.“ Annar hópur sem Ólöf vill nefna sérstaklega eru eldri borgarar. „Við lifum lengur en áður og því fjölgar hratt í eldri aldurshópum. Það er ekki síður mikilvægt fyrir þennan hóp að stunda reglulega hreyfingu því öll viljum við vera sjálfbjarga og heilbrigð sem lengst. Þarna fara hagsmunir okkar sem einstaklinga og samfélagsins saman.“ Alltaf pláss fyrir hreyfingu En hvaða ráð hefur Ólöf til þeirra sem hreyfa sig lítið en langar gjarnan að bæta úr því? „Við getum öll bætt hreyfingu inn í daglegt líf okkar. Það er um að gera að byrja smátt og bæta síðan við, njóta þess að finna aukna vel- líðan og hvað við styrkjumst sem hvetur okkur til stærri sigra.“ Hún segir t.d. tilvalið að reyna að ganga eða hjóla meira. Einnig að nota bílinn minna, leggja lengra frá ef við notum bílinn og taka stigann í staðinn fyrir lyftuna. „Höfum hug- fast að við þurfum ekki endilega að fara í ræktina til að hreyfa okkur. Lykilatriði er að finna þá hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg.“ Stutt í náttúruna Hún bendir einnig á ýmis lands- verkefni á borð við Hreyfiviku UMFÍ, Lífshlaupið, Göngum í skólann, Lýðheilsugöngur FÍ og fleiri verkefni. „Þar er fullt af fólki sem er að auðvelda aðgengi okkar að hreyfingu með skemmtilegri umgjörð og skipulagningu og auð- vitað eigum við að taka þátt.“ Auk þess erum við Íslendingar svo vel í sveit sett að um nánast allt land er stutt í náttúruna og fjölmörg útivistarsvæði við allra hæfi. „Þar má nefna gönguleiðir á jafnsléttu, fell og fjöll af öllum stærðum og gerðum, hjólaleiðir, leikvelli, golfvelli, fjörur, útiæfinga- tæki, tröppur, þúfur og ótalmargt fleira sem við eigum að nýta okkur. Ég skora því á alla landsmenn að stunda reglulega hreyfingu og útivist og stuðla þannig að bættri líðan og hamingju.“ Skemmtileg hreyfing er algjört lykilatriði Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og kennari, hélt skemmtilegan og áhugaverðan fyrirlestur í síðustu viku sem ber heitið Gerir hreyfing okkur hamingjusöm? Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og kennari. MYND/STEFÁN Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 . m a í 2 0 1 8 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E E -E 4 F 4 1 F E E -E 3 B 8 1 F E E -E 2 7 C 1 F E E -E 1 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.