Fréttablaðið - 31.05.2018, Page 10

Fréttablaðið - 31.05.2018, Page 10
Viðskipti Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur verið kjörin formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða. Guðrún er fyrsta konan í for- mannsstóli samtakanna frá stofnun 1998. Framkvæmdastjóri Lands- samtaka lífeyrissjóða frá 2011 er Þórey S. Þórðardóttir. Því eru konur í báðum æðstu forystustörfum líf- eyrissjóðakerfis landsmanna. – jhh Í forystu fyrir lífeyrissjóðina UMHVERFisMÁL Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkj- arrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerða- áætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórn- valdsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endur- vinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverris- sonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslu- sjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munur- inn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endur- nýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með til- komu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi auk- innar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjar- rörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“ sighvatur@frettabladid.is Segir tillögur ríma við stefnuna Samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilar ráðherra tillögum að aðgerðum í nóvember. ESB leggur til bann við vissum einnota hlutum. Framkvæmdastjóri Sorpu vill að ráðist sé að rót vandans. Gríðarlegt magn af plastúrgangi hefur verið safnað í endursvinnslustöðinni í Gufunesi. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari GRÆNLAND Velji Grænlendingar kínverskan verktaka vegna gerðar flugvalla er hætta á komu kín- verskra hermanna til landsins. Þetta sagði varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Jim Mattis, á fundi með varnarmálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen. Kínverska ríkisfyrirtækið China Communications Construction Company, CCCC, býður í gerð flug- valla í Nuuk, Ilulissat og Qaqortoq. Mattis benti á hernaðarum svif Kínverja í Suður-Kínahafi. Gaf hann þar með í skyn að gera mætti ráð fyrir slíkum umsvifum víðar. – ibs Grænland varað við Kínverjum Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. NOrDiCPHOtOS/aFP Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endur- unnar eða endurnotaðar. Stefán Magnússon, sölu- og markaðs- stjóri Coca-Cola á Íslandi Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður ll. Hæfni og yfirburðir Ford Kuga AWD liggja í öflugu fjórhjóladrifi, mikilli veghæð og einstakri dráttargetu þar sem hann leikandi dregur 2.100 kg. Þú situr hátt í Kuga, aksturseiginleikar eru fyrsta flokks og þægindin í hámarki. Ford Kuga er búinn íslensku leiðsögukerfi, 8“ skjá, Bluetooth, raddstýringu og fimm stjörnu öryggi. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 FORD KUGA TITANIUM S AWD YFIRBURÐIR! ford.is 5.190.000 FORD KUGA TITANIUM S AWD SJÁLFSKIPTUR TILBOÐSVERÐ: VERÐ ÁÐUR: 5.610.000 KR. KR. A F S L Á T T U R -420.000 KR. Ford_Kuga_Tilboð_3_5x15_20180528_END.indd 1 28/05/2018 14:24 3 1 . M A í 2 0 1 8 F i M M t U D A G U R10 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -1 D 4 C 1 F F 5 -1 C 1 0 1 F F 5 -1 A D 4 1 F F 5 -1 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.