Fréttablaðið - 31.05.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 31.05.2018, Síða 30
Náttúrulegar trefjar sem hjálpa til við þyngdarstjórnun, viðhalda eðlilegu kólesteróli og bæta meltinguna Náttúrulegar trefjar sem hjálpa til við þyngdarstjórnun, viðhalda eðlilegu kólesteróli og bæta meltinguna Náttúrulegar trefjar sem hjálpa til við þyngdarstjórnun, viðhalda eðlilegu kólesteróli og bæta meltinguna Hlaupaferill Rúnu Rutar Ragn-arsdóttur hófst um alda-mótin þegar hún byrjaði að hlaupa úti á sumrin eftir langa inniveru í ræktinni yfir veturinn. Sama ár tók hún þátt í sínu fyrsta keppnishlaupi en eftir bakslag lagði hún hlaupaskóna á hilluna í fáein ár. Þegar fjölskyldan flutti til Boston árið 2005 hófst hlaupa- ferillinn á ný og hefur staðið yfir óslitið síðan. Nokkrum árum síðar hóf hún að stunda utanvegahlaup en síðasta rúma árið hefur hún tekið þátt í tveimur skemmtilegum og krefjandi utanvegahlaupum í Hong Kong og á eyjunni Elbu skammt undan ströndum Ítalíu. Rúna segir að upphaflega hefði hún ekki trúað því að hún gæti haft gaman af hlaupum enda ekki þolað þau sem barn. Það var ekki fyrr en eiginmaður hennar, Tómas Ingason, dró hana út að hlaupa sem hún lærði að njóta þess að hreyfa sig utandyra. „Ég man þegar ég fór í Öskjuhlíðina með honum í fyrsta sinn hvað ég þoldi ekki ójafnt undirlagið. Á þeim tíma- punkti hefði ég aldrei trúað því að ég ætti eftir að hlaupa í 100 km fjallahlaupi á lífsleiðinni.“ Hún segir mest heillandi við hlaupin að þar sé hægt að láta drauma sína rætast. „Það er eitt- hvað svo heillandi við að hlusta á draumana sína, láta þá verða að veruleika og leyfa þeim að þróast í nýjar áskoranir.“ Gefa aukið sjálfstraust Ákveðin kaflaskil urðu á hlaupa- ferli Rúnu þegar fjölskyldan flutti til Boston árið 2005. „Á þessum tíma hafði ég hvílt hlaupin í góðan tíma. Ég datt inn á heimasíðu um Boston hálfmaraþon og ákvað að slá til. Dóttir mín var þá tveggja ára þannig að ég hljóp með hana í hlaupakerru þegar ég var að undirbúa mig. Ég man að þegar ég kom í mark hugsaði ég að það væri nú bara skrítið fólk sem færi tvöfalt þá vegalengd. Þremur mánuðum síðar rákumst við hjónin á bók um maraþon eftir Hal Higdon og í ágúst 2006 hlupum við okkar fyrsta maraþon. Síðan þá hef ég hlaupið í þrettán mara- þonhlaupum og nokkrum ultra hlaupum. Þrisvar sinnum hef ég hlaupið Laugaveginn og einu sinni Esjumaraþon og Hengilshlaupið.“ Hún segir magnað að horfa til baka og sjá hvernig hlaupin hafi þróast hjá henni en þau hafi gefið sér miklu meira en hana grunaði. „Ég hef notað þau að mestu sem andlega uppbyggingu og hvatningu til að láta drauma mína rætast, stóra sem smáa. Hlaupin hafa gefið mér aukið sjálfstraust og ég hef lært að ég er enginn meðal- jón heldur manneskja sem getur svo miklu meira en ég hélt.“ Getur nánast allt Langhlaupin hafa líka gert Rúnu þolinmóðari en hún segist ekki þolinmóð að eðlisfari heldur vilji kýla á hlutina strax. „Þess vegna hef ég t.d. ekki lagt í að stunda golf. Með hverju skrefinu sem ég tek verð ég sterkari. Það að ákveða eitthvað, og láta af því verða, hefur gefið mér mikinn styrk og trú á að ég geti nánast allt. Auðvitað hafa hlaupin líka byggt mig upp líkam- lega en það er ekki ástæðan fyrir því að ég hleyp, það er bara bónus. Til að hlaupa langar vegalengdir þarf að vera sterkur en ekki síður Helga María, hlaupafélagi Rúnu Rutar, tekur hér mynd af öllum hópnum við drykkjarstöð á Elbu. Rúna Rut fyrir miðri mynd ásamt hlaupavinkonum sínum Helgu Maríu (t.v.) og Millu, eftir að hafa klára 40 km hlaup á eyjunni Elbu í síðasta mánuði. Rúna Rut Ragnarsdóttir kemur hér í mark í Hengill Ultra hlaupinu síðasta sumar. MYND/HENGill UltRa Sæl og glöð eftir flott 45 km Esju­ maraþon síðasta sumar. Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.is Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 þarf höfuðstykkið að vera í lagi. Svo er líka nauðsynlegt að hafa húmor fyrir sjálfum sér og geta skemmt sér einn. Hlaupin hafa ekki bara hjálpað mér andlega og líkamlega heldur í vinnunni líka þar sem ég nota þessa aðferðafræði varðandi þær hugmyndir sem ég fæ.“ Brosandi í mark Eins og fyrr segir lauk Rúna tveimur utanvegahlaupum í Hong Kong og á Ítalíu á síðasta ári og nú nýlega. Hún segir Hong Kong hlaupið hafa átt sér smá aðdraganda. „Sumarið 2016 ákvað ég að hlaupa í Laugavegshlaupinu og var planið að bæta tímann. Það breyttist þegar ég ákvað að taka Esjumaraþon, sem er 45 km hlaup með 3.200 m hækkun, mánuði áður og Reykjavíkurmaraþonið mánuði síðar. Ég fór því þessi þrjú hlaup á þremur mánuðum en ég var ákveðin í að ef ég gæti það þá myndi ég skrá mig í Hong Kong hlaupið sem er 100 km hlaup.“ Hún tók undirbúninginn mjög skynsamlega að eigin sögn og ákvað í raun að æfa eins lítið og hún kæmist upp með. Markmiðið var í raun að koma brosandi í mark og hafa gaman af. „Þetta hlaup var ein magnaðasta upplifun mín til þessa og ég kláraði innan þeirra tímamarka sem mig dreymdi um. Við vinkonurnar komum saman brosandi í mark en það sem gerði hlaupið algjörlega einstakt var að við hlupum saman alla leiðina. Það var alls ekki planið því ég vil hlaupa á mínum forsendum og það er bónus ef maður er í samfloti með góðri vinkonu eða vini. Þetta var upplifun sem ég mun aldrei gleyma og hefur mótað mig mikið sem einstakling.“ lét hjartað ráða Rúna byrjaði að þjálfa hjá hlaupa- hópnum Náttúruhlaupum í apríl og þannig heyrði hún um hlaupið á Elbu. „Það var í kringum miðjan apríl sem ég ákvað að fara með hópnum. Ég skráði mig fyrst í 20 km hlaup en innst inni langaði mig í lengra hlaup. Rúmum tveimur vikum fyrir hlaupið ákvað ég að láta hjartað ráða og fara frekar 40 km og voru hlaupafélagar mínir himinlifandi.“ Hún segir hlaupið hafa gengið vonum framar og kláraði hún það á 30 mínútna skemmri tíma en plön gerðu ráð fyrir. „Ég fann ekki mikið fyrir þessu hlaupi enda komin með góðan hlaupagrunn. Ég vildi þó ekki fara hraðar enda var planið ekki að fara í neina keppni þar sem upplagið var bara að njóta.“ alltaf þakklát á ráslínu Á löngum hlaupaferli hefur ekki allt gengið upp að sögn Rúnu og einu sinni þurfti hún að hætta keppni vegna veikinda. „Það var mjög svekkjandi en bara partur af þessu og eftir það er ég alltaf þakk- lát fyrir að vera á ráslínu og svo að komast í mark. Tími er svona meira auka markmið en ég fer ýmist í hlaup með tímamarkmið í huga eða þar sem ég er alls ekkert að spá í það.“ Hún segist endalaust þakklát manninum sínum fyrir að hafa dregið sig út að hlaupa á sínum tíma og að hafa stutt sig í gegnum þessi ævintýri. „Eins hafa börnin hvatt mig til dáða. Það er aldrei að vita nema maður setji saman maraþon myndabók til að sýna barnabarnabörnunum en mark- mið mitt er að hlaupa maraþon eða lengra hlaup þegar ég verð 70 ára.“ Mikið úrval af TYR sundfatnaði - nýjar gerðir og litir, úr DURAFAST 300+ efninu, sem er sérlega klórþolið og lithelt. Kíktu á úrva ið á heimasíðu okkar www.aquasport.is Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur sími: 5640035 2 KYNNiNGaRBlaÐ 3 1 . M a í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RNæRiNG, HEilSa oG lífSStíll 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 4 -F F A C 1 F F 4 -F E 7 0 1 F F 4 -F D 3 4 1 F F 4 -F B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.