Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Styrmir Kári Leikskólabörn Mikið er um lyfjaávísanir til barna á Íslandi og eru sum þeirra ekki ætluð börnum og geta beinlínis verið þeim varasöm. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Mörg þessara lyfja eru ekki ætluð börnum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Emb- ætti landlæknis, við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að þegar ávísanir helstu geðlyfja meðal barna eru skoðaðar kemur í ljós að almennt eru fleiri börn á leik- og grunnskólaaldri sem fá ávísuð tauga- og geðlyf hér á landi en meðal jafn- aldra þeirra í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Á heimasíðu embættisins er birtur listi yfir algengustu geðlyf sem ávís- að er á börn á Ís- landi. Þar kemur meðal annars fram að börn á aldrinum 0-4 ára hafa fengið ávísað svefnlyfið Circad- in og Parkódín og SEM-mixtúru sem bæði inni- halda umtalsvert magn af kódeini, en lyf þessi eru ekki ætluð börnum. Börn á aldrinum 5-9 ára hafa einn- ig fengið ávísuð áðurnefnd lyf auk þunglyndislyfsins Fluoxetín og hegðunarröskunarlyfsins Ríson. Hið fyrrnefnda er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára og ekki er mælt með notkun lyfsins Ríson hjá börnum yngri en 5 ára. Þá hafa börn í báðum aldurshópum fengið ávísað lyfið Nozinan sem gefið er einstaklingum sem glíma við geðrofsástand, en ef lyfið er notað lengur en í nokkra mánuði í senn geta komið fram park- insonslíkar hreyfitruflanir. Ólafur B. segir mikla notkun þunglyndislyfja og geðrofslyfja hér á landi hafa komið á óvart. „Við höfum áhyggjur af þessu, m.a. í ljósi þess að hinar þjóðirnar eru eiginlega ekkert að ávísa þessum lyfjum og fyrir þetta verða barnalæknar að svara.“ Börnum gefin lyf ætluð fullorðnum  Börn á leikskólaaldri fá ávísuð sterk verkjalyf, svefnlyf og geðrofslyf  Parkinsonslíkar hreyfitrufl- anir geta komið fram sem aukaverkun við notkun eins þeirra  Áhyggjuefni, segir sérfræðingur Ólafur B. Einarsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Umsóknum um vernd fækkar Umsækjendur um alþjóðlega vernd í sept- ember voru 104 og voru flestir þeirra ríkisborg- arar Georgíu og Albaníu. Eru þetta þriðjungi færri umsóknir en í ágústmánuði þegar 154 sóttu um og 40% færri en í septembermánuði á síðasta ári en þá sóttu 176 um, að því er fram kemur á vef Útlendingastofnunar og Stjórnarráðsins. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu níu mánuðum ársins var 883, tæpum 60% fleiri en á sama tímabili árið 2016 þegar þær voru 561. Umsóknir það sem af er októbermánuði eru 35 og hefur fjöldi umsókna um vernd á mánuði ekki verið minni frá því í maí á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti á þessu ári sem umsóknum hefur fækkað samanborið við sama mánuð árið 2016. Síðustu tvö ár hefur um- sóknum fjölgað skarpt á haustin svo um er að ræða áberandi umskipti. Líklega má rekja þessa fækkun, a.m.k. að hluta, til breytinga á reglu- gerð um útlendinga sem tók gildi síð- asta sumar og veitir m.a. rétt til að hraða málsmeðferð og fella niður framfærslu vegna tilhæfulausra um- sókna. ernayr@mbl.is Vernd Útlend- ingastofnun.  Umskipti frá sama tíma í fyrra Talsverð olíumengun er í Grófarlæk í Foss- vogsdal í Reykjavík, en hann rennur í vestari El- liðaá. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst til- kynning um olíumengunina á laugardag og var slökkviliðið kallað út til að sinna mengunar- vörnum, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkur- borgar. Slökkviliðið hefur komið fyrir slöngum til að reyna að hefta lekann og síum sem eiga að draga olíuna í sig. Sjáanleg olíubrák er á vatninu eins og má sjá á meðfylgjandi mynd þar sem olíu- brákin liggur við hliðina á olíusíunni. Morgunblaðið/Eggert Litfögur olíubrák í polli Olíumengun í Grófarlæk í Fossvogsdal Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Þriðjungur leigjenda greiðir meira en helming ráðstöfunartekna sinna í húsaleigu og meira en helmingur leigjenda segist vera á leigumarkaði af nauðsyn. Þetta kemur fram í könnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs (ÍLS), sem Una Jónsdóttir, hag- fræðingur deildarinnar, kynnti á húsnæðisþingi í gær. „Fólk á leigumarkaði virðist vera fast þar, gegn sínum vilja eins og staðan er í dag,“ er haft eftir Unu í fréttatilkynningu frá ÍLS. Í erindi sínu lýsti Una áhyggjum af því að úrræði stjórnvalda, sem eiga að hjálpa fólki að kaupa sér íbúð og komast þannig af leigumarkaði, gagnist síður tekjulágum leigjendum. Hækkanir á fasteignaverði hafa tekið fram úr aukningu kaupmáttar og öðrum undirliggjandi stærðum með þeim afleiðingum að fólk sem er að reyna að komast inn á markaðinn kemst ekki að. Í erindi sínu á þinginu velti Hermann Jón- asson, forstjóri ÍLS, upp fjölda spurninga um húsnæðismarkaðinn, m.a. hvort farið hefði verið of langt í reglum sem hækka byggingarkostnað. „Við búum allflest í góðu húsnæði, en höfum við gengið of langt?“ spurði hann og vísaði til breyt- inga á byggingarreglugerð árið 2012. Sagði hann byggingarkostnað hafa hækkað mikið vegna þessa. Húsnæðissamkomulagið tilefni til bjartsýni Þá segir Hermann að setja þurfi aukinn kraft í uppbyggingu og auka framboð. „Það hefur heldur betur verið gert af núverandi stjórnvöldum,“ seg- ir hann og vísar til húsnæðissamkomulagsins um að ÍLS fjármagni allt að 3.200 leiguíbúðir á við- ráðanlegu verði á næstu 4-5 árum, en þegar er búið að veita stofnframlag í 900 þeirra. Í dag áætlar ÍLS að vanti 5 þúsund íbúðir til að komast á núllpunkt framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði, en til viðbótar þurfi um 3 þúsund íbúðir á næstu þremur árum vegna fólksfjölg- unar. Alls geri það um 8 þúsund íbúðir á þremur árum. Yfir helmingur leigir af nauðsyn  Hagfræðingur Íbúðalánasjóðs lýsti áhyggjum á húsnæðisþingi í gær  Byggingarkostnaður hefur hækkað vegna breytinga á byggingarreglugerð Morgunblaðið/Hanna Húsnæðisþing Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, á þinginu í gær. Könnun hagdeildar Íbúðalána- sjóðs sem kynnt var í gær sýnir að sífellt stærra hlutfall Íslendinga er á leigumarkaði, en 80% leigjenda vilja kaupa sér íbúð og um 57% leigjenda segjast vera á leigumarkaði af nauðsyn. Þriðji hver leigjandi borgar meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og fáir tekjulágir leigj- endur geta safnað sér sparifé. 17% heimila á Íslandi í dag eru á leigumarkaði og eru ungt fólk, námsmenn og ör- yrkjar hópar sem eru sér- staklega líklegir til að leigja sér húsnæði. Æ fleiri leigja KÖNNUN HAGDEILDAR ÍBÚÐALÁNASJÓÐS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.