Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Skútuvogur 1c, 104 Reykjavík | Sími 550 8500 | www.vv.is sjáu mst! Frískleg og hugvitsamleg hönnun, þau eru afar létt og þæginleg í notkun. Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi. • Ljósstyrkur: 220 lm • Drægni: 130 m • Þyngd: 93 g • Endurhlaðanlegt • Vatnsvarið: IPX6 • Stillanlegur fókus og halli • Hvítt kraftmikið LED ljós og eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón Útsölustaðir: Ísleifur Jónson, Gangleri Outfitters, Hverfisgötu 82, Rvk. Afreksvörur, Glæsibæ, Rvk. Byko Granda, Rvk. KM Þjónustan, Vesturbraut 20, Búðardal. Eins og fætur toga, Bæjarlind 4, Kópavogi. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Starfsgreinakynningar fyrirgrunnskólanemendur á Suð-urnesjum hafa verið haldnarreglulega frá árinu 2012 og orðið stærri og glæsilegri með hverju árinu. Síðustu ár hefur kynningin ver- ið hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja, haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum en skipulögð af Þekking- arsetri Suðurnesja. Að sögn Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Þekkingarsetursins, er markmið starfsgreinakynningarinnar að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda í 8. og 10. bekk. Mikilvægt sé að stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir alla á svæðinu og því sé það gert með þess- um hætti. „Kynningin er einnig mikil- vægur þáttur í því að auka starfsvit- und og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Henni er sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna ekki síst vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla hefur verið lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu á síðustu árum,“ segir Hanna María Minnkar líkur á brottfalli Vel hefur tekist að skipuleggja og halda starfsgreinakynningarnar, ekki síst vegna mikillar velvildar fyrirtækja og einstaklinga á Suðurnesjum og höf- uðborgarsvæðinu, að sögn Hönnu Maríu. „Sömu aðilar hafa verið með ár eftir ár og gefið tíma sinn. Án þessa mikla stuðnings atvinnulífsins væri ómögulegt að halda kynningu sem þessa, sem er þýðingarmikið fyrir alla sem að henni koma; nemendur, skóla og fyrirtæki.“ Hún segir öfluga náms- og starfs- fræðslu mikilvæga til að auka líkur á því að nemendur velji það framhalds- nám sem þeir hafa mestan áhuga á og henti þeim best. Rétt val dragi úr lík- um á brotthvarfi úr námi sem hafi ver- ið of mikið hér á landi á síðustu árum. „Kynningin styrkir einnig tengsl at- vinnulífs og skóla sem skiptir miklu máli, sérstaklega þegar kemur að iðn- og starfsnámi sem og námi í tækni- greinum. Að þau velji leiðina en ekki lífið fyrir þau Thelma Björk Jóhannesdóttir, grunnskólakennari í Holtaskóla, tók í svipaðan streng og Hanna María þeg- ar kemur að gagnsemi starfsgreina- kynningar sem þessarar. „Þetta bend- ir okkur á fjölbreytnina og eykur virðingu fyrir öllum störfum. Starfs- greinarnar sem kynntar eru breytast ár frá ári. Mér finnst þetta ekki síður auka virðingu innan hvers starfs en líka út á við, út í samfélagið. Við skilj- um betur hvað fólk er að gera.“ Thelma segir mikilvægt að opna huga barnanna fyrr, kynna þeim hvaða möguleika þau hafi. Það auðveldi þeim að sjá hvaða val þau hafi í lífinu, upp að því marki sem þau geti haft áhrif. „Við ræðum það mikið í Holta- skóla hvaða hæfniskröfur séu fyrir hvert starf og þá hvaða vali þau standi frammi fyrir. Ef þú ert litblindur verð- urðu ekki flugmaður. Við gerum okk- ur grein fyrir styrkleikum okkar og veikleikum og við kennararnir, sem komum að undirbúningi þessarar kynningar fyrir nemendur, leggjum áherslu á að þau geti haft mikil áhrif en um leið að lífið hafi heilmikil áhrif. Ef þau hafi nokkrar aukaleiðir með leiðinni sem þau langar að fara sé lík- legra að þau velji leiðina sem gleðji en að lífið velji leiðina fyrir þau,“ segir Thelma Björk. Skiptir máli að fá að prófa Það mátti sjá í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ, þar sem kynningin fór fram, að þátttakendur leggja mikinn metnað í að koma kynningu á sinni starfsgrein vel frá sér, ekki síður en börnin að vera tilbúin með spurningar til þeirra. Margir höfðu meðferðis ým- is tól og tæki til að gera kynninguna áhrifameiri og hægt var að prófa og horfa á ýmiskonar kynningarefni. Nemendur gátu brugðið sér á bæjar- stjórnarfund með aðstoð tækninnar, látið hífa sig upp í körfubíl, notað kraft sinn til að tendra ljósaperu, kynnt sér hönnun og teikningar í þrívídd, mátað prestshempu og látið handjárna sig, svo fátt sé nefnt. Einar Ingi Kristjánsson og Telma Ýr Þórarinsdóttir frá Sport4You voru með lóð með sér og sýndu hvernig á að beita líkamanum í réttstöðulyftu, ásamt því að svara spurningum og ræða málin. Þetta var í annað sinn sem þau tóku þátt í starfsgreinakynningunni og í bæði Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunn- skólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Forstöðumaðurinn Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekking- arseturs Suðurnesja, segir markmið kynningarinnar að efla starfsfræðslu. Flug Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir, nem- endur í Holtaskóla, kynntu sér störf flugmanns og flugfreyju. Ánægðir Sandgerðispiltarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen voru ánægðir með starfsgreinakynninguna. Einkaþjálfun Einar Ingi Kristjánsson einkaþjálfari sýndi áhugasömum hvernig beita á líkamanum í réttstöðulyftu. Föndursmiðja Ísabellu Leifs- dóttur fyrir foreldra og börn yngri en þriggja ára verður haldin kl. 14-15 í dag, þriðjudaginn 17. októ- ber, í Borgarbókasafninu Spönginni. Búast má við að handa- gangur verði í öskjunni í föndursmiðjnni, sem jafn- framt er fjölskyldustund og ber yfirskriftina Rífa, tæta, raða og líma! Efniviðurinn er af- skrifaðar bækur og fá börnin að rífa að vild og líma saman aftur með hveitilími. Útkoman getur vissulega orðið stór- brotið listaverk, en niður- staðan er ekki endilega það sem skiptir mestu máli, heldur ferlið sjálft og sam- veran. Í Spönginni stendur yfir sýning Ísabellu, Endur- speglun, þar sem hún sýnir verk unnin upp úr leik- föngum og smáglingri sem hún fær frá Góða hirðinum. Föndursmiðja fyrir foreldra og börn yngri en þriggja ára Stórbrotið listaverk? Útkoman skiptir ekki endilega mestu máli, heldur ferlið sjálft og samveran við sköpun listaverkanna, í föndursmiðju Ísabellu. Ísabella Leifsdóttir Afskrifaðar bækur verða rifnar, tættar og límdar af list

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.