Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Fyrir 90 árum var í fyrsta sinn hér á landi kynt upp í innfluttum leir- brennsluofni og fylgst með hvernig mörgum, fremur litlum leirmunum úr íslenskum leir reiddi af. Þessi til- raunabrennsla heppnaðist og var upphafið að rekstri fyrirtækisins Listvinahúss sem enn starfar. I Myndlistarmaðurinn Guðmund-ur Einarsson, kenndur við Miðdal i Mosfellsbæ, kom til landsins úr námi í Þýskalandi 1926/27, fullur áhuga á að nýta íslensk jarðefni. Hann vildi hefja framleiðslu á ker- amik – leirmunum eins og við höfum það helst – og stuðla að listhönnun á Íslandi. Frá 1930 var Listvinahúsið komið í fullan rekstur og við hafði þá bæst Lydia Zeitner-Sternberg frá München, fullnuma í leirlist. Hún varð síðar eiginkona Guð- mundar. Margir bættust við eftir því sem framleiðslan varð vinsælli. Allt að 12-14 manns unnu tímabund- ið hjá fyrirækinu þegar best lét á milli 1938 og 1956. Þeirra á meðal voru lykilmenn á borð við Svein, bróður Guðmundar, og Baldur Ás- geirsson en líka lærlingar, m.a. Sig- urður Arnórsson (stofnandi Funa), Ragnar Kjartansson (stofnandi Glits) og handlagnir starfsmenn á ólíkum stigum framleiðslunnar. Lydia var handhafi landsins fyrsta meistarabréfs í leirkerasmíði. Guð- mundur fór víða um land á fjórða áratugnum til að kanna ólíkar leir- tegundir og fékk til þess styrki. II Guðmundur var ekki leir-kerasmiður, en sem menntað- ur listmálari, myndhöggvari og grafíker bjó hann til fyrirmyndir að fjölmörgum munum í leir. Það voru fuglar, spendýr, mannverur, kerta- stjakar, öskubakkar og fleira. Af þeim voru unnin gifsmót og úr þeim framleidd hol eintök úr leir. Það kallaðist að þrykkja út. Næsta stig var hrábrennsla í kolakyntum ofni. Lokastigið var málun með glerungi og hver hlutur svo brenndur í raf- magnsofni. Þannig urðu til rjúp- urnar frægu, fálkinn, selir, hvíta- birnir og yfir 100 aðrir munir. Að auki teiknaði Guðmundur vasa, skálar og aðra skylda muni en mest af slíku unnu lykilstarfsmenn eins og Lydia og Sveinn á snúningsskífu, eftir sínum hugmyndum. Það kall- aðist að renna muni en ferlið að öðru leyti það sama og fyrr er rakið. Margir munanna voru svo skreyttir útskurði á milli brennslna. Segja má að hver og einn slíkra gripa sé ein- stakur í sinni röð, enda engir tveir eins. Líka voru handmótaðir munir beint í leirinn, til dæmis skrín og stjakar. III Leirinn var frá upphafi ogfram undir 1970 blanda af jökulleir úr Búðardal og hveraleir utan af Reykjanesi. Hann varð að vinna með sérstökum vélbúnaði. Það gerir leirmunina merkilega í sjálfu sér. Önnur verkstæði en List- vinahúsið notuðu, og nota enn, er- lendan leir (einkum danskan). Það á við um Listvinahúsið eftir að vélar þess voru ekki endurnýjaðar. Gler- ungurinn var ýmist danskur eða þýskur. IV Munir Listvinahússinsseldust afar vel um alllangt skeið og hafa borist víða um heim. Einar, sonur Guðmundar og Lydiu, lærði keramikgerð og tók smám saman reksturinn yfir og upp úr 1960 stýrði hann framleiðslunni. Enn voru þá búnir til munir Guð- mundar en Einar var líka afar snjall „rennari“ og hannaði ýmiss konar muni, meðal annars hóf hann gerð vasa, krúsa og skála með grófu yfirborði og blöndu af fíngerðum gjallmulningi. Um þetta leyti var fyrirtækinu gert að flytja úr Listvinahúsinu á Skólavörðuholti, byggingin rifin og Iðnskólinn stækkaður. Fyrirtækið flutti þá í fyrrverandi myndhöggvara- vinnustofu Guðmundar á Skóla- vörðustíg 43 og er starfandi þar í friðaðri byggingu. V Brátt komu synir Einars tilsögu, Guðmundur og Reynir Már. Reynir framleiddi nokkuð af þrykktum munum afa síns en Guð- mundur lærði keramikgerð, starfaði við Listvinahúsið og hefur svo ný- lega tekið við fyrirtækinu af föður sínum; þriðja kynslóð í rekstrinum. Hann framleiðir ýmiss konar muni eftir eigin höfði en um 30 ár eru lið- in síðan hætt var að framleiða í gifs- mótum styttur og muni Guðmundar frá Miðdal. Þeir eru nú orðnir að verðmætri antikvöru, ásamt með eldri renndum munum Listvina- hússins, til dæmis vösum og skálum. VII Níu áratugir eru langurtími og má velta fyrir sér hvaða hlutverki Listvinahúsið hefur gegnt og gegnir enn í hönnunar- og listasögu landsins. Sú fjölbreytta leirmunagerð sem nú er stunduð svo víða á Íslandi hófst með ástríðu- fullu skrefi frumherja. Um hríð voru leirmunir Listvinahússins harðlega gagnrýndir með ýmsum rökum og á tímabili hentu menn fjölda muna. Nú er öldin önnur og margur hluturinn, með burstunum þremur á botni hvers þeirra, gleður mann og annan, um leið og flestir meta keramikina í samhengi við tímabil hennar í þróunarsögu hönn- unar og lista. Frá frumherjum til nútímans Elsta leirmunafyrir- tæki landsins er 90 ára gamalt um þessar mundir. Ari Trausti Guðmundsson fer yfir sögu og starfsemi List- vinahússins sem marg- ir þekkja vegna eftir- sóttra leirmuna. Ljósmynd/Jóhann Ágúst Hansen Keramik Renndur gólfvasi eftir Einar Guðmundsson. Ljósmynd/Jóhann Ágúst Hansen Fuglar Máríuerlupar eftir Guðmund frá Miðdal. Leirstyttur hans, meira en eitthundrað ólíkir munir, eru orðnar að vinsælli antíkvöru. Ljósmynd/Guðmundur Einarsson Litrík Ýmis verk eftir Guðmund Einarsson (yngri) tilbúin til gljábrennslu. Ljósmynd/Jóhann Ágúst Hansen Systur Stytta eftir Guðmund frá Mið- dal sem sýnir systur í faðmlögum. Listvinahúsið 90 ára Lýsi inniheldur D-vítamín sem er talið draga úr líkum á krabbameini. Lýsi styrkir Bleiku slaufuna LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR 300 krónur af hverri seldri dós rennur óskipt til styrktar Bleiku slaufunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.