Morgunblaðið - 17.10.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.10.2017, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  244. tölublað  105. árgangur  HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA ÞEGAR ÞÚ VERÐUR STÓR? FAÐIRINN HAUSTTÍSKA OG HIMNESK- IR BÍLAR ★★★★ 31 BÍLARSTARFSGREINAKYNNING 12 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Viðskiptabankarnir eru í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, sam- kvæmt útreikningum Morgun- blaðsins. Fram kemur í nýrri greiningu Danske Bank að eigið fé íslensku bankanna sé mun ríflegra en hjá öðrum norrænum bönkum. Eigin- fjárhlutfall fjármálastofnana, sem kallað hefur verið „almennt eigið fé þáttar 1“ (e. Common Equity Tier 1), var um 23% að meðaltali hjá íslensku bönkunum í lok ann- ars ársfjórðungs en er um 16% að meðaltali hjá bönkum á Norður- löndum. Ef sú háa arðgreiðsla yrði innt af hendi myndi arðsemi eigin fjár íslensku bankanna vera á pari við arðsemi norrænu bankanna, sam- kvæmt greiningu Danske Bank. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þætt- inum Forystusætið í Ríkissjón- varpinu að hægt væri að minnka bankakerfið með því að taka tugi, jafnvel hundrað milljarða úr því áður en bankarnir verði seldir til að fjármagna innviðauppbyggingu í landinu. Á meðal kosningamála Miðflokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er að bankarnir greiði umfram eigið fé í ríkissjóð. 240 milljarða arðgreiðslur  Íslensku bankarnir eru mun betur fjármagnaðir en aðrir norrænir bankar  Þeir gætu greitt mikinn arð til þess að færa eiginfjárhlutfallið í svipað horf M Bankarnir gætu greitt … »16 Ekki í einum munnbita » Bankarnir myndu gefa sér nokkur ár í að greiða út svo háa fjárhæð til eigenda. » Stjórnmálamenn hafa sagt að umtalsverðar fjárhæðir megi sækja til bankanna, sem leggja megi í uppbyggingu t.d. innviða.  Ólafur B. Einarsson, verkefnis- stjóri lyfjamála hjá Embætti land- læknis, segir barnalækna verða að svara fyrir mikla lyfjaávísun til ungra barna, en almennt eru fleiri börn á leik- og grunnskólaaldri sem fá ávísuð tauga- og geðlyf hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. „Mörg þessara lyfja eru ekki ætl- uð börnum,“ segir Ólafur B. í sam- tali við Morgunblaðið og vísar með- al annars í máli sínu til ópíóíða, sterkra verkjalyfja, en algengustu ópíóíðar meðal barna á leikskóla- aldri eru Parkódín og SEM-mixtúra sem ekki eru ætluð börnum. »4 Læknar svari fyrir mikla ávísun Þessi litla kisa, sem verslunarfólkið kallar Mangó, kemur daglega í verslun Cintamani í Bankastræti og stillir sér upp úti í glugga til að horfa á mann- lífið fyrir utan, við fögnuð vegfarenda og viðskiptavina. Kisan byrjaði að venja komur sínar þangað nýlega, m.a. til að horfa á fiskana í tjörninni sem er í kjallara verslunarinnar. Heyrst hefur að hún líti stundum inn í verslun Víðis og mæti í drekkutíma á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. ernayr@mbl.is Veraldarvön miðbæjarkisa stillir sér upp úti í glugga Morgunblaðið/Eggert  Þúsundir kvenna hafa stig- ið fram á sam- félagsmiðlum undir myllu- merkinu #MeToo og greint frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi eða áreitni, en tilefni ummælanna má m.a. rekja til ásakana leikkvenna í garð kvikmyndaframleiðanda. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þetta framhald af þeirri vitundarvakningu sem átt hefur sér stað undanfarið. »10 Mörg þúsund konur greina frá ofbeldi Margmenni í Druslugöngu.  Hálf öld skilur að elsta frambjóð- andann í oddvitasæti fyrir alþing- iskosningarnar og þann yngsta. Ari Trausti Guðmundsson er sá elsti, 69 ára gamall á þessu ári. Hann býður sig fram fyrir Vinstri græn í Suðurkjördæmi. Sú yngsta er Erna Lína Örnudóttir Baldvins- dóttir, 19 ára. Hún býður sig fram fyrir Alþýðufylkinguna í Suð- vesturkjördæmi. Þegar horft er til kynjaskipt- ingar oddvita í kjördæmunum eru karlar í miklum meirihluta. 37 karl- ar sitja í oddvitasæti á móti 22 konum. Það þýðir að 63% oddvita eru karlar en 37% eru konur. Hlut- fallið jafnaðist aðeins eftir að Ís- lenska þjóðfylkingin dró lista sína til baka. Fjölmargir þekktir einstaklingar sitja á framboðslistum, til að mynda Rúrik Gíslason, Edda Björgvins- dóttir og Almar í kassanum. »6 Hálfrar aldar aldursmunur er á oddvitunum Ara Trausta og Ernu Línu Morgunblaðið/Eggert Kosningar Meirihluti oddvita er karlar, 63%, en 37% þeirra eru konur.  „Núverandi reglur og valnefnd- arreglurnar sem áður giltu og ég tel að hafi verið mun betri eru til að sætta tvö sjónarmið, faglegheit og rétt sókna til að velja hvern sem er. Það er ekki hægt nema úr verði hálfgerður bastarður sem við verð- um aldrei sátt við,“ segir séra Guð- rún Karls Helgudóttir, varafor- maður Prestafélags Íslands, um starfsreglur um val og veitingu prestsembætta sem til umræðu hafa verið í kjölfar mála sem komið hafa upp í Þjóðkirkjunni. Guðrún telur að reynslan af nú- verandi reglum sé ekki nógu góð. Nefnir hún að kjörnefnd þurfi ekki að rökstyðja val sitt eftir leynilega kosningu og sé þar með ekki bundin af jafnréttislögum og öðrum lögum. Telur hún vafasamt að það standist. Skiptar skoðanir eru meðal presta og leikmanna um það hvernig standa eigi að ráðningum. »18 Reglur um val og veitingu prestsembætta sagðar bastarður sem aldrei náist sátt um Morgunblaðið/Eggert Prestastefna Prestar koma saman við setningu árlegrar samkomu þeirra. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð- inu féllst í gær á beiðni Glitnis HoldCo ehf. um að lögbann yrði lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media byggðan á gögnum úr fallna bankanum. Ing- ólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, segir að gögnin séu klárlega úr kerfum Glitnis banka en í tilkynningu frá eignarhaldsfélag- inu kemur fram að það telji yfir- gnæfandi líkur á að einkamálefni þúsunda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis séu í húfi og taldi stjórnin nauðsynlegt að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða. Forsvarsmenn Stundarinnar og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannfélags Íslands (BÍ), hafa mótmælt lögbanninu harðlega. »2 Einkamál- efni þúsunda  Aðför að tjáningar- frelsi, segir formaður BÍ Glitnir Lögbannsbeiðni samþykkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.