Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 31
Menning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Þetta er ekkert flókið, þaðeru tvær manngerðir íheiminum. Annars vegarþeir sem fá sér sykur út í kaffið og svo hinir. Það sem öllu skiptir er að gera sér ljóst hvorum hópnum maður tilheyrir.“ Heimsmynd Andrés, aðalpersónu Föðurins eftir franska leikskáldið og rithöfundinn Florian Zeller, er heimsmynd verkfræðingsins. Ná- kvæmni, stundvísi og viðtekið stig- veldi er umhugsunarlaust í háveg- um haft. Einnig stuðandi hreinskilni sem iðulega fer yfir strikið út í grimmd sem líklega er oftast ómeðvituð, en mögulega ekki alltaf. Sérstaklega í samskiptum við dótturina Anne, og sérstaklega þar sem André er að gamlast og er smátt og smátt að missa tökin, hætta að gera sér ljóst hvort hann er maður tveggja syk- urmola eða ekki. Grunnhugmynd verksins er ákaf- lega snjöll. Zeller nýtir sér þá stað- reynd að áhorfandinn þekkir ekki þetta fólk og veit almennt ekki hvað gerist næst og setur hann í spor Andrés þar sem heimur hans liðast í sundur og fyllist af óvissu og ógnum. Þetta tekst á stundum einstaklega vel, með hrollvekjandi áhrifum. Jafnframt fylgjumst við með álaginu sem ástand Andrés og krefjandi persónuleiki leggur á hans nánustu, hvernig dóttir hans glímir við og vinnur úr bæði hvers- dagslegum uppákomum og tilfinn- ingum sem samvera með André kveikja. Höfundur hefur valið að halda þeim þráðum, kringum- stæðum Andrés, einföldum og dæmigerðum, þetta fólk getur staðið fyrir nánast hverja sem er í svipuðum kringumstæðum. Skiljan- leg ákvörðun, en gerir verkið dálít- ið sviplaust og formlegt. Dæmisaga frekar en raunverulegar kringum- stæður lifandi fólks með öllum sér- kennum, sögu og tiktúrum sem einkenna okkur. Eðlilega hljóm- andi þýðing Kristjáns Þórðar Hrafnssonar kemur þessu látlausa eðli textans vel til skila. Kristín Jóhannesdóttir vinnur gegn þessari deyfð í verkinu með ýmsum ráðum í túlkun sinni. Þeirra veigamestar eru hvernig persónurnar í kringum André eru málaðar sterkari litum en textinn virðist kalla á. Á stundum reynir um of á þanþol hans, eins og til dæmis í skoplegri tilraun Anne og sambýlismannsins til að eiga náið samneyti ofurölvi. Harpa Arnardóttir er annars sannfærandi og kröftug í hlutverki Anne, full af spennu og óþoli í sín- um erfiðu aðstæðum. Þröstur Leó Gunnarsson er einnig prýðilega trúverðugur sem Pierre, sem reyn- ir hvað hann getur að halda sig til hlés og lúta vilja konu sinnar, en hafa jafnframt áhrif á hann. Ýkjukennd og gleðikonuleg túlk- unin á persónu heimilishjálpar- innar þykir mér sérkennileg ákvörðun. Hún verður vissulega fyndin í athyglisbresti sínum hjá Eddu Arnljótsdóttur, og samleikur þeirra Hörpu þegar Anne er að átta sig á hvers konar fyrirbæri er komið inn á gólf hjá henni er skemmtilegur, en erfitt er að sjá að erindi eða áhrifamætti verksins sé þjónað með þessari túlkun. Fyrir utan að erfitt er að skilja hvað er unnið með því að fela hlutverkið ekki leikkonu á réttum aldri, en fram kemur að Laura er um þrí- tugt. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson skila sínum litlu hlutverkum með sóma. Svo virðist sem ætlun Kristínar sé að styrkja þá tilfinningu áhorf- andans að hann horfi á verkið allt með augum aðalpersónunnar, líka þá hluta þar sem André er ekki á sviðinu. Það held ég sé ekki sér- lega gagnleg ákvörðun. Ráðvilla Andrés þarf held ég þvert á móti að standa í skýrri andstöðu við trú- verðugan, rökréttan og raunsæis- lega teiknaðan hversdag, til að öll- um slagkraftinum í stefnumóti hans við ástand sitt sé til skila haldið. Þessi afstaða endurspeglast í áferðarfallegri leikmynd Stígs Steinþórssonar. Hin mjög svo stofnanalega stofa sem myndar umgjörð sýningarinnar tekur breytingum eftir því sem líður á verkið, en það hversu kaldranaleg og óheimilislega uppstillt hún er frá upphafi dregur úr áhrifunum af þeim breytingum. Gerir áhrifin vit- ræn frekar en tilfinningaleg. Tæknilegum möguleikum veggjanna, í samspili við lýsingu Halldórs Arnar Óskarssonar, er aftur á móti beitt á verulega slá- andi hátt áður en yfir lýkur. Tón- list Borgars Magnasonar er líka hið besta innlegg í andrúmsloftið og búningar Þórunnar Maríu Jóns- dóttur styðja á látlausan hátt við túlkun leikenda. Það verður síðan að segjast eins og er að tækni- og túlkunarlegar efasemdir mínar hverfa nánast al- gerlega í skuggann af frammistöðu aðalleikarans. Hér nær Eggert Þorleifsson að setja alla sína þraut- þjálfuðu nákvæmni í tímasetn- ingum, allt sitt glæsilega næmi í náttúrulegri meðferð texta, í þjón- ustu makalaust vel unninnar per- sónusköpunar. Hrokabrynja Andr- és í byrjun, brestirnir sem smátt og smátt koma í hana uns hann stendur berskjaldaður með hana molnaða í kringum sig; allt er þetta jafn trúverðugt, sannfærandi og áhrifaríkt í meðförum Eggerts. Fátt er eins æsandi í leikhúsi og stjörnuleikur í þessum gæðaflokki. Það er þetta sem svo margir leik- húsgestir eru komnir til að sjá. Það kemur auðvitað engum á óvart að Eggert Þorleifsson geri leikhúsið heimsóknarinnar virði. Hitt er gott að láta minna sig á, að stjörnu- frammistaða og leiksigrar eru ekki bara flugeldasýningar eða afreks- íþróttir. Við færumst nær persón- unum. Skiljum þær betur, látum örlög þeirra okkur varða. Leikrit Florians Zeller vill með sinni snjöllu uppbyggingu gefa okkur innsýn í hugarheim sem eðli máls samkvæmt er okkur lokaður. Egg- ert lýkur honum upp og býður okk- ur inn. Það boð ættu sem flestir að þiggja. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Næmi „Hér nær Eggert Þorleifsson að setja alla sína þrautþjálfuðu nákvæmni í tímasetningum, allt sitt glæsilega næmi í náttúrulegri meðferð texta, í þjónustu makalaust vel unninnar persónusköpunar,“ segir í rýni um Föðurinn. Á útleið Þjóðleikhúsið Faðirinn bbbbn Eftir Florian Zeller. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd: Stíg- ur Steinþórsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Tónlist: Borgar Magnason. Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Borgar Magnason. Leikarar: Eggert Þor- leifsson, Edda Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Frumsýning í Kass- anum í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 12. október 2017. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 21/10 kl. 20:00 21. s Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Sun 22/10 kl. 20:00 22. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Sun 29/10 kl. 20:00 23. s Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 4/11 kl. 20:00 24. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 17/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Stjarna er fædd! Guð blessi Ísland (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 20:00 Frums. Fim 26/10 kl. 20:00 3. s Mið 1/11 kl. 20:00 5. s Mið 25/10 kl. 20:00 2. s Fös 27/10 kl. 20:00 4. s Fim 2/11 kl. 20:00 6. s Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega. 1984 (Nýja sviðið) Fim 19/10 kl. 20:00 16. s Sun 22/10 kl. 20:00 17. s Fim 26/10 kl. 20:00 Lokas. Stóri bróðir fylgist með þér Kartöfluæturnar (Litla sviðið) Fös 20/10 kl. 20:00 9. s Sun 29/10 kl. 20:00 12. s Fim 16/11 kl. 20:00 16. s Lau 21/10 kl. 20:00 aukas. Fim 2/11 kl. 20:00 13. s Þri 21/11 kl. 20:00 aukas. Sun 22/10 kl. 20:00 10. s Sun 5/11 kl. 20:00 15. s Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Úti að aka (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 20:00 5. s Lau 11/11 kl. 20:00 6. s Lau 25/11 kl. 20:00 7. s Sprenghlægilegur farsi! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 10/11 kl. 20:00 1. s Sun 19/11 kl. 20:00 6. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s Lau 11/11 kl. 20:00 2. s Mið 22/11 kl. 20:00 7. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Sun 12/11 kl. 20:00 3. s Fim 23/11 kl. 20:00 8. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Mið 15/11 kl. 20:00 4. s Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Lau 18/11 kl. 20:00 5. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Draumur um eilífa ást Natan (Litla sviðið) Fim 26/10 kl. 20:00 Frums. Mið 1/11 kl. 20:00 3. s Lau 4/11 kl. 20:00 5. s Lau 28/10 kl. 20:00 2. s Fös 3/11 kl. 20:00 4. s Fim 9/11 kl. 20:00 6. s Hvers vegna drepur maður mann? Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. s Mið 1/11 kl. 13:00 aukas. Fim 9/11 kl. 13:00 aukas. Þri 31/10 kl. 13:00 aukas. Sun 5/11 kl. 13:00 49. s Sun 12/11 kl. 13:00 50. s Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/10 kl. 13:00 Sun 5/11 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00 Sun 12/11 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 21/10 kl. 19:30 5.sýn Fim 2/11 kl. 19:30 Auka Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 26/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Óvenjulegt og áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Tímaþjófurinn (Kassinn) Mið 18/10 kl. 19:30 Auka Fös 20/10 kl. 19:30 Auka Fim 19/10 kl. 19:30 33.sýn Sun 22/10 kl. 19:30 Lokas Fimm Grímutilnefningar! Eniga Meniga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 16:00 Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu með lögum Ólafs Hauks. Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frum Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Lau 21/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 4/11 kl. 19:30 10.sýn Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð Smán (Kúlan) Lau 21/10 kl. 17:00 11.sýn Sun 29/10 kl. 17:00 13.sýn Sun 5/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 28/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 4/11 kl. 17:00 14.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 18/10 kl. 20:00 Mið 8/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00 Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 1/11 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Landsbyggðin) Þri 17/10 kl. 10:00 Eskifjörður Mið 18/10 kl. 10:00 Egilsstaðir Þri 17/10 kl. 13:00 Eskifjörður Mið 18/10 kl. 13:00 Egilsstaðir Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 21/10 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 16:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Brúðusýning Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 10/11 kl. 19:30 57.sýn Sun 12/11 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 61.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 58.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 60.sýn Sun 19/11 kl. 19:30 62.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.