Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 27
Eftir að Erla kom úr námsleyfi frá Berlín 2015, þar sem hún lærði við háskólann í Humboldt, hefur hún starfað við stjórnun í Flensborgarskólanum og verið aðstoðarskólameistari síðasta árið. Hún er stolt af skólanum sem legg- ur áherslu á heilbrigt líferni og sjálfstæð vinnubrögð. Erla telur mikilvægt að ungt fólk fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum: „Við leggjum okkur fram við að styðja nemendur og hjálpa þeim að finna sínar sterku hliðar. Það ger- um við með fjölbreyttu námsvali og sveigjanleika í námi. Ég gleymi því aldrei þegar Guðbjartur, efnafræði- kennari í MR, leyfði mér að reikna efnafræðina út frá gömlum aðferð- um, eitthvað sem pabbi kenndi mér á kvöldin í gegnum síma – hann fyr- ir austan og ég fyrir sunnan. Þetta fékk ég að gera því það hentaði mér og styrkti mig gríðarlega. Það hefur líklega haft meiri áhrif á mig en Guðbjart hefur grunað á sínum tíma.“ Erla var m.a. fréttamaður og dagskrárgerðarkona á RÚV og rak fréttamiðil með góðum hópi, Gafl- ari.is. Hún hefur sinnt pólitísku starfi, er á kafi í útivist og hefur mikinn áhuga á íþróttum enda lifir fjölskyldan og hrærist á fótbolta- vellinum. Líklega kannast þó flestir við hana sem meðlim í hljómsveit- inni Dúkkulísur en þær fögnuðu 35 ára afmæli sveitarinnar á dögunum. Þær eru enn að, spiluðu nýverið á Pönktónleikum með Mosa frænda á Gauknum, og framundan er útgáfa frumsamins jólalags og jóla- tónleikar: „Eftirminnilegast er auð- vitað þegar við unnum Músíktil- raunir 1983 á Kjarvalsstöðum. Það var líka einstaklega gaman að vinna að gerð heimildarmyndar um hljómsveitina: ákveðin naflaskoðun eftir rúm þrjátíu ár og hvatning til að halda áfram. Við stelpurnar ætl- um að eldast saman og koma Pam- elu í Dallas á elliheimili.“ Fjölskylda Eiginmaður Erlu er Magnús Teitsson, f. 7.5. 1957, íþróttakennari í Garðaskóla og handboltaþjálfari. Foreldrar hans: Teitur Magnússon, 10. 1920, d. 20.12. 2008, skipstjóri í Garðabæ, og Guðný Sæmunds- dóttir, f. 16.8. 1925, húsfreyja í Garðabæ. Börn Erlu eru Milla Ósk, f. 18.10. 1990, fréttamaður á RÚV og laga- nemi, en unnusti hennar er Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV, og á hann dæturnar Auði Bertu og Soffíu Kristínu; Vala Rún, f. 6.10. 1994, aðstoðarmaður á tann- læknastofu, en unnusti hennar er Björn Berg Bryde, sérfræðingur á alþjóðasviði Borgunar, og Teitur, f. 24.6. 2001, nemi í Flensborg. Systkini Erlu eru Kjartan Þór Ragnarsson, f. 5.12. 1974, sérfræð- ingur í tannholdsfræðum og lektor við HÍ, og Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir, f. 6.7. 1980, tölv- unarfræðingur í Landsbankanum. Foreldrar Erlu eru Ragnar Ómar Steinarsson, f. 7.2. 1947, tannlæknir í Reykjavík, og k.h., Emilía Mar- grét Sigmarsdóttir, f. 27.4. 1950, ís- lenskufræðingur. Erla Sigríður Ragnarsdóttir Ragnar Lárusson forstöðum. Ráðningarskrifstofu Rvíkurborgar Andrea Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Erla Sigríður Ragnarsdóttir símavörður í Reykjavík Steinar Þorsteinsson sjómaður og verkstjóri í Reykjavík Ragnar Ómar Steinarsson tannlæknir í Reykjavík Helga Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Dýrafirði Þorsteinn Kr. Magnússon verkamaður í Reykjavík, frá Kolsholtshelli í Flóa Gunnar Þorsteinsson vélstjóri í Rvík Emil Guðmundsson fyrrv. fulltrúi hjá skattstjóra Elín Bubba Gunnarsdóttir birgðastjóri Bláa lónsins Magnús Þorsteinsson skipstjóri í Rvík Ingveldur Sigmarsdóttir sérfr. hjá Íslandsbanka Elvar Geir Magnússon blaðam. Andrea Steinarsdóttir aðstoðarmat- ráður í Rvík Sigmundur Ó.Steinarsson blaðamaður í Rvík Jónína Sigmarsdóttir flugfreyja Steinar Þór Guðgeirsson lögfr. Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar Jónína Jónsdóttir húsfr. í Rimakoti Benedikt Pétursson bóndi í Rimakoti í Þykkvabæ Petrína Benediktsdóttir húsmóðir í Reykjavík Sigmar Guðmundsson sjómaður í Reykjavík Helga Emilía Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Hannesson rafvirki í Reykjavík Úr frændgarði Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur Emilía Margrét Guðmundsdóttir íslenskufr. í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 95 ára Björn G. Jónsson 80 ára Barbara Jane Sigurbjörnsson Einar O. Valgeirsson Helga Jónsdóttir Inger Johanne Elíasson Ingibjörg Einarsdóttir María Kristín Einarsdóttir 75 ára Elín Leósdóttir Hákon Pétur Guðmundsson Ingibjörg G. Benediktsdóttir Sigurbjörg Lundholm Þórarinn I. Ólafsson 70 ára Guðjón Hreiðar Árnason Guðrún Þórdís Axelsdóttir Heiða Sigurðardóttir Ólafur Óskar Einarsson Óskar Þór Þráinsson Svava Þorsteinsdóttir 60 ára Ásta Pétursdóttir Bozena Elzbieta Struska Cezary Antoni Gadula Edda Bára Sigurbjörnsdóttir Einar Hafsteinsson Guðmundur Ragnar Ólafsson Haraldur Sigurðsson Helga Óskarsdóttir Jóhanna A. Kjartansdóttir Jóhann Magnússon Jóna Björg Sigurðardóttir Jörundur Guðmundsson Kristín Halla Daníelsdóttir Lahcen Jónas Anbari Miroslawa S. Kristjánsdóttir Miroslaw Ostrowski Ragnhildur B. Sigtryggsdóttir Rúnar J. Aðalsteinsson Sigurlaug Sveinsdóttir Stefanía S. Bjarnadóttir Sæmundur Víglundsson 50 ára Anna Þ. Sigurjónsdóttir Benjamín Friðriksson Bjarni Daníel Daníelsson Brynjar Pétursson Erla Sigríður Ragnarsdóttir Hans Vera Ingibjörg Björnsdóttir Jón Steinar Adolfsson Leifur Ragnar Jónsson Rósar Aðalsteinsson Stígur Hannesson 40 ára Arna Björk Jónsdóttir Árdís Erna Halldórsdóttir Bryndís Zoéga Daiva Roze Emilía Ásta Örlygsdóttir Hilda Kristjánsdóttir Ingibjörg Elíasdóttir Kári Þór Kárason Malgorzata Adamczyk Malgorzata Rybnik Margrét Hrönn Björnsdóttir 30 ára Ásdís Hauksdóttir Eggert Bjarni Bjarnason Friðþjófur A. Hafsteinsson Hjörvar Bjarnason Íris Ósk Hlöðversdóttir Kári Finnsson Kjartan S. Hafsteinsson Kristinn Ýmir Gylfason Lukás Neupauer Magnús M. Magnússon Þórir Arnar Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Þórir Arnar ólst upp í Breiðholtinu í Reykjavík, er nú búettur í Reykjavík og er athafna- maður með meiru. Maki: Thelma Kristín Gannt, f. 1986, rafvirki. Dætur: Sara Gannt, f. 2005; Tanya Ósk, f. 2007, og Isabel Hanna, f. 2012. Foreldrar: Lára Þóris- dóttir, f. 1970, húsganga- smiður og Jón Valgeir Halldórsson, f. 1965, at- hafnamaður. Þórir Arnar Jónsson 30 ára Kári býr í Reykja- vík, lauk BS-prófi í hag- fræði, BA-prófi í listfræði og MA-prófi í list- viðskiptum frá Sotheby’s Institute of Art í New York og starfar hjá Credit Info. Maki: Eydís Eyland, f. 1985, MS-nemi í verk- efnastjórnun. Börn: Kasper og Krista, f. 2011, og Efemía, f. 2016. Foreldrar: Steinunn Þor- valdsdóttir, f. 1953, og Finnur Geirsson, f. 1953. Kári Finnsson 30 ára Ásdís ólst upp á Starmýri II í Álftafirði, býr á Eskifirði, lauk sveins- prófi í hársnyrtingu frá Iðnskólanum í Reykjavík og rekur hársnyrtistofuna Karakter á Eskifirði. Maki: Guðjón Anton Gíslason, f. 1983, sjóm. Sonur: Gísli Hjörtur, f. 2015. Foreldrar: Haukur Elís- son, f. 1948, og Stefanía Björg Hannesdóttir, f. 1953, rútubílstjórar. Ásdís Hauksdóttir Eydís Einarsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í lyfjavísindum við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Leit að lyfjavirkum efnasamböndum úr íslenskum sjávar- hryggleysingjum (Searching for bio- active secondary metabolites from Icelandic marine invertebrates). Um- sjónarkennari og aðalleiðbeinandi var dr. Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og leiðbeinandi með henni var dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við sömu deild. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvort íslenskir sjávarhrygg- leysingjar hefðu að geyma ný lífvirk efnasambönd sem gætu reynst áhugaverð til frekari þróunar á nýjum lyfjum. Áhersla var lögð á að skima eftir hamlandi áhrifum misskautaðra úrdrátta á brjóstakrabbameinsfrumur í rækt, auk þess að skima eftir ónæm- istemprandi áhrifum á angafrumur í rækt, með því að meta áhrif á sérhæf- ingu angafrumnanna. Úrdrættir sem sýndu jákvæðar niðurstöður voru þátt- aðir niður og einangraðir í hrein efna- sambönd og efnabyggingar þeirra skil- greindar. Rannsóknir voru gerðar á efnainni- haldi 28 svampa sem safnað var á strýtunum í Eyjafirði og samhliða var framkvæmd skimun fyrir hemjandi áhrifum þeirra á krabbameins- frumur. Efnagrein- ing með vökva- greini tengdum massagreini og frumþáttargrein- ing voru notaðar til þess að flokka efnaþætti í hverj- um úrdrætti fyrir sig. Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við niður- stöður úr lífvirkniprófunum á brjósta- krabbameinsfrumur. Átta úrdrættir úr fimm tegundum svampa (Haliclona ro- sea, Halichondria sitiens, Halichondria panicea, Myxilla incrustans og Lisso- dendoryx fragilis) reyndust hemja frumulifun meira en 50%. Þar að auki, voru þrjú ný efnasambönd einangruð úr svampinum Myxilla incrustans og voru þau nefnd myxillin A, B og C. Þessi efni sýndu ónæmisstýrandi áhrif í in vitro angafrumulíkani. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær fyrstu sem rannsaka annars stigs efnasambönd úr íslenskum sjó og benda til þess að íslenskir sjávar- hryggleysingjar og þá sérstaklega svampar hafi að geyma áhugaverð efnasambönd sem gætu reynst lyfja- sprotar framtíðarinnar. Hverastrýt- urnar í Eyjafirði voru sérstakur söfn- unarstaður í þessu verkefni. Eydís Einarsdóttir  Eydís Einarsdóttir lauk BSc-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MSc-gráðu í lyfjavísindum frá sama skóla þremur árum síðar. Eydís starfar hjá Alvotech og á tvö börn, þau Agnesi Sjöfn 15 ára og Hrafnkel Loga 11 ára. Doktor SÆNSKAR GÆÐASAGIR GOTT ÚRVAL Bogasög/Kjötsög verð 3.730 Sög - verð 3.730 Með japönsku sniði, gúmíhandfang. Ahliða hágæða sög - verð 3.860 með teflon húðuðu blaði Greinasög - verð 2.890 Sög sem leggst saman eins og vasahnífur Ryoba sög - verð 5.940 Með japönsku sniði; tennt beggja vegna, þverskera og langskera Dozuki sög - verð 6.190 Með japönsku sniði, frábær í fínvinnu t.d. geirneglingu Greinasög - verð 2.650 með harðviðarskefti Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.