Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 ✝ SigurbjörnGuðmundur Guðmundsson stýrimaður fædd- ist 8. maí 1936 í Vestmannaeyjum. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 4. október 2017. Foreldrar hans voru Elín Böðvars- dóttir saumakona frá Bólstað í Mýrdal, f. 20. júní 1909, d. 2002, og Guðmundur Kristjánsson verkamaður frá Skoruvík á Langanesi, f. 25. október 1907, d. 1988. Sigur- björn átti eina systur sam- mæðra: Kolbrúnu Anderson, f. 1944. Sigurbjörn giftist 16. maí 1959 Málfríði Ögmundsdóttur húsmóðr, f. 25. nóvember 1939. starfsmaður Elkem, f. 1963, maki Ásta Björk Arngríms- dóttir sjúkraliði, f. 1964. Börn þeirra er Málfríður Sandra, f. 1985, Sigurbjörg Gyða, f. 1991, og Heiðrún Sara, f. 1993. Alls eru langafabörnin 12. Sigurbjörn ólst upp hjá móðurfólki sínu í Bólstað, stundaði nám í Skógaskóla og í Stýrimannaskólanum. Hann stundaði sjómennsku allt sitt líf en síðustu 20 ár starfsævinnar starfaði hann hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Sigurbjörn og Málfríður bjuggu í Vest- mannaeyjum fram að eldgos- inu 1973 og fluttu þá til Akra- ness. Bjuggu 20 ár í Kópavogi fluttu síðan aftur til Akraness við starfslok. Útförin fer fram frá Akraneskirkju í dag, 17. októ- ber 2017, klukkan 13. Sigurbjörn og Mál- fríður eignuðust fjögur börn: 1) El- ín ljósmóðir, f. 1959, maki Sveinn Arnar Knútsson múrari, f. 1959. Börn þeirra eru Þorgerður, f. 1986, og Ögmundur, f. 1990. 2) María bankastarfsmaður, f. 1960, maki Guð- jón Pétur Pétursson bifvéla- virki, f. 1953. Börn Alfreð Rún- ar, f. 1976, og Pétur Þór, f. 1996. 3) Kristrún kennari, f. 1961, giftist Daða Halldórssyni bankastarfsmanni, f. 1959, d. 2007. Börn þeirra eru Bára, f. 1983, Hjalti, f. 1984, Leó, f. 1990. Núverandi maki er Stefn- ir Sigurjónsson, vélfræðingur, f. 1961. 4) Guðmundur Kristján Elsku pabbi, nú ertu farinn í þína hinstu siglingu. Við systkinin minnumst þín með ást, þakklæti og ótal góð- um minningum. Á æskuárum okkar í Eyjum varstu mikið fjarverandi og sigldir um heimsins höf. Við skrifuðum sendibréf til þín og fengum mörg til baka. Í skólanum lærð- um við landafræði og tungumál fyrir þig. Þegar þú komst heim varstu alltaf hlaðinn gjöfum og góðgæti fyrir okkur og heimilið. Við eldgosið í Eyjum urðu um- skipti í lífinu þínu. Þú lýstir því fyrir okkur þegar þú varst staddur úti á sjó og heyrðir fyrst um gosið í útvarpinu um nóttina, hversu áhyggjufullur þú varst og vissir ekkert hvar fjölskylda þín var stödd. Fjölskyldan flutti til Akra- ness eftir gos, þú hélst áfram í siglingum en nokkrum árum síðar fórstu að vinna á Akra- borginni sem stýrimaður. Síðan lá leiðin til Kópavogs og þar áttu þið heima í 20 ár. Þegar starfsævinni lauk fluttu þið aftur til Akraness og þá gafst betra tækifæri til þess að njóta samskipta við fjölskyld- una. Á Esjubrautina var alltaf gott að koma og barnabörnin eiga góðar og skemmtilegar minningar um „snillinginn“ hann afa. Þú varst bókhneigður, víðlesinn og samdir vísur fyrir okkur. Á þínum efri árum var þitt daglega líf innihaldsríkt. Þú sóttir flesta þá viðburði sem þú hafðir áhuga á. Hjólaðir um bæ- inn, varst daglegur gestur á bókasafninu, hittir góða vini í Olís, stundaðir sundlaugina og tókst virkan þátt í starfi eldri borgara og naust þess að vera til. Þú varst tryggur vinur sem hafðir reglulega samband við vini og ættingja. Lífið þitt var ævintýri líkast, þú fórst til allra þeirra landa sem þig langaði til og lifðir líf- inu til fulls. Kveðja Elín, María, Kristrún og Guðmundur. Elsku afi okkar. Á kveðjustund hugsum við til baka og rifjum upp góðar minn- ingar. Við hugsum með hlýju um heimsóknirnar á Nýbýla- veginn og munum eftir spenn- unni hjá okkur þegar við vorum að koma til ykkar. Við vissum að framundan væri mikið dekur og alls konar kósíheit og topp- urinn var að fá að gista. Við tvö eldri fengum að gista inni í her- bergi hjá ykkur, annað hvort uppi í, á milli eða á dýnum á gólfinu. Amma bjó alltaf nota- lega um okkur og við elskuðum að liggja og lesa og spjalla við ykkur fyrir svefninn. Hjá ykkur ömmu var alltaf til nóg af alls konar góðgæti, s.s. alls konar nammi, kex og að ógleymdum harðfiski, kókómjólk og brjóst- sykrinum í krukkunni. Fyrir börn utan af landi var ómiss- andi að fara að gefa öndunum brauð, í Kolaportið, í Kringluna og á fleiri staði og eigum við dýrmætar minningar um þessar stundir. Þegar þið fluttuð á Skagann var alltaf gott að koma til ykkar í heimsókn. Þegar sólin skein varst þú í essinu þínu úti á palli, á bumbunni, eins og börnin okkar segja, þar sem þú varst að vinna í blöðunum þínum og hlusta á útvarpið á milli þess sem þú spjallaðir við okkur. Þú varst með öll heimsmálin á hreinu og reyndir alltaf að ræða þau við okkur við misjafnar undirtektir, þar sem við vorum ekki nærri því eins vel að okkur í því sem var að gerast eins og þú. Þú varst algjör grúskari og hafðir mikinn áhuga á eiginlega öllu. Þegar við fórum að læra eitthvað eða sýndum einhverju áhuga leið oft ekki langur tími þar til þú hittir okkur næst og gafst okkur einhverja bók eða bækling sem geymdi einhverjar upplýsingar um það sem við höfðum áhuga á. Skemmst er að minnast þess þegar þú gafst Leó Rannsóknarskýrslu Al- þingis þegar þú varst búinn að lesa hana og glósa og spurðir hann út úr. Við dáðumst oft að því hversu vel þú hugsaðir um heilsuna. Daglega fórstu í sund og hjólaðir eða gekkst. Hvert sem þú fórst, t.d. í bankann eða á bókasafnið, varstu alltaf með brjóstsykur í poka á þér og bauðst fólkinu í kringum þig. Bára og Leó unnu í Landsbank- anum um tíma og þar mundu gjaldkerarnir vel eftir þér þar sem þú gafst þeim alltaf brjóst- sykur. Að setjast niður og rita um þig minningarorð finnst okkur mjög erfitt. Bæði er erfitt að kveðja þig eftir svona snögg og erfið veikindi en einnig er mjög erfitt að lýsa þér í fáeinum orð- um, þú varst nefnilega engum líkur og mættir okkur alltaf með hlýju og væntumþykju. Veröld okkar verður fátæklegri án þín en við reynum að hugga okkur við að nú hittir þú elsku pabba á ný. Takk fyrir allt! Bára, Hjalti og Leó. Það er með trega að ég sest niður til að minnast æskuvinar míns Sigurbjarnar G. Guð- mundssonar, sem í dag verður til moldar borinn á Akranesi. Við Siggi lifðum æskuárin að mestu austan heiðar í Mýrdaln- um. Hann í Bólstað hjá móð- ursystkinum sínum Hjálmari, Sigurjóni og Vilhelmínu og Hugborgu móður þeirra, en ég með systkinum mínum og for- eldrum á Höfðabrekku. Við fengum oft að gista hvor hjá öðrum og lékum okkur að eft- irlíkingum af mjólkurbílum KS sem Hjálmar smíðaði af miklum hagleik. Sigurjón tók okkur með í dagsferð yfir í Heiðardal til silungsveiða í vatninu en þar átti Bólstaður bátkænu á vatnsbakkanum. Sigurjón reri bátnum og við Siggi héldum í færi til skiptis með spón á end- anum. Þar fékk ég minn fyrsta silung á ævinni. Það var leginn slápur, langur og mjósleginn, þetta var snemma að vori og við Siggi aðeins átta ára snáðar að rifna úr monti. Leiðir okkar lágu síðar sam- an í Reykjavík í barnaskólum, hann í Laugarnesskóla en ég í Melaskóla, og lukum við skyldunámi sem herbergis- félagar í Héraðsskólanum á Skógum veturinn 1951-52. Í Reykjavík hittumst við oft um helgar og gengum saman um gömlu höfnina, skoðuðum báta og skip en hugur okkar beggja stefndi á sjómennsku. Það átti eftir að rætast hjá Sigga því farmennskan varð að mestu hans ævistarf. Hann lauk skip- stjórnarnámi úr Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og sigldi í mörg ár sem stýrimaður á dönskum og norskum farskip- um og margir þekkja hann sem stýrimann á Akraborginni. Siggi hafði límheila í landafræði og reikningi og engan mann hef ég hitt víðlesnari en hann. Siggi kvæntist Málfríði Ög- mundsdóttur frá Vestmanna- eyjum og saman stofnuðu þau heimili í Eyjum. Það varð hans gæfa að hitta Möllu og saman eignuðust þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Í gos- inu 1973 flúðu Vistmannaeying- ar Heimaey með sinn handfar- angur. Þá bar ég gæfu til þess að hafa uppi á æskuvini mínum og gat boðist til að útvega fjöl- skyldunni leiguíbúð á Skagan- um. Öll hafa þau reynst Akra- nesi happafengur og samhentari fjölskyldur varla að finna en afkomendur þeirra, sem skipta tugum hér á Skaga. Ég vil votta öllu þessu fólki dýpstu samúð mína við missi Sigga vinar míns, hann var traustur drengskaparmaður. Þorsteinn Ragnarsson. Nú þegar Sigurbjörn vinur minn er fallinn frá kemur upp í hugann dagurinn sem við hitt- umst fyrst. Ég hafði þá lokið námi í Stýrimannaskólanum og langaði til að fara að sigla á dönskum skipum og vantaði að hitta einhvern sem hafði reynslu af því. Var mér bent á Sigurbjörn, sem tók mér opnum örmum og hjá honum fékk ég allar þær upplýsingar sem ég þurfti um útgerðir, sjómanna- heimili o.þ.h. Þetta reyndist mér vel enda fór ég eftir leið- beiningum hans. Allaf þegar ég kom heim í frí leitaði ég Sig- urbjörn uppi og urðu ávallt fagnaðarfundir enda áhugamál okkar svipuð. Sigurbjörn var víðlesinn og mikill áhugamaður um stjórn- mál og var hann krati af gamla skólanum og fylgdi þeirri stjórnmálaskoðun ávallt enda fylgdist hann vel með hvernig uppbyggingin gekk í Evrópu og þá sérstaklega á Norðurlönd- unum þar sem kratar voru oftar en ekki við stjórnvölinn. Síðar meir gerðist það að við Sigur- björn settum báðir á skólabekk í Tækniskólanum og lærðum út- gerðartækni. Þetta var ákaflega skemmtilegur tími, bekkurinn samanstóð af ákaflega skemmtilegum og reyndum mönnum úr atvinnulífinu og var Sigurbjörn aldursforsetinn. Það skorti aldrei umræðuefnin hjá okkur og var oft glatt á hjalla. Við Sigurbjörn héldum ávallt góðu sambandi enda báðir áhugamenn um lífsins gagn og nauðsynjar. Ef maður hringdi í Sigurbjörn tók samtalið lág- mark eina klukkustund og oft meira. Ég kom líka oft í heim- sókn til Sigurbjörns upp á Akranes og þegar maður kvaddi rétti hann manni oftar en ekki bók og sagði að þessa yrði maður að lesa. Það er sárt að sjá á bak Sigurbirni og geta ekki lengur rætt við hann um lífsins gang og nauðsynjar. Ég sendi Möllu og fjölskyldu sam- úðarkveðjur við fráfall Sigur- björns. Hörður Bachman. Í dag verður einn af mínum tryggustu og bestu vinum í tæp sextíu ár, Sigurbjörn Guð- mundsson fyrrverandi stýri- maður, kvaddur. Mig langar af miklum vanmætti að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Sigurbjörns heitins verður sárt saknað af öllum þeim er nokkur kynni höfðu af honum. Lund hans var létt og glöð, viðmót hans þægilegt og framkoma öll látlaus og prúð- mannleg. Hann bauð af sér góð- an þokka hvar sem hann kom eða fór, og vildi öllum gera greiða. Þessa hlið hans þekkti ég mjög vel. Mér er minnisstætt þegar ég kom eitt sinn í Hvalfjörð á er- lendu skipi. Vetrarveðrið sýndi sínar verstu hliðar þannig að Sigurbjörn, sem þá bjó í Kópa- voginum ásamt Möllu sinni, komst ekki til að heimsækja mig vegna hvassviðris og ófærðar. Birtist þá ekki morg- uninn eftir, er við vorum að lesta, bílstjóri, að mig minnir af Akranesi sem vann við útskipunina, með eina fjóra plastpoka fulla af dagblöðum og tímaritum og tjáði mér að sam- eiginlegur vinur, Sigurbjörn, hefði haft samband við sig kvöldið áður og beðið sig að fara í nærliggandi hús og safna saman öllu nýlegu íslensku les- efni sem fólk mætti sjá af og koma því til mín. Og sérstak- lega minnist ég hinna ófáu bréfa sem hann sendi mér með fréttum af Fróni. Sár harmur er nú kveðinn að eftirlifandi ástvinum þegar hann var svona fyrirvaralítið burtkallaður, og vini hans og kunningja setur hljóða. Minningin um hann verður til þess að skilja eftir bjartar og hlýjar endurminn- ingar í hjörtum vandamanna og vina. Þá er vel þegar lífinu er lifað þannig. Sigurbirni var mjög annt um velferð fjölskyldu sinna enda munu þau jafnan minnast hans með virðingu og þakklæti. Í öllu er heimilið snertir, og miklu miklu meira, hefir kona hans, Málfríður Ögmunsdóttir, staðið við hlið hans, sem hin bjarg- fasta og góða kona, sem í öllu vildi hag, heill og sóma heimilis- ins fram yfir allt annað. Ekkert myndi gleðja hann meira en að sjá barnabörnin þróast og dafna í trú á mátt sinn og meg- in og í innilegu sambandi við foreldrana og ömmu. Þegar ungir menn svipast burtu, er ekki að undra þótt sjálfur sökn- uðurinn blandist bitrum sárs- auka við hugsunina um að fram- tíðarvonir séu höggnar burt án þess að vorir geti fundið nokkur viðunandi rök. En þegar öld- ungurinn, að loknu góðu dags- verki, flytur frá oss, verður söknuðurinn mildari, þá tala minningarnar, þá lifa menn upp aftur löngu liðnar ánægjustund- ir, njóta þeirra á ný og muna þær bestu. Sigurbjörn fylgdist vel með öllum almennum málum fram til hins síðasta og hafði einkum áhuga fyrir þeim málum, þar sem um var að ræða sjómenn, verkamenn og allt sem að þeim sneri. Hann vildi hafa augun opin fyrir öllum góðum hug- myndum, hvaðan sem þær væru komnar, ef hann hélt að þær myndu verða til framfara eða hagsbóta að einhverju leyti. Hjá honum varð maður fljótt var við þá vakandi athygli fyrir öllum mannfélagsmálum. Á öll- um sviðum fylgdist hann svo vel með þeim atburðum, sem voru að gerast víðsvegar í heiminum, að þeir, sem við hann ræddu furðuðu sig á. Hvíl þú í friði minn gamli, góði vinur. Minn- ingin um þig mun lifa meðal oss, vina og vandamanna. Ólafur Ragnarsson. Hann Bjössi var góður drengur, einlægur, traustur og tryggur vinur. Við villingarnir sem eftir er- um úr útskriftarárgangi far- mannadeildar Stýrimannaskól- ans 1964 kynntumst Sigurbirni fyrst þegar hann kom í bekkinn til okkar haustið 1963, þá búinn að ljúka fiskimannaprófi með láði. Þetta var eina leiðin til að stytta sér námið um heilt ár. Hann var góður námsmaður og munum við allir frábæru rit- gerðirnar hans sem kennarinn valdi nær alltaf til upplestrar. Sigurbjörn var þá búinn að staðfesta ráð sitt, búinn að fastna sér hana Möllu sem varð hans stoð og stytta í gegnum lífið. Eftir að um fór að hægjast hjá okkur skólafélögum náðum við að hittast oftar en á út- skriftarhátíðum og reglulega hin síðari ár. Bjössi var duglegur að rækta sambandið við okkur og líka við gamla skipsfélaga og vini, skipti þá engu hvar í veröldinni þeir bjuggu. Hann var margfróður um málefni gömul og ný, bæði íslensk og erlend. Hann hafði ótrúlega óskeikult minni. Við hinir verst stöddu minnislega af félögunum sögðum bæði í gríni og alvöru ef við myndum svona 10% af því sem Bjössi væri bú- inn að gleyma gætum við vel við unað. Sigurbjörn var gæfumaður í einkalífi. Malla og hann sáu börnin sín komast til manns og hann vissi sjálfur að börnin og barnabörnin voru hans mesti auður. Kæri Sigurbjörn, okkur öll- um þótti svo innilega vænt um þig og söknum þín mikið. Fyrir hönd skólabræðra í farmannadeild Stýrimannaskól- ans 1964 og eiginkvenna, Pétur Sigurðsson. Sigurbjörn Guðmundur Guðmundsson Guðmundur minn. Það var gaman að kynnast þér. Þú varst alltaf svo hress Guðmundur Hafsteinsson ✝ GuðmundurHafsteinsson fæddist 6. febrúar 1970. Hann lést 5. september 2017. Útför Guð- mundar fór fram 6. október 2017. þegar við hittumst á förnum, vegi m.a. í Kjöthöllinni hjá Kristjáni og Gunnari. Þar röbbuðum við oft yfir kaffibolla um daginn og veginn. Guð veri ávallt með þér. Ég sendi að- standendum þínum samúðarkveðju. Þinn vinur, Stefán sendill. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmgarði 2a, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. október. Útför hennar verður auglýst síðar. Guðmundur Ingi Hildisson Bjarnhildur Helga Lárusdóttir Ragnheiður M. Guðmundsdóttir, Ragnar Á. Eðvaldsson Bjarnhildur H. Ragnarsdóttir, Magnús I. Finnbogason Þórunn M. Ragnarsdóttir, Eðvald Á. Ragnarsson Jóhanna D. Magnúsdóttir, Magnús I. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.