Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Litskrúð Það má með sanni segja að náttúran máli umhverfi okkar fögrum litum á haustin, þegar gróður jarðar leggst í dvala fyrir veturinn. Þessi var að hjóla í Vogahverfinu í blíðunni í gær. Golli Fimmta Hringborð norðursins sem haldið var í Hörpu um síðustu helgi var ánægjulegur og afar fróðlegur við- burður, ekki síður en fyrri málþing undir merki Arctic Circle. Ég hygg að ýmsir hér- lendis hafi haldið að nú þegar frumkvöðullinn Ólafur Ragnar Gríms- son er ekki lengur á forsetastóli á Bessastöðum myndi fjara undan þessari samkomu, en hið gagnstæða hefur komið á daginn. Formið er að vísu svipað frá ári til árs, en innihald- ið nú reyndist afar fjölbreytt og þátt- takan síst minni en áður. Haustráð- stefna Arctic Circle í Hörpu hefur unnið sér sess sem stærsti alþjóða- viðburður um norðurslóðir og sam- komur á ýmsum öðrum stöðum undir sama merki hafa bæst við og breikka grundvöllinn. Fundur sem þessi er afrek sem enginn annar en Ólafur Ragnar hefði getað komið í kring, studdur af fámennu en öflugu skrif- stofuliði. Með því nýtir hann í al- þjóðaþágu hæfileika sína og tengsl frá löngum ferli og varpar um leið já- kvæðu ljósi á Ísland, reyndar á stundum bjartara en innstæða er fyrir þegar litið til stöðu umhverf- ismála hérlendis. Hvað fer fram á svona málþingi? Eðlilega spyrja margir hvað fari fram á samkomu eins og Arctic Circle. Einfaldasta svarið er að þetta sé vettvangur upplýsinga og skoðanaskipta um áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum á vistkerfi jarðar svo og viðbrögð við þessum breyt- ingum til að koma í veg fyrir allsherj- arvá. Áherslan er á norðurslóðir en raddir og þátttaka er frá löndum allt suður undir miðbaug, Asíustórveldin meðtalin. Ekki er stefnt að sameig- inlegum ályktunum þannig að tog- streita um orðalag truflar ekki sam- komuna sem allir geta sótt til að fræðast, kynnast nýjum viðhorfum og mynda persónuleg tengsl. Þátt- taka ungs fólks, kvenna ekki síður en karla, setti mikinn svip á Hörpu þessa daga. Í ljósi þess mikla fram- boðs upplýsinga og sjónarmiða sem hér var í boði er eðlilegt að kallað sé eftir samþættingu ólíkra viðhorfa og þekkingar, þvert á fræðigreinar. Þar beinast sjónir m.a. að stofnun með skammstöfuninni IIASA (Inter- national Institute for Applied Syst- ems Analysis) sem varð til 1972 að frumkvæði risaveldanna á hápunkti kalda stríðsins og hefur síðan aðsetur í Austurríki. Nú eiga aðild að henni aðilar og samtök í 24 löndum, en Ís- land er enn ekki í þeim hópi. Á því þyrfti að ráða bót þegar nú styttist í að við tökum við formennsku í Norð- urskautsráðinu (Arctic Counsil). Framlag IIASA til ráðstefnunnar í Hörpu þótti mér einkar athyglisvert. Óskuldbindandi óskalistar duga skammt Parísarsamkomulagið um lofts- lagsmál frá í hittiðfyrra um að stöðva hlýnun jarðar við 1,5-2°C árið 2100 byggist á samþykkt SÞ um 17 sjálf- bærnimarkmið sem ná þurfi fram til ársins 2030. Það er mikill óskalisti allt frá því að útrýma hungri, tryggja öllum aðgang að öruggu ferskvatni og vistvænni orku. Útfærsla á hvað þurfi til að ná þessum markmiðum hefur ekki farið fram og sjálft lofts- lagsmarkmiðið er óskuldbindandi. Eigi að vera von til þess að ná ofan- greindu markmiði um næstu aldamót þyrfti að stöðva aukningu í losun gróðurhúsalofts þegar árið 2020 og hún síðan jafnt og þétt að dragast saman. Til að ná slíku fram þyrfti að gerast kraftaverk þar sem ná þyrfti tökum á þeim fjölmörgu þáttum sem valda aukinni losun. Viðfangsefnið kallar á alþjóðlega samstöðu, sem ekki er í sjónmáli, um leiðir til að nálgast markmiðin og síðan hrinda þeim í framkvæmd. Fyrir utan að koma böndum á efnahagsþróun sem nú ræðst í kauphöllum þurfa stjórn- völd í hverju landi og sameiginlega að geta tekið ákvarðanir sem lúta að framtíðarheill alls mannkyns. Það kallar á nýja hugsun og samstillingu um þá fjölmörgu þætti sem flétta þarf saman eigi að takast að hverfa frá þeirri feigðarsiglingu sem ella blasir við. Hvar eru Íslendingar staddir? Íslenskar raddir heyrðust víða á Arctic Circle, allt frá fulltrúum stjórnvalda og talsmönnum fyrir- tækja til framlags frá íslenskum vís- indamönnum og stofnunum. Orð eru til alls fyrst og því er það af hinu góða að ráðamenn tjái hug sinn á þessum vettvangi. Á sérstökum fundi ræddu fulltrúar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum um þróun og horfur í ferðaþjónustu. Eðlilega bar þar hæst ósjálfbært stökk hérlendis í fjölda ferðamanna og þau mörgu vandamál sem því fylgja, bæði álag á náttúru og ójafna dreifingu. Ánægjulegt var að hlýða þarna á framlag frá Snæfells- nesi þar sem greint var frá samvinnu sveitarfélaga til að stilla saman strengi í ferðaþjónustu. Á öðrum fundi var greint frá vinnu íslenskra sérfræðistofnana við að meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á íslenskt umhverfi, bæði náttúru til lands og sjávar og samfélagið. Breytingar af þessum sökum eru þegar orðnar aug- ljósar, ekki síst á vistkerfi sjávar. Var boðað að skýrsla um þessa vinnu væri skammt undan og verður hún væntanlega til þess að færa um- ræðuna um þessi örlagaríku mál nær almenningi og stjórnmálamönnum. Þeir síðastnefndu hefðu mátt vera fleiri og sýnilegri þessa daga í Hörpu og hefðu þá kannski getað fyllt í til- finnanlegar eyður í málflutningi og stefnuskrám þegar kallað er eftir svörum um loftslagsbreytingar og önnur brennandi umhverfismál. Eftir Hjörleif Guttormsson »Eigi að vera von til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um næstu aldamót þyrfti að stöðva aukn- ingu í losun gróðurhúsa- lofts þegar árið 2020. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Arctic Circle og glíman við tilvistarkreppu mannkyns Lilja Dögg Alfreðs- dóttir steig inn á vett- vang íslenskra stjórn- mála við óvenjulegar og erfiðar aðstæður þegar allt virtist á hverfanda hveli í póli- tíkinni. Henni hefur fylgt gustur geðs og gríðarþokki, hún sker sig úr og nær að vekja athygli hvar sem hún kemur eða tekur til máls. Hún er málefnaleg, prúð og svarar spurningum af þekkingu. Lilja varð utanrík- isráðherra Framsókn- arflokksins og strax gekk hún fram með þeim hætti að hún hreif fólk með sér, bæði hér heima og er- lendis. Hún hefur lag á að setja mál sitt fram með þeim hætti að hinn almenni mað- ur treystir henni og vill sjá hana í fremstu röð stjórnmálanna. Aldrei hef ég heyrt hana segja hnjóðsyrði eða neitt ljótt um andstæðinga sína, enda bera þeir henni gott orð. Í stjórnmálunum er mikil þreyta og persónuleg átök um þessar mundir sem er nokkuð nýtt af nál- inni, en slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Nú sjá það allir til dæmis í fótboltanum hvernig harðsnúið lið ungra manna vinnur með samvinnunni og leikgleðinni hvern leikinn á fætur öðrum og Ís- land er komið á HM. Gamla póli- tíkin var traust, virðing og gott umtal fylgdi henni, drengskapur og heilindi manna á milli. Alþingi þarf á fólki að halda eins og Lilju, hún er með yfir- burðaþekkingu á efnahagsmálum og fjármálakerfinu vegna starfa sinna hér í Seðlabankanum og náms og starfa erlendis. Hún vann sem starfsmaður Seðlabankans að endurreisn Íslands eftir hrun og þekking hennar er mikilvæg á vettvangi ríkisstjórnar og Alþing- is. Ég skora því á Reykvíkinga að vinna að því með öllu afli að Lilja nái kjöri. Hennar framganga og drengskapur minnir á það sem var þegar Steingrímur Hermannsson og fleiri slíkir menn fóru fyrir liði á vettvangi stjórnmálanna. Ég finn hvar sem ég fer að fólki liggur hlýtt orð til Lilju og vill sjá hana í fremstu röð. Ég skora því á alla sem vettlingi geta valdið að styðja hana í baráttunni, það munar um hvert atkvæði. Kjósum Lilju Dögg á þing fyrir Reykjavík og landið allt. Lilja er hinu sundraða Alþingi mikilvæg og líklegri en flestir aðrir til að það endurheimti traust sitt og virð- ingu. Eftir Guðna Ágústsson » Lilja er hinu sundraða Alþingi mikilvæg og líklegri en flestir aðrir til að það endurheimti traust sitt og virðingu. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Allir vilja Lilju kosið hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.