Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 13
Kennarinn Thelma Björk Jóhannesdóttir, kennari í Holtaskóla, segir starfsgreinakynninguna sýna fjölbreytnina og auka virðingu fyrir öllum störfum, bæði innan þeirra og út á við í samfélaginu. skiptin hafa stúlkur verið mun áhuga- samari en strákar. Einar, sem er menntaður einkaþjálfari, segist auk tækninnar kynna hvaða námsleiðir hægt sé að fara í einkaþjálfarann, en meðfram störfum er Einar kennari í Einkaþjálfaraskólanum. „Ég útskýri líka fyrir þeim hvern- ig hægt sé að vera með einn og einn í þjálfun, hóp eða stýra fjarþjálfun. Í raun bara hvernig starfið virkar. Það eru margar leiðir á boðstólum í þjálfun og ég nota þær allar í minni þjálfun.“ Einar og Telma hafa rekið tvær stöðvar undir merkjum Sport 4 You um nokkurra ára skeið. Þau sögðust finna á kynningunni að krakkarnir hefðu mikinn áhuga á að lyfta og vera í íþróttum yfirhöfuð, verða sterkari. „Þau eru því mikið að spá í það hvern- ig og hvaða æfingar eigi að gera,“ seg- ir Einar. Félagarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen í 8. bekk í Grunnskóla Sandgerðis urðu á vegi blaðamanns á leið sinni um salinn. Brynjar var ánægður með starfs- greinakynninguna, sagði hana bæði skemmtilega og flotta. Ekki spillti að draumastarfið hans var kynnt, en hann langar að verða dýralæknir. Leiðsögumaðurinn og Tollurinn komu á óvart Tony Kristni fannst kynningin frábær þar sem hann gat séð alls kon- ar störf og spurt spurninga og yfirhöf- uð séð hvað fólk væri að gera. Grafíski hönnuðurinn hafði hins vegar brugðið sér frá þegar Tony Kristinn leit inn en hann ætlaði að fara aftur þangað. Birgi fannst hún „geggjað kúl“, því þarna gæti hann séð svo margt sem hann sæi ekki á hverjum degi. Birgi langar að verða arkitekt og brá sér í kynningu til hans. Hann fékk m.a. að sjá þrívíddar- myndir og teikningar frá arkitekt- inum, sem hann var ánægður með. Upptækir hlutir Starfsmenn Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sýndu hluti sem teknir hafa verið af ferðamönnum. Þeir vöktu athygli nemenda. Vinsælt Eitt af því vinsælasta var að láta starfsmenn HS Veitna fara með sér upp í körfubíl fyrirtækisins. Afl Hægt var að kanna hversu mik- inn kraft og orku þarf til að tendra ljósaperu með því að hjóla af afli. Enginn saknaði neins starfs en það var ýmislegt sem kom þeim piltum á óvart, s.s. leiðsögumaðurinn sem Tony Kristinn nefndi og Tollurinn, sér- staklega allt dótið sem starfsfólkið var að sýna sem hafði verið tekið af fólki við tollskoðun og Brynjar og Birgir nefndu. Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir úr 8. bekk í Holtaskóla voru gripnar eftir að hafa kynnt sér starf flugmanns og flugfreyju. Þær voru nokkuð ánægðar með starfs- greinakynninguna, en Daria stefnir að því að verða flugfreyja. „Mig langaði t.d. að vita hver launin væru og um erf- iðleika í starfi. Ég held að það geti ver- ið erfitt þegar einhver kemur um borð og er erfiður.“ Draumastarf Stefaníu var hins vegar ekki á kynningunni þetta árið og það er fatahönnun. „Ég sakna þess en vona að það verði þegar ég kem aftur í 10. bekk.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Á fjórhjóladrifnum KODIAQ með val um sjö sæti og glerþak, getur þú sameinað þetta tvennt og notið þess að ferðast með ánægju. Endurnýjaðu tengslin við það mikilvægasta í lífinu á nýjum ŠKODA KODIAQ. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN VIÐ ÞAÐ MIKILVÆGA Í LÍFINU NÝR ŠKODA KODIAQ MEÐ MÖGULEIKA Á 7 SÆTUM. ŠKODA KODIAQ frá: 5.590.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.