Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Eitt best geymda leyndarmálið á markaðnum Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tísku- fyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina. Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan. Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá, Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fjölskylduna – Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Þú kaupir Weleda vörur í heilsuverslunum og apótekum um allt land Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ríkisstjórn Spánar veitti í gær Carl- es Puigdemont, forseta héraðs- stjórnar Katalóníu, þriggja daga lokafrest til að tilkynna að hann hefði ekki lýst yfir sjálfstæði héraðs- ins. Spænska stjórnin hafði krafist þess að Puigdemont svaraði því af- dráttarlaust hvort hann hefði lýst yf- ir sjálfstæði Katalóníu en hann virti þá kröfu að vettugi. Puigdemont sagði í ræðu á þingi Katalóníu 10. október að leiðtogar héraðsins hefðu fengið umboð kata- lónsku þjóðarinnar til að lýsa yfir sjálfstæði en lagði síðan til að sjálf- stæðisyfirlýsingunni yrði frestað. Hann kvaðst ætla að fara eftir niður- stöðu umdeildrar þjóðaratkvæða- greiðslu í Katalóníu 1. október um sjálfstæði héraðsins en reyna fyrst að leysa deiluna með viðræðum við spænsku stjórnina. Puigdemont og tugir þingmanna undirrituðu síðan yfirlýsingu um sjálfstæði Katalóníu utan þingsalarins en sögðu að gildis- töku hennar hefði verið frestað. Hafnar viðræðum Daginn eftir varaði spænska stjórnin Puigdemont formlega við því að hún kynni að nýta heimild í stjórnarskránni til að afturkalla sjálfstjórnarréttindi Katalóníu og setja héraðið undir beina stjórn frá Madríd. Til að geta gert það þurfti spænska stjórnin fyrst að krefjast afdráttarlauss svars við því hvort Puigdemont hefði lýst yfir sjálfstæði og fyrri frestur hans til að svara því rann út í gær. Hann svaraði með bréfi þar sem hann sagði að megin- markmið héraðsstjórnar Katalóníu væri að ná fram viðræðum á næstu tveimur mánuðum við stjórnvöld á Spáni. „Við viljum hefja viðræður – eins og gert er í lýðræðisríkjum – um vanda meirihluta katalónsku þjóðar- innar sem vill hefja ferð sína sem sjálfstætt ríki í Evrópu. Sú ákvörðun okkar að fresta pólitíska umboðinu sem við fengum í atkvæðagreiðsl- unni 1. október sýnir eindreginn vilja okkar til að finna lausn og forð- ast átök,“ sagði Puigdemont í svari sínu. „Það hefði ekki átt að vera of erfitt að svara því með jái eða neii hvort hann lýsti yfir sjálfstæði,“ sagði að- stoðarforsætisráðherra Spánar, Soraya Sáenz de Santamaría. Í skrif- legu svari Marianos Rajoys forsætis- ráðherra við bréfinu áréttaði hann að héraðsforsetinn þyrfti að leggja fram skýrt svar ekki síðar en á fimmtudagsmorgun. Spænska stjórnin hefur hafnað viðræðum um sjálfstæði Katalóníu og sagt að þær myndu vera brot á ákvæði stjórnarskrár Spánar um órjúfanlega einingu landsins. Sagðir vilja auka spennuna Neiti Puigdemont að gefa eftir í deilunni er líklegt að spænska stjórnin nýti heimildina til að svipta Katalóníu sjálfstjórnarréttindum. Verði það gert gæti það orðið vatn á myllu sjálfstæðssinna, aukið stuðn- inginn við sjálfstæði Katalóníu og leitt til verkfalla og götumótmæla í héraðinu. Stjórnmálaskýrendur segja að markmiðið með óljósri yfirlýsingu Puigdemonts á katalónska þinginu hafi verið að reyna að sætta fylking- ar sjálfstæðissinna. Flokkar, sem styðja sjálfstæði Katalóníu, fengu 47,6% atkvæða og nauman meiri- hluta á þingi héraðsins í kosningum í fyrra en þeir deila um hvernig ná eigi fram sjálfstæði. Sumir þeirra vilja að lýst verði yfir sjálfstæði tafarlaust og hafa gagnrýnt yfirlýs- ingu Puigdemonts á þinginu, sagt að hann hafi ef til vill glutrað niður sögulegu tækifæri til að knýja fram aðskilnað. Aðrir eru ánægðir með framgöngu héraðsforsetans og segja kröfuna um tafarlaust sjálfstæði óraunhæfa. Þeir telja að héraðið sé illa í stakk búið til að stofna sjálf- stætt ríki, meðal annars vegna mik- illa skulda við ríkissjóð Spánar, og njóti ekki nægilegs stuðnings ann- arra landa. Frederico Santi, sérfræðingur í málefnum Suður-Evrópulanda, telur að eitt af markmiðum héraðsstjórn- ar Katalóníu sé að fá spænsk stjórn- völd til að bregðast of harkalega við sjálfstæðiskröfunni. Héraðsstjórnin vilji auka spennuna í von um að of harkaleg viðbrögð spænskra ráða- manna verði til þess að stjórnvöld og almenningur í öðrum ESB-löndum snúist á sveif með katalónskum sjálf- stæðissinnum og knýi spænsku stjórnina til að fallast á viðræður um sjálfstæði Katalóníu. Hunsaði kröfu um afdráttarlaust svar  Of harkaleg viðbrögð yrðu vatn á myllu aðskilnaðarsinna AFP Nei eða já? Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Efnahagsbati í hættu » Spænska stjórnin segir að óvissan um framtíð Katalóníu grafi undan efnahagsbata Spánar eftir fjármálakreppuna sem skall á árið 2008. » Hundruð fyrirtækja hafa flutt skráð aðsetur sitt frá Katalóníu vegna óvissunnar, þeirra á meðal tveir stærstu bankar héraðsins. Stjórnarher Íraks réðst í gær inn í miðborg Kirkuk sem hafði verið á valdi hersveita Kúrda. Fregnir hermdu að liðsmenn stjórnarhersins hefðu náð opinberum byggingum á sitt vald, meðal annars skrifstofu héraðsstjórans. Þúsundir íbúa flúðu úr borginni af ótta við blóðsúthell- ingar. Árásin var gerð þremur vikum eft- ir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Norður- Írak, Íraska Kúrdistan, um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði þess. Tæp 93% þeirra sem greiddu atkvæði studdu sjálfstæði, að sögn leiðtoga Kúrda. Þótt Kirkuk sé ekki hluti af Kúrdistan var íbúum héraðsins leyft að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Kúrdar og ríkisstjórn Íraks hafa deilt um yfirráð yfir Kirkuk-héraði sem er ríkt af olíu. Talið er að Kúrd- ar séu í meirihluta í héraðinu en margir arabar og Túrkmenar búa í Kirkuk-borg. Sögð stríðsyfirlýsing Yfirmenn hersveita Kúrda sögðu að árásin á Kirkuk jafngilti „stríðs- yfirlýsingu gegn kúrdísku þjóðinni“. Ríkisstjórn Tyrklands fagnaði hins vegar árásinni og kvaðst vera tilbúin til að hefja samstarf við stjórnvöld í Írak til að berjast gegn liðsmönnum Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK) sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Stjórn Íraks hefur neitað að viður- kenna þjóðaratkvæðagreiðslu tyrk- neskra Kúrda og segir að hún sé brot á stjórnarskrá landsins. Tyrkir eru einnig andvígir því að Íraska Kúr- distan fái sjálfstæði þar sem þeir ótt- ast að það verði til þess að Kúrdum í norðanverðu Sýrlandi takist að stofna sjálfstætt lýðveldi og kúrd- íska þjóðarbrotið í Tyrklandi krefjist einnig aðskilnaðar. 100 km Efrat T íg ris Kirkuk og Kúrdistan í Írak ÍRAK ÍRAN TYRKLAND SÝRLAND BAGDAD Kirkuk Sulaimaniyah Arbil Duhok Mosúl Íraska Kúrdistan Kirkuk- hérað Íraksher ræðst inn í Kirkuk  Þúsundir íbúa borgarinnar flúðu AFP Fagnað Börn veifa til íraskra her- manna við eitt úthverfa Kirkuk. Að minnsta kosti 34 menn höfðu í gær beðið bana í skógareldum í Portúgal og á Spáni. Minnst 31 lét lífið á einum sólarhring í Portúgal og þrír á Spáni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði að brennuvargar hefðu kveikt flesta eldana sem geisuðu í Galisíuhéraði á Norðvestur-Spáni og þeir hefðu breiðst mjög hratt út vegna hvassviðris. Fyrir eldana í gær höfðu um 216.000 hektarar skóglendis brunnið í Portúgal frá janúar til september. 64 biðu bana 17. júní í mannskæðasta skógareldi í sögu lands- ins. Eldarnir eru raktir til óvenjumikils hita og þurrka. 40 km Eldar sem loguðu í gær Skógareldar í Portúgal og á Spáni Heimild: Effis PORTÚGAL SPÁNN ATLANTSHAF LISSABON MADRÍD Coimbra Viseu Guarda Vigo Porto Ourense Lugo Nigran Castelo BrancoSerta maps4news.com/©HERE Mannskæðir skógareldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.