Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Ég er sveitastelpa úr Flóanum semfór 17 ára gömul til Reykjavíkurtil að vinna fyrir sér,“ segir María Kristín Einarsdóttir listakona sem á 80 ára afmæli í dag. „Foreldrar mínir, sem bjuggu í Vatnsholti, voru bændafólk með stóran barnahóp. Þau höfðu ekki svigrúm til að kosta börnin í frekara nám eftir ferminguna. Svo þurfti að rýma fyrir yngri börnunum og þeim sem voru ófædd.“ María varð fljótt lagin í höndunum, fór snemma að sauma fatnað á sjálfa sig og aðra í fjölskyldunni. Svo það var ekki til- viljun að fyrsta starf hennar í Reykjavík var að sauma karlmannaföt hjá Gefjuni- Iðunni. „Áður en krían snerti steininn var ég komin í hjónaband með Svavari Þor- valdssyni og eignaðist með honum þrjár yndislegar dætur, Helen, Huldu og Hug- rúnu.“ Við tilkomu fjölskyldu hófst lífsbar- áttan; að koma þaki yfir höfuðið, og það takmark náðist með mikilli vinnu. „Þegar dæturnar uxu úr grasi fór ég að vinna utan heimilis og fékk aukið fjárhagslegt svigrúm til að sækja mér menntun hér og þar.“ María hefur alltaf haft yndi af söng, var einn af stofnendum Samkórs Kópavogs og söng með kórnum á 50 ára afmæli hans á síðasta ári. „Ég hef sungið í ýmsum kórum, s.s. Heimskórnum, og tók þrisvar þátt í stór- tónleikum þar sem heimsfrægir söngvarar, Domingo, Pavarotti og fleiri þekkt nöfn, komu fram.“ María vildi hafa einhverja haldbæra kunnáttu í faginu og skráði sig inn í Nýja tónlistarskólann og lauk 8. stigs prófi þegar hún var 53 ára. „Lengst söng ég með Skagfirsku söng- sveitinni, eða í 30 ár, en þar vorum við samferða ég og seinni maður minn, Gestur Bjarki Pálsson. Eftir það fór ég að föndra við að mála og hélt nokkrar sýningar. Þar sem fatatískan breyttist og allflestar konur ganga í gallabuxum, sem og ég geri, lagði ég kjólasaum á hilluna. Ég á ennþá nokkra kjóla frá fyrri tíð en ég er vaxin upp úr þeim. Ég hef lifað góðu lífi, fest fingur á flest mín áhugamál að einhverju marki og á 60 ára afmæli mínu gaf ég út ljóðabókina Undir laufþaki og núna á 80 ára afmælinu ætla ég að sækja heim tónleikahöll í Montréal.“ María yrkir enn og sendir fólkinu sínu tækifærisljóð þegar stór- viðburðir eru, brúðkaup og afmæli. María hefur einnig fengist við blómarækt. „Við Gestur, maðurinn minn, byggðum sumarhús í Grímsnesinu og þar plöntuðum við trjám í einn hektara lands, en ég vildi líka hafa þar rósir og dalíur. Ég hef alltaf elskað að hafa litrík falleg blóm og gróður í kringum mig.“ Úti í sólinni María á Torreveja árið 2013. Hefur náð að sinna sínum áhugamálum María K. Einarsdóttir er áttræð í dag E rla Sigríður Ragnars- dóttir fæddist á fæð- ingarheimilinu 17.10. 1967 og átti heima í miðbæ Reykjavíkur fyrstu sjö árin. Þá flutti fjölskyldan til Egilsstaða þar sem faðir hennar var tannlæknir næstu 12 árin. Þá flutti fjölskyldan aftur suður en Erla var þá komin í menntaskóla. Eftir stúdentspróf fór Erla til Bandaríkjanna, lærði sögu, stjórn- málafræði og fjölmiðlun í háskól- anum í Wisconsin, en lauk BA-námi í sagnfræði við HÍ 1993 og cand. mag.-prófi frá háskólanum í Árós- um 1995. Erla kenndi í afleysingum í Garðaskóla og síðan við FS: „ Þetta var góður og lærdómsríkur tími. Ég fann strax að það átti vel við mig að starfa með ungu fólki. Þegar kennslustaða bauðst í Hafnarfirði var ég því fljót að ganga til liðs við Flensborgarskólann.“ Auk kennslu- réttinda hefur Erla lokið diplóma- námi í stjórnun og fræðslu og er langt komin með nám í stjórnsýslu- fræðum við HÍ: „Eins og hjá svo mörgum þá á ég bara ritgerðina eft- ir. Kannski gef ég mér tíma til næsta sumar. Mér hefur alltaf fund- ist gaman í skóla og fæ aldrei nóg af því að læra.“ Erla Sigríður Ragnarsdóttir, kennari við Flensborg – 50 ára Í Spánarferð Erla Sigríður og eiginmaðurinn, Magnús Teitsson, njóta kvöldsólarinnar í Barcelona með börnunum. Dúkkulísurnar syngja enn um Pamelu í Dallas Alltaf jafn hressar Dúkkulísurnar koma sér fyrir á sviði í Hofi á Akureyri. Reykjavík Róbert Atlason fæddist 4. apríl 2017. Hann vó 3.500 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Atli Björgvin Odds- son og Kristín Anna Tryggva- dóttir. Nýr borgari Tinna Líf Teitsdóttir og Árni Atlason héldu tombólu við Nettó í Kórahverfinu í Kópavogi og söfnuðu 5.508 kr. sem þau færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.