Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Nú hefur það gerst einu sinni enn, að upp kemur mál í þjóð- félaginu, sem vekur sterkar tilfinningar og einhver aðili á Al- þingi reynir að nýta ástandið sér til póli- tísks framdráttar með hannaðri atburðarás. Í þetta sinn var um að ræða mikinn persónu- legan harmleik sem er þess eðlis, að það lýsir siðferðisbresti að nýta afleiðingar hans á þennan hátt. Breytingar á afstöðu þjóðfélagsins Í okkar landi gilda lög um sam- skipti okkar þegnanna hvers við annað og stjórnvöld. Á stjórnvöld- um hvílir síðan sú skylda, að fara ekki bara að lögum, heldur skal líka unnið að allri framkvæmd í samræmi við góða stjórnarhætti. Hvað teljast góð lög og stjórn- arhættir er breytilegt og líta má á það sem túlkun á almannaáliti hvers tíma. Nú koma stundum upp í þjóð- félaginu mál til þess fallin að breyta almannaálitinu og nú í sum- ar, 2017 kom upp sú spurning, hvort þjóðfélagið treysti sér til að hafa starfandi innan sinna vébanda sem lögmann einhvern þann sem dæmdur hafði fyrir barnaníð. Sú venja hafði skapast af tillitssemi við brotaþola, að leynd var á öllum skjölum mála er varða barnaníð. Því gat ráðuneyti dómsmála ekki lagt fram nein gögn um það mál, sem var tilefni umræðunnar. Saga málsins Upphaf þessa máls má rekja til þess, að barnaníðing var að lögum og venjum um góða stjórnarhætti, veitt uppreist æru, enda höfðu þrír valinkunnir menn vottað góða hegðun hans eftir afplánun dóms. Sá dómsmálaráðherra sem af- greiddi það mál, Ólöf heitin Nordal kom þeirri skoðun á framfæri inn- an þingflokks síns, að lögin á þessu sviði væru úr- elt. Eftir að Sigríður Á. Andersen tók við embættinu setti hún vinnu í gang í ráðu- neytinu til að endur- skoða lögin og í maí 2017 stöðvaði hún sjálfvirka undirritun slíkra mála í ráðu- neytinu. Síðar um sumarið hefst umræðan um það hvort rétt sé, að dæmdur barnaníð- ingur fái að starfa sem lögmaður með óflekkað mannorð. Þá krefur RÚV ráðherra um upplýsingar um öll slík mál og ber fyrir sig upplýs- ingalög. Ráðuneytið telur ekki ljóst hve mikið það megi upplýsa og neitar, þannig að RÚV venju samkvæmt kærir til kærunefndar. Þannig er það tryggt, að réttur úr- skurðaraðili setji reglur um það hvað skuli birt og hvað ekki. Meðan málið er í þessu ferli fregnar dómsmálaráðherra og flyt- ur þá fregn áfram til forsætisráð- herra Bjarna Benediktssonar, að faðir hans hafi vottað góða hegðun annars barnaníðings. Í kjölfar fréttaflutnings fjölmiðla setur stjórnarandstaðan upp leikrit á sviði allsherjanefndar Alþingis, þar sem þess er krafist að upplýs- ingar allra mála skuli opinberaðar þar. Eftir að úrskurður kærumáls er fallinn og leynd létt af m.a. nöfnum vottunarmanna, greinir forsætis- ráðherra formönnum samstarfs- flokka sinna frá því, að faðir hans sé þar á skrá. Tveim dögum síðar, eftir að persónuupplýsingar eru fjarlægðar samkvæmt úrskurði eru gögnin birt og nafn föðurins opinberað í fréttum. Sama kvöld, reyndar nokkuð liðið á nótt, til- kynnir Björt framtíð stjórnarslit og ber fyrir sig trúnaðarbrest, þar sem forsætisráðherra hafi ekki greint nógu ítarlega frá öllu sem fór á milli hans og dómsmálaráð- herra í málinu. Engum sögum fer þó af því, að formaður BF hafi spurt forsætisráðherra nánar út í þá hluti. Skyldur þingmanna Það var löngu upplýst, að verið var að vinna að lagabreytingu hvað varðar uppreist æru. Við þær að- stæður er það skýlaus skylda þing- manna að taka við þeirri vinnu sem verið var að vinna í ráðuneyti dómsmála og stuðla að nauðsyn- legum lagabreytingum af fullri al- vöru og í anda góðra stjórn- sýsluhátta. Til þess eru þeir kosnir af þjóðinni. Í stað þess reyna ein- hverjir þeirra að stuðla að því með skálduðum rökum, að dómstóll götunnar kæmi saman á Aust- urvelli, setti afturvirkt ný viðmið og hrekti stjórnina frá. Þetta virð- ist hafa verið markmið einhverra þingmanna og lýsir það engu nema siðferðisbresti. Undarlegust var þó framkoma Bjartrar framtíðar. Þau gera ekki svo mikið sem biðja um nánari skýringar frá forsætisráðherra og dómsmálaráðherra, heldur gefa sér einhverja vitleysu, setjast sam- an í hring að kvöldi dags, tala sig upp í æsing og slíta stjórnarsam- starfinu þá sömu nótt. Þingmenn þurfa að vera viðbúnir því að vera stillt upp andspænis harmleikjum og þess krafist, að lög og reglur séu endurskoðuð vegna breytinga á þjóðarvilja. Það verður að gera þá kröfu til þeirra, að þeir gangi þá til þess verks, en kasti ekki fyrst frá sér glórunni og síðan allri ábyrgð eins og hér var gert. Lög, góðir stjórnarhættir og dómstóll götunnar Eftir Elías Elíasson »Er það skýlaus skylda þingmanna að taka við þeirri vinnu sem verið var að vinna í ráðuneyti dómsmála og stuðla að nauðsynlegum lagabreytingum af fullri alvöru og í anda góðra stjórnsýsluhátta. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is Hinn 23.9. var Ríkissjónvarpið með fjársöfnun fyrir Kvennaathvarfið og var viðtal við lög- fræðing um hvaða möguleika brotaþoli hefði til að losna undan ofbeldi, með lagaúrskurði. Svar lögfræðingsins var: „Til þess að svo geti orðið þarf samþykki beggja.“ Þetta finnst mér með ólíkindum og þýðir raunverulega að ofbeld- ismaðurinn geti ráðið því hvenær eða hvort brotaþolinn fær að losna undan okinu. Það var ekki minnst á það að brotaþolinn hefði mannréttindi sem tryggðu honum lausn undan misþyrmingum. Sé þetta rétt hefur Alþingi, sem set- ur lögin, lagst á sveif með ofbeld- ismönnum. Flott stjarna í barmi ráðherranna. Er það einnig svo að börnin eigi engan rétt í þessu máli og verði að lifa við ofbeldi á móðurinni? Þetta lítur út eins og lögverndað barnaníð: „Hvar er menntunin og skynsemin sem henni á að fylgja?“ Þetta er svo sem ekki það eina sem mér finnst að Alþingi standi sig ekki í varðandi stjórnsýslu þjóðfélagsins, þeir mættu hugsa meira um þjóðfélagið í heild en ekki enda- laust að hagræða fyr- ir hina svokölluðu yf- irstétt þjóðfélagsins sem er að stærstum hluta samansett af sérhagsmunapoturum sem þjóðin er löngu búin að fá sig full- sadda á. Þessir aðilar virðast hafa Alþingi í vasanum. Eitt af því furðu- legasta er að ekki má leggja gjald á þjónustu við ferða- menn ef við Íslendingar borgum ekki fyrir þá þjónustu. Þarna finnst mér heimskan svífa seglum þöndum, því það erum við Íslend- ingar sem kostum allt í þessu þjóðfélagi. Það er því ekkert að því að ferðamenn borgi okkur fyrir afnot af okkar fagra landi. Eitt af okkar stærstu vanda- málum er fjármálastjórnunin. Ár- ið 1929 varð bankahrun á heims- vísu sem við komumst ekki út úr fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld. Síðan verður alvarlegt hrun 1968 sem olli því að fjöldi fjölskyldna flutti úr landi. 1980 varð að klippa tvö núll af myntinni og hundraðkallinn varð ein króna. Þetta kemur afar illa við okkur gagnvart vöruinnflutningi. Um aldamótin 2000 vorum við með ríkari þjóðum heims, 2008 sáum við ekki fram úr skuldunum. Þetta sýnir okkur hvar við- skiptahæfni fjármálaspekinga okkar liggur. Það alvarlegasta er að við erum hætt að bera virð- ingu fyrir okkar fagra landi og búin að týna okkar þjóðarstolti og teljum okkur vera undirgefna þjóna erlendra jarðböðla og sóða sem við hvetjum til að koma hingað í miljónatali og spilla frið- löndum manna og dýra ásamt því að stefna þjóðinni óðfluga í hót- elskuldahrun sem sennilega verð- ur ekki umflúið héðan af. Í síð- asta hruni bað þáverandi forsætisráðherra Guð að blessa Ísland. Í næsta hruni verðum við sennilega að biðja Guð að fyr- irgefa ferðamönnum hvernig þeir fóru með Ísland. Er ofbeldi æðra mannréttindum? Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson »Um aldamótin 2000 vorum við með ríkari þjóðum heims, 2008 sáum við ekki fram úr skuldunum. Þetta sýnir okkur hvar viðskipta- hæfni fjármálaspekinga okkar liggur. Höfundur er eldri borgari. Um síðustu áramót tóku gildi lög sem ein- földuðu ellilífeyris- kerfið svo mikið að flest fólk með nægan metnað ætti að geta skilið það. Það er í sjálfu sér jákvætt, því það gefur fólki tæki- færi til að skilja hvar vandamálin liggja og þar af leiðandi hvaða tæknilegu umbótum sé heppilegast að berjast fyrir. Breyt- ingin afnam einnig krónu-á-móti- krónu-skerðingu í ellilífeyriskerfinu (þótt hún sé enn til staðar hjá ör- yrkjum), eitt hryllilegasta fyrirbæri sem undirritaður hefur komist í tæri við í gjörvöllu almannatrygg- ingakerfinu, þótt þar sé að vísu af nógu að taka. Þetta voru jákvæðu breyting- arnar, gríðarleg einföldun og afnám krónu-á-móti-krónu-skerðingarinnar. Hins vegar fól þessi breyting líka í sér þau miklu leiðindi að frí- tekjumark ellilífeyris vegna atvinnu- tekna lækkaði úr 109.000 niður í 25.000. Það gerðist vegna þess að fjármagnstekjur, lífeyrissjóðstekjur og atvinnutekjur voru sameinaðar í einn flokk, sem heitir einfaldlega tekjur og því sameiginlegt frí- tekjumark gagnvart þeim. Stungið hefur verið upp á því að hækka þetta frítekjumark upp í 100.000 krónur þegar um er að ræða atvinnutekjur. Það er í eðli sínu göf- ugt markmið, en hefur þó í för með sér að kerfið flækist aftur, en ein- faldleiki þess er ómetanlegur í allri umræðu um úrbætur. Önnur hug- mynd, sem hljómar kannski óraun- hæf við fyrstu sýn, er að hreinlega afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Þá þyrfti ekkert frí- tekjumark á atvinnutekjur yfirhöfuð og kerfið yrði meira að segja ennþá einfaldara en áður. En hvað myndi það kosta? Björn Leví Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, lagði fram fyrirspurn á Alþingi til þess að forvitnast um ýmsa kostnaðarþætti við slíkar hug- myndir. Svarið er áhugavert í víð- ara samhengi en eitt af því áhuga- verðasta er þó óneitanlega að afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnu- tekna myndi ekki kosta nema 2,5 milljarða á ári. Það getur virst um- talsverð upphæð, en er í reynd stór- merkilega lág upphæð í samhengi við almannatryggingar, þar sem al- mennt er ekki búist við að sjá merkilegar tölur undir 10 millj- örðum. Sá útreiknaði kostnaður gerir ennfremur ekki ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs sem gætu birst í aukinni atvinnuþátttöku og þ.a.l. auknum skatttekjum, enda í raun ógerningur að spá fyrirfram um þær þótt tilraunir hafi verið gerðar til þess að giska. Þar er vinkill á breytingunni sem væri sérstaklega áhugavert að fylgjast grannt með, til hlið- sjónar þegar sambæri- legar breytingar væru fyrirhugaðar fyrir ör- yrkja. Síðast en ekki síst, heldur jafnvel helst, mætti fagna frelsis- aukningunni sem þess- ari breytingu myndi fylgja. Þótt engan veg- inn sé víst að mjög margir eldri borgarar hafi færi á því að vinna, þá stendur eftir að í dag er þeim beinlínis hegnt fyrir það, sem að mati undirritaðs er galið. Tvennt stendur oftast í vegi fyrir umbótum í almannatrygginga- kerfinu; annars vegar hátt flækju- stig og hins vegar kostnaður. Hvor- ugt er tilfellið þegar kemur að skerðingum ellilífeyris vegna at- vinnutekna. Ellilífeyriskerfið er orð- ið nógu einfalt til að sjá hvað gera skal. Fjárhæðirnar eru nógu lágar til að þetta sé ekki bara raunhæft heldur reyndar frekar auðvelt. Mið- að við fjárlögin sem voru lögð fram við upphaf þings þyrfti ekki að hækka neina skatta, taka nein lán né skera neins staðar niður. Með fyrirvara um einhverjar risavaxnar breytingar á forsendum fjárlaga- frumvarps eins og það birtist fyrir rúmum mánuði væri hægt að gera þetta í dag. Einnig þarf að hækka frítekju- markið í tekjuflokkunum sem eftir standa og auðvitað einfaldlega hækka lífeyrinn, en til þess þarf að breyta upphæðum í vegasalti við fjárlög, sem stjórnvöld geta ýmist breytt til baka þegar í harðbakkann slær eða látið standa í stað meðan verðlag hækkar. En með því að afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna al- farið eru ekki lengur neinar pró- sentur eða upphæðir fyrir yfirvöld til að „fínstilla“ í óþekkta átt á seinni stigum. Þetta er því verkefni sem er hægt að klára endanlega og varanlega. Þegar þessar skerðingar hafa verið afmáðar er hægt að draga at- hyglina frá þeim að eilífu og nýta hana í að laga restina af óréttlæti almannatryggingakerfisins, en það er ansi víða eins og allir vita sem þekkja til. Burt með skerðing- ar ellilífeyris vegna atvinnutekna Eftir Helga Hrafn Gunnarsson »Hátt flækjustig og hár kostnaður hindra oft umbætur í þessum málaflokki. Hvorugt er tilfellið þegar kemur að skerðingum vegna atvinnutekna. Helgi Hrafn Gunnarsson Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. helgi@piratar.is Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.