Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað 17. október 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.68 105.18 104.93 Sterlingspund 139.1 139.78 139.44 Kanadadalur 83.85 84.35 84.1 Dönsk króna 16.615 16.713 16.664 Norsk króna 13.244 13.322 13.283 Sænsk króna 12.899 12.975 12.937 Svissn. franki 107.26 107.86 107.56 Japanskt jen 0.933 0.9384 0.9357 SDR 147.98 148.86 148.42 Evra 123.7 124.4 124.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.4837 Hrávöruverð Gull 1305.15 ($/únsa) Ál 2139.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.44 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi skrán- ingu Einkaleyfa- stofunnar á orð- merkinu „tíma- flakk“, sem þýðir að öllum er frjálst að nota orðmerkið að vild. Í mars 2015 greindu Fjarskipti, Voda- fone á Íslandi, frá því að félaginu hefði borist krafa frá Símanum um skaðabæt- ur vegna meintrar ólögmætrar notkunar á vörumerkinu „tímaflakk“. Var krafan að fjárhæð 400 milljónir króna. Fjarskipti töldu ekki grundvöll fyrir kröfunni þar sem ágreiningurinn um skráningu Símans á vörumerkinu væri ekki til lykta leiddur fyrir dómstólum. Héraðsdómur komst svo að þeirri nið- urstöðu í gær að merkið „tímaflakk“ uppfyllti ekki skilyrði laga um skráningu og hafnaði því að notkun Símans á merkinu hefði skapað vörumerkjarétt. Öllum frjálst að nota orðmerkið „tímaflakk“ Vodafone Má nota orðið „tímaflakk“. STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Viðskiptabankarnir gætu greitt allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda til þess að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgun- blaðsins. Fram kemur í nýrri greiningu Danske Bank að eigið fé íslensku bankanna sé mun ríflegra en hjá öðrum norrænum bönkum. Eigin- fjárhlutfall fjármálastofnana, sem kallað hefur verið „almennt eigið fé þáttar 1“ (e. Common Equity Tier 1), var um 23% að meðaltali hjá ís- lensku bönkunum í lok annars árs- fjórðungs, en er um 16% að meðal- tali hjá sambærilegum bönkum annars staðar á Norðurlöndum. Markmið Arion og Íslands- banka er að lækka hlutfallið Íslandsbanki setti á fjórða fjórð- ungi síðasta árs markmið um að lágmarkseiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 sé hærra en 15%, að því er segir í afkomutilkynningu bank- ans. Á seinni hluta síðasta árs setti Arion banki markmið um að téð eiginfjárhlutfall fari undir 17% á næstu fjórum til fimm árum, að því er kemur fram í afkomukynningu bankans. Arion banki þarf, sam- kvæmt kvöðum Fjármálaeftirlits- ins, að vera með eiginfjárgrunn upp á 20,7% og af varúðarsjónar- miðum kjósa stjórnendur bankans að hlutfallið sé ekki lægra en 22,2%. Eiginfjárgrunnurinn má vera samsettur úr blöndu af al- mennu eigin fé (16,8%), eiginfjár- þætti 1 (2,3%) og eiginfjárþætti 2 (3,1%). Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þætt- inum Forystusætið í Ríkissjón- varpinu að hægt væri að minnka bankakerfið með því að taka tugi, jafnvel hundruð milljarða úr því áð- ur en bankarnir verði seldir til að fjármagna innviðauppbyggingu í landinu. Á meðal kosningamála Miðflokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er að bankarnir greiði umfram eigið fé í ríkissjóð. Til þess að eiginfjárhlutfallið færi í 16% yrði Arion að greiða út 88,7 milljarða króna, Íslandsbanki um 53,5 milljarða og Landsbankinn um 97 milljarða. Ef af því yrði myndi arðsemi eigin fjár íslensku bankanna vera á pari við arðsemi norrænu bankanna, samkvæmt greiningu Danske Bank. Þegar fyr- irtæki státa af ríkulegu eigin fé getur reynst erfitt að ná viðunandi arðsemi á það. Danske Bank getur þess sérstaklega að bankaskattur- inn, sem komið var á árið 2013, dragi úr arðsemi eigin fjár bank- anna sem nemur 1,5% á ári. Mikil arðgreiðslugeta Þeir sem til þekkja segja að ekki væri hægt að greiða þá fjármuni út hratt. Útreikningarnir gefi hins vegar til kynna hver arðgreiðslu- getan er á næstu árum ef rekstr- arumhverfið verður hagstætt. Sam- hliða yrðu bankarnir að gefa út víkjandi skuldabréf, sem eru ígildi eigin fjár, til þess að uppfylla heild- arkröfur Fjármálaeftirlitsins um eigið fé og er útgáfa þeirra háð markaðsaðstæðum hverju sinni. Enn fremur gætu stjórnendur eða eftirlitsaðilar gert ríkari kröfur um eigið fé. Bankarnir gætu greitt allt að 240 milljarða króna Morgunblaðið/Ómar Ríkiseignir Stjórnmálamenn gætu fengið háar fjárhæðir í hendur ef bankarnir greiða út myndarlegan arð. Landsbankinn gæti greitt 97 milljarða » Landsbankinn gæti greitt mest út af bönkunum til þess að ákveðið eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja færi í 16% eða um 97 milljarða. » Arion banki er í stakk búinn til að greiða út 88,7 milljarða króna » Íslandsbanki gæti greitt út 53,5 milljarða.  Íslensku bankarnir ríflega fjármagnaðir í samanburði við aðra norræna banka Verðlag íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt var hærra í sumar en það hefur áður mælst. Verðið náði tímabundnu lágmarki í janúar 2014 en hefur síðan hækkað um tæplega fjórðung mælt í erlendri mynt, að því er fram kemur í umfjöllun í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Hækkunina má einkum rekja til verðhækkunar á botnfiski. Lands- bankinn bendir á að hækkun botn- fisks að undanförnu hafi komið íslenskum sjávarútvegi sérlega vel, sem glímir við minnkandi sam- keppnishæfni vegna sterkrar krónu. Hækkun verðs í erlendri mynt dragi úr því höggi sem styrking krónunnar hafi valdið á tekjustreymi útgerðar- fyrirtækja. Á fyrstu 8 mánuðum ársins hafi verð á íslenskum sjávarafurðum ver- ið 6,4% hærra en á sama tímabili í fyrra. Meðalgengi krónunnar var hins vegar 17% sterkara milli sömu tímabila og að öðru óbreyttu ættu tekjur sjávarútvegsins að hafa verið 9% minni á þessu ári en því síðasta, að því er segir í umfjöllun Lands- bankans. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða nam 128,4 milljörðum króna á fyrstu 8 mánuðum ársins á föstu gengi ágústmánaðar. Það er 7% lægra en á sama tímabili í fyrra. Minna útflutningsverðmæti skýrist helst af minna útfluttu magni, sem að stærstu leyti má rekja til sjó- mannaverkfallsins sem stóð yfir í rúmlega tvo mánuði fram undir lok febrúar. Veiðar á þorski í desember, janúar og febrúar síðastliðnum voru saman- lagt helmingi minni en í sömu mán- uðum árið á undan, en á síðustu mán- uðum hafa veiðarnar reynst í kringum fjórðungi meiri en í sömu mánuðum í fyrra, segir í umfjöllun Landsbankans. Morgunblaðið/Ómar Útgerð Veiðar hafa aukist um fjórð- ung milli ára undanfarna mánuði. Verðlag sjávar- afurða í hæðum  Hækkað um fjórðung í erlendri mynt frá 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.