Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Örugg langtímaleiga al.is Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta Almenna leigufélagið býður viðskiptavinum sínum upp á hátt þjónustustig, langtímaleigu og sveigjanleika. Þannig stuðlum við að faglegum og traustum leigumarkaði. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar um að bygging- arréttur fyrir 15 íbúðir á Fossvogs- vegi 8 verði seldur með útboðsfyrir- komulagi. Um er að ræða mjög verðmætar lóðir á vinsælum stað í Fossvogi. Borgarráð samþykkti hinn 26. janúar 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi svæðis í vestan- verðum Fossvogi. Svæði þetta kall- ast Vigdísarlundur og er sunnan við Borgarspítalann. Lundurinn ber nafn Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Að lokinni aug- lýsingu tók deiliskipulagið gildi 4. júlí sl. Reiturinn afmarkast af Foss- vogsvegi í norðri, Árlandi í suðri, göngustíg á móts við Kjalarveg og Ræktunarstöð Reykjavíkur í vestri og lóðarmörkum aðliggjandi byggð- ar við Ánaland í austri. Stærð reits- ins er um 1,55 hektarar. Landi hall- ar aðallega til suðurs en einnig lítillega til austurs. „Nokkur trjágróður er á reitnum en annars má segja að svæðið sé í órækt og nýtist að takmörkuðu leyti til útivistar eins og það er í dag. Helstu kostir svæðisins eru miðlæg lega á höfuðborgarsvæðinu, rólegt og skjólsælt umhverfi og ná- lægð við víðáttumikil og fjölbreytt útivistarsvæði,“ segir m.a. í grein- argerð með deiliskipulagstillög- unni. Á reitnum er sem fyrr segir gert ráð fyrir 15 íbúðum, þar af eru 11 íbúðir á tveimur hæðum og fjórar á einni hæð. Íbúðunum fylgja þak- svalir og garðskikar. Fasteignaverð er hátt í Fossvoginum og fram kom í fréttum í fyrra að gera megi ráð fyrir að sala lóða í Vigdísarlundi getið skilað borginni hátt í 200 milljónum króna. Borgarráð hefur samþykkt út- boðsskilmála fyrir sölu bygginga- réttar fyrir Fossvogsveg 8 og verð- ur hann væntanlega auglýstur bráðlega. Byggingarréttur á lóð- unum verður seldur til hæstbjóð- anda, sem uppfyllir skilyrði útboðs- ins. Verði tvö eða fleiri tilboð jafn há, ræður hlutkesti. Á sama reit er gert ráð fyrir að rísi íbúðarhús með átta íbúðum fyr- ir fatlaða. Félagsbústaðir munu byggja það hús. Dýrar lóðir boðnar út  Íbúðarbyggð verður skipulögð í Vigdísarlundi í Fossvogi Vigdísarlundur Verðmætt byggingaland á góðum stað í Fossvogi. Aðalfundur Landssambands smá- bátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. 13, en síð- an flytur Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir sjávarútvegsráðherra ávarp. Þá taka við venjuleg aðal- fundarstörf á fimmtudag og föstu- dag. Samkvæmt upplýsingum frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra LS, má reikna með að umræður um veiðigjald, strandveiðar, íviln- un til umhverfisvænna veiða og að aflétt verði veiðarfæratakmörkun- um á krókaaflamarksbáta verði áberandi á fundinum. Í sambandi við síðastnefnda málið má nefna að mörg félög smábátaeigenda hafa ályktað um málið og skiptar skoð- anir komið fram. Skorað á ráðherra Í sambandi við veiðigjald bendir Örn á samþykkt stjórnar LS frá 28. júlí í sumar þar sem segir með- al annars: „Stjórn LS skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að beita sér nú þegar fyrir breytingu á lögum um veiðigjald. Hæg eru heimatökin þar sem al- þingismenn í öllum flokkum og hagsmunasamtök hafa sagt hækk- unina koma sér einkar illa fyrir „litlar og meðalstórar útgerðir“. Verði ekkert að gert munu skil- yrðin, auk rekstrarstöðvunar, leiða til áframhaldandi samþjöppunar veiðiheimilda og fábreyttari út- gerðarflóru,“ segir í samþykktinni. aij@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bryggjuspjall Smábátaeigendur munu eflaust hafa um nóg að ræða. Ræða veiðigjald og strandveiðar  33. aðalfundur smábátaeigenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.