Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Blade Runner 2049 Ný Ný Undir trénu 3 6 My little Pony, the movie 2 2 The Snowman Ný Ný The Lego Ninjago Movie 5 4 Kingsman: The Golden Circle (2017) 4 4 Home Again 6 3 Happy Family 8 7 Emojimyndin 9 8 The Son of Bigfoot (Sonur Stórfótar) 10 6 Bíólistinn 13.–15. október 2017 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tekjuhæsta kvikmynd sl. helgar af þeim sem sýndar voru í bíóhúsum landsins var Blade Runner 2049 sem skilaði rúmum fjórum millj- ónum króna í kassann. Undir trénu sótti í sig veðrið, fór úr þriðja sæti í annað en alls hafa nú um 36.000 séð hana frá frumsýningu. Bíóaðsókn helgarinnar Blade Runner 2049 vel sótt Sumarbörn. Þetta orð erþrungið ljóðrænni bjart-sýni, hvað er yndislegra enbörn og sumar? Titillinn vekur jákvæðar tilfinningar en þeg- ar myndin byrjar er snúið upp á þessar tilfinningar. Þar lærum við að sumarbörn eru börn sem verja sumrinu á vistheimili. Þau sem dvelja þar árið um kring eru kölluð öllu kuldalegra nafni; vetrarbörn. Þar með öðlast orðið alvörugefnari vídd. Því er titillinn ansi sterkur, hann endurspeglar stemninguna í myndinni þar sem ljóðrænni og barnslegri bjartsýni er fléttað sam- an við þrúgandi alvöru lífsins. Í upphafsatriðinu sjáum við aðal- persónurnar, Eydísi og Kára, kveðja móður sína áður en þau fara um borð í rútu. Móðurina leikur Hera Hilmarsdóttir, sem fór á sín- um tíma með aðalrulluna í Veðra- mótum (2007) sem einnig fjallar um lífið á upptökuheimili og mér hefur alltaf þótt með best heppnuðu ung- lingamyndum íslenskrar kvik- myndasögu. Hér er Hera þó í auka- hlutverki og börnin baða sig í sviðsljósinu. Rútan flytur þau á vistheimilið Arnartanga sem er á ótilgreindum stað úti á landi. Þar veitir „yfirfóstr- an“ Pálína Pálsdóttir þeim afar óblíðar móttökur. Frá fyrstu kynn- um er ljóst að Pálína er óvinurinn í sögunni, bæði útlit hennar, nafn og framkoma gefa til kynna að hún sé ströng, hvöss og ósanngjörn. Stór- leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir túlkar Pálínu með glæsibrag og fær hvern sem er, jafnt börn og full- orðna, til að óttast sig og sannfærast um að ef þeir mættu henni í lifanda lífi myndi hún veita þeim ærlega ráðningu. Eydís og Kári þurfa að aðlagast lífinu á Arnartanga sem einkennist af ströngum reglum og litlum kær- leika. Kári er afar óöruggur framan af, hann óhlýðnast fóstrunum og er feiminn við hin börnin. Það er bjart- ara yfir Eydísi en litla bróður henn- ar, hún stappar í hann stálinu og er afar móðurleg, bæði við hann og hin börnin. Eftir því sem líður á sum- arið snýst hlutskipti þeirra við; Kári verður liðlegri en Eydís verður sí- fellt borubrattari og fóstrurnar full- yrða að hún sé algjör óhemja. Eydís hefur ríkt ímyndunarafl og lætur sig dreyma jafnt á daginn sem á nótt- unni og það hjálpar henni að glíma við lífið. Hún kemur endurtekið auga á strák sem ríður á hesti um sveitina og hann verður trúnaðar- vinur hennar en áhorfendur verða að ákveða með sjálfum sér hvort hann sé raunverulegur eða ekki. Í dag myndi hegðun Eydísar síst af öllu vekja þau viðbrögð að hún væri óhemja, fólk myndi segja að hún væri sjálfstæður og skemmti- legur krakki. Það er auðvitað margt öðruvísi í dag en í innri tíma mynd- arinnar, sem er um 1960, og maður prísar sig sælan að svo sé. Ástæða þess að Eydís og Kári eru send á Arnartanga er heimilisofbeldi. Í samtali við önnur börn segir Eydís að pabbi hennar sé stundum svo reiður að mamma hennar þurfi að fara á spítala. Það nístir hjartað að heyra baksögur barnanna, bak- grunnur þeirra er ólíkur en þau eru öll frá brotnum heimilum. Allar fóstrurnar, nema ein sem er góð og skilningsrík, koma fram við börnin eins og þau beri ábyrgð á því hvern- ig komið er fyrir þeim og sýna lítinn skilning á aðstæðum þeirra. Þar sem maður veit að svona var þetta einu sinni í raun og veru verður maður stundum alveg fokvondur yfir því að svona nokkuð hafi við- gengist. Sumarbörn er fyrsta kvikmynd Guðrúnar Ragnarsdóttur í fullri lengd. Hún nam kvikmyndagerð í einum virtasta listaháskóla heims, CalArts í Bandaríkjunum, og hefur síðan gert stuttmyndir sem hafa unnið til verðlauna og unnið í kvik- myndabransanum um skeið. Þótt Guðrún sé á fullorðinsaldri og hafi tekið sér langan tíma í að gefa út sína fyrstu stóru mynd er í öllu falli gleðilegt að hún sé komin og for- vitnilegt verður að fylgjast með hvað hún gerir í framtíðinni. Í þessari fyrstu mynd sinni tekur Guðrún áhættur sem ég kann einkar vel að meta. Sú fyrsta er að gera fjölskyldumynd, en fjölskyldumynd af þessu tagi hefur ekki komið út hér á landi í áraraðir og það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess að það komi út vandað efni á ís- lensku fyrir yngri aldurshópinn. Önnur áhætta er að hafa börn í aðal- hlutverkum myndarinnar en hún lukkast ágætlega og ungi leikhópur- inn stendur sig með prýði. Myndin virkar bæði fyrir börn og fullorðna þótt viðfangsefnið sé al- varlegt. Börn fíla alveg dramatík og maður skyldi ekki vanmeta það, manni verður t.d. hugsað til Benja- míns dúfu og Bróður míns Ljóns- hjarta sem hafa heillað börn svo kynslóðum skiptir. Það er líka skemmtilegt hvernig sagan er sögð frá sjónarhorni barnanna, þannig að draumar og ímyndun verða stund- um raunveruleg. Sérstaklega hafði ég gaman af því hvernig þjóðsögu- minni birtast í atriðum undir lok myndarinnar þar sem börnin sjá ýmsar óvættir holdgerast í stór- skornu landslaginu. Að því sögðu hefði ég samt viljað sjá aðeins fleiri fjörug atriði inn á milli til að létta stemninguna. Atriðin sem sýna Ey- dísi njóta lífsins inn á milli harm- rænni atriða eru draumkennd og falleg en verða ofurlítið endurtekn- ingasöm. Það vantar aðeins upp á í tækni- legri úrvinnslu myndarinnar. Klipp- ingarnar fannst mér svolítið skrítn- ar, sérstaklega í byrjun myndar þar sem stundum er stokkið ómjúklega milli ólíkra tíma og tökustaða. Þá er myndin endrum og sinnum í mót- sögn við sitt innra samhengi. Þetta sést m.a. á því að börnin flakka frjáls um alla sveit þótt það sé búið að útlista að þau megi ekki fara út af lóðinni og þegar Eydís finnur sendi- bréf frá mömmu sinni á mjög tilvilj- unarkenndum stað og óljóst af hverju í ósköpunum það ætti að vera þar. Hljóðvinnslan er á köflum óvönduð, stundum detta bakgrunns- hljóð út þegar einhver tekur til máls eða það verður áberandi að átt hefur verið við hljóðið. Tónlistin er hins vegar frábær, í fararbroddi eru Kira Kira og Hermigervill sem sömdu tónlistina og flutninginn annast ein- valalið íslenskra tónlistarmanna. Þá eru tæknibrellurnar í kvikmyndinni, sem eru notaðar til að láta persónur fljúga um loftin blá og sitthvað fleira, með þeim bestu sem ég hef séð í íslenskri mynd. Hugljúf Sumarbörn er hugljúf mynd um alvarlegt málefni, vönduð íslensk fjölskyldumynd, að mati gagnrýnanda. Með augum barnsins Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Sumarbörn bbbmn Leikstjórn og handrit: Guðrún Ragnars- dóttir. Kvikmyndataka: Ásgrímur Guð- bjartsson. Klipping: Davíð Alexander Corno. Aðalhlutverk: Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Hera Hilmarsdóttir. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 10SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 5.50 SÝND KL. 6, 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.